Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 46
G unnar Smári Egilsson hefur verið á fleygiferð síðan hann tók við for-
mennsku SÁÁ fyrir skömmu. Hlutverk
formannsins er ekki síst að safna nýjum
félögum og fé fyrir samtökin. Hann hefur
beðið íslensk ljóðskáld að leggja SÁÁ lið
með því að gefa samtökunum eitt ljóð eða
birtingarrétt á einu ljóði. Hugmyndin er að
safna ljóðunum saman á bók sem nýir félagar
fá að gjöf.
Gunnar Smári segir í erindi sínu til skáld-
anna að honum hafi verið bent á að þegar
verið sé að afla stuðnings sé mikilvægt að
gefa eitthvað á móti. Hann segir skemmtileg-
ast að gefa fólki eitthvað fallegt og upp úr því
sé hugmyndin um ljóðabókina sprottin.
Undirtektirnar hafa verið góðar og nú
þegar hefur fjöldinn allur af skáldum tekið
erindinu vel. Þar á meðal eru Þórarinn
Eldjárn, Sigurður Pálsson, Guðbergur
Bergsson, Elísabet Jökulsdóttir, Kristín
Ómarsdóttir, Hannes Pétursson, Hall-
grímur Helgason, Gyrðir Elíasson, Hrafn-
hildur Hagalín, Linda Vilhjálmsdóttir,
Matthías Johannessen, Njörður P. Njarð-
vík, Ísak Harðarson, Vigdís Grímsdóttir,
Pétur Gunnarsson, Vilborg Dagbjarts-
dóttir, Andri Snær Magnason, Bragi
Ólafsson og Sölvi Björn Sigurðsson.
Gunnar Smári hefur sett sér það mark-
mið að ná saman 63 skáldum og búa til
skáldaþing þannig að fólk geti velt fyrir sér
hvort „þetta mannval standist samanburð við
önnur þing“.
Skáldunum er í sjálfsvald sett hvers konar
ljóð þau gefa en Gunnar Smári hefur hvatt
fólk til að senda sér áður óbirt efni. Það er
þó alls ekki skilyrði og hann kveðst myndu
verða mjög hamingjusamur ef um einn þriðji
hluti ljóðanna yrði áður óbirtur. Hugmyndin
er síðan að raða ljóðunum upp í aldursröð
skáldanna og byrja á því yngsta. Miðað við
þann hóp sem þegar hefur gefið kost á sér
stefnir í safaríka og áhugaverða sýnisbók ís-
lenskra ljóða haustið 2011. toti@frettatiminn.is
Gunnar Smári Smalar Saman á SkáldaþinG
SÁÁ styrkt með ljóðagjöfum
ljóSmyndun ÍSlenSk verk eftirSótt Í evrópu
Flytur í hippaskóg á Spáni
m aría er að undirbúa för til Beneficio í Andalúsíu á Spáni þar sem hún ætlar að dvelja í
nokkrar vikur ásamt tíu ára dóttur sinni.
Beneficio er skóglendi þar sem samfélag
ástar- og friðelskandi hippa hefur haldið
til í áraraðir. Samfélagið ræktar allan
sinn mat sjálft og notar hvorki rafmagn
né klósett.
„Ég er spennt að koma inn í samfé-
lag þar sem fólk trúir enn á náttúruna.
Ég hef áhuga á lífsviðhorfum fólks og
hugsunarhætti, hvernig það lifir og á
hvað það trúir. Og því sem er sameigin-
legt með okkur öllum,“ segir María sem
hyggst vinna að ljósmyndaröð meðan á
dvölinni stendur. Hún hefur áður dvalið
í jaðarsamfélögum með dóttur sína og
unnið ljósmyndaraðir um íbúa á Græn-
landi, sígauna sem búa í hellum í Gra-
nada á Spáni og götubörn í Marokkó.
María hefur sýnt verk sín meðal
annars í Litháen, Stokkhólmi, London
og Kaupmannahöfn. Í haust verður stór
sýning á verkum hennar í Lab World
Gallery í París.
