Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 28
HEIMSENDING á höfuðborgarsvæðinu alla daga frá kl. 15–19 eða á smellugas.is Hafðu samband í síma 515 1115 Vinur við veginnSmellugas Smellugas smellugas.is PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 71 2 Hrunið Kallar skerfur Breta til íslenska hrunsins á skaðabætur? Í rúm tvö og hálft ár frá hruninu hafa sumir Íslendingar haldið augunum galopnum varðandi sök Íslands á orsökum þess en lokað þeim fyrir ytri þáttum sem áttu engu minni hlutdeild. Sem er óskiljanlegt. Sumir virðast ekki vilja kannast við utanaðkomandi áhrifavalda íslenska hrunsins, sér- staklega þann síðasta: · Alþjóðalánsfjárkreppuna. · Ákvörðun ríkisstjórnar Georges Bush um að bjarga ekki stór- bankanum Lehman Brothers frá gjaldþroti, sem skapaði alþjóðlegt hrun. · Alþjóðlega óvini Íslands úr hópi banka og vogunarsjóða. · Kaldrifjuð efnahagshryðjuverk fyrrverandi ríkisstjórnar Bret- lands gagnvart Íslandi. Ofsalegt fjárhagstjón Spyrja má: Hvernig gat ríkisstjórn Gordons Brown misnotað hryðju- verkalög á íslenska hags- muni í Bretlandi? Hvers vegna lýsti Brown Ísland gjaldþrota í beinni út- sendingu? Hvers vegna setti ríkisstjórn hans Landsbankann, Seðla- bankann og fjármála- ráðuneytið á lista yfir hryðjuverkasamtök við hlið Al Qaeda á vefsíðu breska utanríkisráðuneytisins? Aldrei hafa fengist skýr svör við þessum brennandi spurningum. Þau þurfa Íslendingar að fá. Svörin snúast um siðleysi. Ólöglega mis- beitingu valds. Ofsalegt fjárhags- tjón. Og skaðabætur Bret- lands til Íslands. Spyrja má: Hverjar hefðu afleiðingarnar orðið ef Ísland hefði verið Sviss? Lúxem- borg? Belgía? Þýska- land? Írland? Portúgal? Grikkland? Einnig má spyrja: Hvað hefði gerst í Bretlandi við bjargbrún alþjóðahrunsins ef Banda- ríkin hefðu notað hryðju- verkalög gegn Bretlandi? Ef Bush bandaríkjafor- seti hefði í beinni útsendingu lýst Bretland gjaldþrota? Ef bandaríska utanríkisráðuneytið hefði líkt Lloyds Bank, breska seðlabank- anum og breska fjármálaráðuneyt- inu við hryðjuverkasamtök og ritað þessi nöfn á vefsíðu sína við hlið Al Qaeda? Þetta voru nákvæmlega aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar gegn Íslendingum. Svarið við tit- ilspurningunni virðist því vera: Já. Ísland og Al-Qaeda Að morgni miðvikudagsins 8. októ- ber 2008 stóð þáverandi ríkisstjórn Bretlands fyrir tilræði gegn Ís- landi. Án gildrar ástæðu misnotuðu Alistair Darling fjármálaráðherra og Gordon Brown forsætisráðherra lög, sem breska þingið kom á í kjöl- far árásarinnar á Tvíburaturnana í New York 11. september 2001, sem tæki í fjárhagslegri hryðjuverkaá- rás á Ísland. Fyrst felldu þeir Kaup- þing og Landsbankann og misnot- uðu til þess hryðjuverkalög gegn íslenskum hagsmunum í Bretlandi. Og áður en þeir brettu upp erm- arnar til að beita íslensku þjóðina fjárkúgun lýsti Gordon Brown yfir gjaldþroti Íslands í beinni útsend- ingu. Því næst útmáluðu þeir Ísland sem hryðjuverkaland í augum um- heimsins og brennimerktu Lands- banka Íslands, Seðlabanka Íslands og fjármálaráðuneytið sem hryðju- verkasamtök á vefsíðu breska utan- ríkisráðuneytisins. Traust Íslands hrapaði á stig Al-Qaeda. Það