Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 40
Helgin 15.-17. júlí 201140 tíska
Opnir fataskápar úti
um allan bæ
Fatastíll er einkennilegt hugtak. Hugtak sem
segir mikið um hvernig persónuleiki viðkom-
andi er. Fólk velur sér ákveðinn stíl og heldur
sig við hann. Það er einkennilegt. Að geta ekki
klætt sig í hvað sem er. Við pikkum út alls
konar flíkur sem við teljum henta okkar eigin
fatastíl og notum aðeins lítið brot af fataskápn-
um okkar. Restin hangir ósnert á fatahenginu,
þau föt passa ekki við þá týpu sem við erum í
dag.
Við vinkonur mínar veljum okkur flestar sams
konar fatastíl. Flestar erum við í sömu fata-
stærð og notum sömu skóstærðina. Þetta
auðveldar okkur lífið gríðarlega
því að það að leiðast fötin sín er
algengt vandamál í vinahópnum.
Þannig má segja að ég eigi fjöldann
allan af fataskápum úti um allan bæ sem ég get
gengið í þegar mér sýnist. Það sparar fatakaup,
eykur úrvalið og eykur fjölbreytni í klæðavali.
Við stelpurnar erum allar frekar sjálfstæðar;
veljum það sem okkur finnst flott og hugsum
lítið um það hvað öðrum finnst. Innblástur í
klæðavali sækjum við líklega hver til annarrar,
sem veldur ákveðinni hringrás. Engin leiðir
hópinn.
Áhrifin sem valda því að við veljum ákveðinn
fatastíl hljóta þó að koma einhvers staðar frá;
eigum okkur jafnvel einhverjar ákveðnar
fyrirmyndir sem við viljum líkjast. Vina-
hópurinn hefur sams konar skoðanir
á því hvernig framtíðin mun
verða, á sér svipuð mark-
mið. Það hlýtur að vera
einhver ástæða fyrir því að
fólk sækir í návist þeirra sem
líkjast því sjálfu, eiga sér svipuð áhugamál
og velja sams konar fatnað.
tíska
Kolbrún
Pálsdóttir
skrifar
5
dagar
dress
Guðlaugur Victor Pálsson er
20 ára atvinnumaður í fótbolta og
spilar með Hibernian í Skotlandi.
Auk fótboltans er hann mikill
áhugamður um tónlist, golf og
húðlúr.
„Stíllinn minn er mjög frjáls-
legur og ég klæðist aðeins því
sem mér finnst flott. Þegar ég er
hérna heima, versla ég aðallega í
Sautján; flott verslun þar sem allt
fæst. Úti kaupi ég eiginlega öll mín
föt í Urban Outfitters.
Ég á kannski ekki einhverja
ákveðna fyrirmynd þegar kemur
að tísku en reyni að fylgjast með.“
Frjálslegur fatastíll
Mánudagur
Skór: Sautján
Buxur: Sautján
Skyrta: Sautján
Bolur: Urban Outfitters
Fimmtudagur
Skór: Sautján
Buxur: Sautján
Skyrta: Sautján
Þriðjudagur
Skór: Sautján
Buxur: Sautján
Jakki: Sautján
Föstudagur
Skór: Sautján
Skyrta: Sautján
Buxur: Sautján
Jakki: Sautján
Miðvikudagur
Húfa: Smash
Buxur: Sautján
Skór: American Apparel
Bolur: Sautján
Neitar að vinna
með feitu fólki
Hönnuðurinn Nicola Formichetti, sem
frægastur er fyrir að klæða söngkonuna
Lady GaGa, lýsti því yfir í
nýjasta tímariti W að hann
neitaði að vinna með feitu
fólki. Sem hönnuður hafi
hann aðeins lagt hönd á að
klæða grannar fyrirsætur
í gegnum tíðina og muni
ekki venja sig á annað.
Um daginn, þegar honum
var skipað að klæða þrjá feita stráka,
gekk hann út. „Fyrr mun ég láta reka
mig en að klæða fólk sem komið er yfir
kjörþyngd,“ lét hann hafa eftir sér við
tímaritið. -kp
Á mánudaginn var
hleypti söluvefurinn
eBay af stað nýrri
herferð, You Can’t
Fake Fashion, ásamt
fyrirtækinu CFDA
gegn fölsuðum og
stolnum vörum á
vefnum. Frægir
hönnuðir á borð við
Olsen-systurnar,
Tommy Hilfiger og
Jason Wu hafa tekið
þátt í þessari herferð
og hannað töskur
fyrir vefinn með
áletruninni You Can’t
Fake Fashion og kosta
35 dollara stykkið.
Herferðin virðist hafa
skilað miklum árangri
fyrstu dagana og er
eftirsóknin eftir tösk-
unum gríðarleg. -kp
Herferð á eBay gegn fölsuðum vörum
Sólgleraugnalína
frá Lanvin
Tískufyrirtækið Lanvin hefur skrifað
undir samning við ítalska fyrirtækið
De Rigo Vision SpA um umsjón
með hönnun á sólgleraugnalínu
fyrir fyrirtækið. Starfið verður í
höndum aðalhönnuðar Lanvin,
Alber Elbaz, og afraksturinn mun
líta dagsins ljós í desember í helstu
verslunum De Rigo Vision SpA um
allan heim. Lanvin hefur risið hátt
á síðustu mánuðum í
kjölfar samvinnu við
tískurisann H&M á
síðasta ári, sem lukkaðist sérlega
vel, og hefur nú úr að velja fjölda
tilboða um samstarf. -kp
Nicola
Formic-
hetti er
aðalstílisti
Lady
GaGa.
Alber Elbaz er aðal-
hönnuður Lanvin.
ViVag Sápa
kemur jafnVægi á
SýruStig á kynfæra-
SVæðinu, minnkar
útferð dregur úr lykt
ekki nota
hVað Sem er...
Fæst í apótekum, Fjarðarkaup og Hagkaup