Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 17
Noomi
Rapace og
Sigourney
Weaver
Scott hefur
smalað saman
mjög öflugum
hópi leikara í
Prometheus.
Hluti þeirra
verður við tök-
urnar á Íslandi
og óhætt er að
segja að það
fólk sé ekki af
verri endanum.
Michael Fass-
bender, Char-
lize Theron,
Idris Elba og
Noomi Rapace eru í hópnum sem
kemur til Íslands en Ben Foster
og Guy Pierce láta sig að öllum
líkindum vanta. Fassbender hefur
gert það gott í myndum eins og
Ingloriuous Basterds og X-Men:
Origins, Elba lék lögguna Luther
í samnefndum sjónvarpsþáttum
og Heimdall í Thor. Noomi Rapace
er svo flestum kunn fyrir frábæra
frammistöðu sína í Millennium-
þríleiknum sem gerður var eftir
bókum Stiegs Larsson.
Sterkar og ákveðnar konur hafa
löngum verið Scott hugleiknar.
Ellen Ripley, sem Sigourney Wea-
ver lék í Alien-myndunum fjórum,
er einhver grjótharðasta kven-
persóna kvikmyndasögunnar og
þá var heldur betur töggur í þeim
Thelmu og Louise og herkonunni
Jane sem Demi Moore lék í G.I.
Jane. Aðspurður segir Scott að að
einhverju leyti megi líta á persónu
Noomi sem staðgengil Ripley þótt
Weaver sé ansi hávaxin og Noomi
frekar lág í loftinu en ef eitthvað er
sé krafturinn og ástríðan í Rapace
meiri.
„Ég sá hana í Karlar sem hata
konur fyrir einu ári eða svo og
hugsaði með mér: „Vá! Hver er
þetta?“ Og var strax ákveðinn í því
að ég yrði að fá hana í þessa mynd.
Ég hitti hana síðan í Los Angeles
og komst að því, mér til nokkurrar
furðu, að hún er ofboðslega fáguð
manneskja og ekki mikill pönkari.
Og þá vissi ég að hún var alvöru
leikkona. Mjög góð.“
Scott segir Charlize Theron
vissulega vel þekkta og það auki
lífslíkur hennar í myndinni til
muna. Hinir leikararnir séu hins
vegar á uppleið þótt nöfn þeirra
séu ekki jafn þekkt. „Leikararnir í
fyrstu myndinni voru ekki stjörn-
ur og ég er ekki frá því að það sé
betra að vera með minna þekkt
fólk í hópnum þegar maður er með
sögu þar sem flestir munu deyja.“
Ég sá hana í
Karlar sem
hata kon-
ur fyrir einu
ári eða svo
og hugsaði
með mér:
„Vá! Hver er
þetta?“
Bröns
alla laugardaga og sunnudaga
Aðalstræti 2 | 101 Reykjavík | Sími: 517 4300 | www.geysirbistrobar.is
Verð
aðeins
1.895
með kaffi
eða te
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
15. júlí
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Sæktu um
skuldalækkun
strax í dag
Skuldalækkun Landsbankans er í boði til
15. júlí. Sæktu strax um að lækka skuldir
þínar áður en frestur rennur út.
Skilmála og nánari upplýsingar um skuldalækkun Landsbankans
má fi nna á heima síðu okkar, landsbankinn.is, eða í næsta útibúi.
Lækkun annarra skulda
Þú sækir um í netbankanum