skal enginn efast um að það sem gerðist í október 2008 var þríþætt efnahagslegt hryðjuverk gegn Íslandi sem tókst. Ísland sem fjármálamiðstöð dró ennþá andann á þessum tímapunkti. Það var ekki fyrr en breska ríkisstjórnin misnot- aði ofangreind gjöreyðingarvopn í efnahagslegum skilningi sem allt Framlag til fram þróunar D Júlí stendur undir nafni sem sumarmánuðurinn hér á landi. Hlýindin komu með honum eftir kaldan júní og kalt vor. Um leið lifnaði yfir ferðaglöðum lands-mönnum sem drifu sig af stað þrátt fyrir okurverð á bensíni og olíu. Fleiri ferðast innanlands en áður í kjölfar efnahagshrunsins. Þá er gott að eiga svefn- vagn fyrir fjölskylduna, hvort heldur er tjaldvagn, fellihýsi eða hjólhýsi. Tími tengivagnanna á þjóðvegum landsins er því runninn upp. Hið liðna góðæri sést einna best um hásumarið. Þá draga menn fram vagnana góðu sem keyptir voru í hrönnum á meðan það varði og þeir hugsuðu eins og enginn væri morgundagurinn. Sjálf- sagt eru lánin enn á sumum þeirra, hvort heldur eru gengistryggð eða vísitölubundin. Það er seinni tíma vandi. Fjárfestinguna verður að nýta um helgar og í sumarfríinu. Enginn efi er á því að gaman er að ferðast með þessum hætti og geta stoppað þar sem henta þykir og menn vilja skoða fallega náttúru, grilla í skjóli og leyfa börnunum að leika sér. Útilegur með foreldrum eru yndi þeirra. Hjólhýsin eru mörg hver einkar glæsileg með öll- um hugsanlegum búnaði. Stærð sumra er með þeim hætti að öflugan bíl þarf til að draga þau, hvort heldur er jeppi eða pallbíll. Þar minnir góðærið horfna enn á sig því stóru drekarnir eru hér enn, þótt þeir nýjustu séu sennilega af 2007 árgerð eða hugsanlega fram á árið 2008, áður en menn gerðu sér grein fyrir í hvað stefndi og Geir bað Guð að blessa Ísland. Slíkan munað hef ég aldrei eignast. Minn tengi- vagn er kerra sem hentar vel vegna sumarbústaðar fjölskyldunnar. Kerran er því oftar en ekki í eftirdragi með aðskiljanlegan varning enda flutningsþörf þeirra sem sumarkot reka umtalsverð. Venjuleg kerra vekur þó hvorki sérstaka athygli né hughrif þeirra sem slíkum tengivögnum mæta. Það gera hins vegar óvenjulegir aftanívagnar. Pistil- skrifarinn greindi t.d. frá því, í öðru blaði og á öðrum tíma, að hann hefði nánast orðið fyrir aðkasti þegar hann ók með brúnan farandkamar í eftirdragi austur í sveit. Kamarsins var vissulega þörf þar sem margra mátti vænta á hátíðarsamkomu en skilningur á flutningnum var í lágmarki hjá þeim sem ég mætti; einkum þó þeim sem á eftir fóru. Ég ók að sönnu gætilega enda byggingarlag kamarsins með þeim hætti að snöggar hreyfingar gátu borið hann ofurliði. Það varð til þess að menn spændu fram úr, sumir án þess að gefa stefnuljós þegar þeir snarbeygðu fyrir framan dráttarbílinn. Enginn virtist vilja vera aftan við kamarinn. Svo langt gekk þetta að unglingar, far- þegar í ökutæki, sýndu á sér afturendann er þeir óku fram úr mér í Lögbergsbrekkunni. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Ragnar Halldórsson ráðgjafi Te ik ni ng /H ar i HELGARBLAÐ Ókeypis alla föstudaga HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt 28 viðhorf Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.