María útskrifaðist úr Listaháskóla Ís-
lands árið 2005, fór síðar í meistaranám í
myndlist í Glasgow og hefur verið búsett
í London undanfarin ár. Óhætt er að
segja að verk hennar séu farin að vekja
athygli víða og hún er með umboðsmenn
og gallerí sem selja og sýna verk hennar
bæði í París og London. María hefur
einnig unnið vídeóverk með manninum
sínum, Bigga Hilmars, sem er tónlistar-
maður. Saman hafa þau rekið útgáfufyr-
irtækið openyoureyesandlisten.com sem
hefur tekið þátt í nokkrum leiksýningum
í London. Ein þeirra, sem nefnist „As
soon as they know me“ verður sett upp í
Norðurpólnum í Reykjavík í 20. ágúst.
María er með mörg járn í eldinum og
eru nokkur verka hennar nú komin í
úrslit í tveimur stórum ljósmyndasam-
keppnum, annars vegar Ideas Tap Pho-
tographic Award, sem Magnum Photos
stendur fyrir, og Signature Art Award.
Hægt er að skoða verk Maríu á heima-
síðu hennar mariakjartans.net.
thora@frettatiminn.is
María Kjartansdóttir hefur vakið athygli víða um Evrópu fyrir ljósmynda-
verk sín um jaðarsamfélög. Til að afla efnis hefur hún meðal annars búið
með sígaunum í hellum í Granada, götubörnum í Marokkó og seinna í
sumar ætlar hún að búa í hippasamfélagi á Spáni.
Ég er spennt
að koma inn
í samfélag
þar sem fólk
trúir enn á
náttúruna.
Fréttakonan glæsilega, María Sigrún Hilmars-
dóttir, giftist Pétri Árna Jónssyni, útgefanda
Viðskiptablaðsins, um síðustu helgi. Nokkrum
vikum fyrir brúðkaupið stóðu vinkonur
Maríu fyrir gæsun hennar sem hófst á því að
fréttastofan sendi hana í viðtal við fulltrúa
ASÍ. Þegar upptaka viðtalsins fór af stað
hóf viðmælandi Maríu að tala eintómt bull.
Spruttu þá vinkonur hennar fram úr felum
og stálu stelpunni með sér í ratleik um
Vesturbæinn, sundferð og fleira áður
en haldið var í slot Hrafns Gunn-
laugssonar kvikmyndagerðarmanns
í Laugarnesi og síðar á Kolabrautina
í Hörpu.
María Sigrún hjá Hrafni Gunnlaugs
Nýja línan
kemur í búðir
eftir áramót
Steinunni
Sigurðardóttur,
yfirfatahönnuði
hjá Cintamani,
gengur ljómandi
vel að hanna nýja
útivistarlínu fyrir
fyrirtækið. Það
er þó töluverð
bið á að varan
líti dagsins ljós
þar sem fötin eru
ekki væntanleg
í búðir fyrr en
snemma á næsta
ári.
Gunnari Smára
Egilssyni gengur
vel að fá íslensk
ljóðskáld til að
styðja við bakið
á SÁÁ með því
að gefa sam-
tökunum ljóð.
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
Sláttutraktorar
Sláttutraktorar með safnkassa
3 stærðir: 12½ ha, 17 hö og 20 hö
Til afgreiðslu strax - Afar hagstætt verð
R e y k j a v í k :
K r ó k h á l s 1 6
Á r m ú l a 1 1
S í m i 5 6 8 - 1 5 0 0
A k u r e y r i :
L ó n s b a k k a
S í m i 5 6 8 - 1 5 5 5
w w w. t h o r. i s
Óperan að landa leigjendum
Leit hefur staðið yfir að leigjendum í húsnæði
Íslensku óperunnar við Ingólfsstræti eftir að
Óperan flutti sig yfir í Hörpu. Samkmulag hefur
náðst við aðila sem hyggjast nota húsið áfram
fyrir samkomustað þar sem boðið verður upp á
leiksýningar og jafnvel einhverja tónleika. Húsið
er friðað þannig að ekki er hægt að gera á því
neinar gagngerar breytingar. Því blasir það við
að ekki er hægt að nota það svo að vel sé nema
í svipuðum tilgangi og hingað til hefur verið
gert. Veitingamennirnir Garðar Kjartansson,
oft kenndur við NASA, og Guðvarður Gísla-
son, Guffi á Gauknum, voru á meðal þeirra sem
föluðust eftir húsnæðinu en fengu ekki.
Myndalistarkonan og ljósmyndarinn María Kjartansdóttir ætlar að dvelja í hippasamfélagi í
Andalúsíu á Spáni þar sem hún hyggst vinna að ljósmyndaröð um mannlífið.
46 dægurmál Helgin 15.-17. júlí 2011