Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 24
Bryggjubúð í Flatey V erslun var opnuð í Flatey á dögunum en það telst fréttnæmt því mörg ár eru síðan síðast var búð í eynni. Þessi hefur hlotið nafnið Bryggjubúðin og er í gamla frystihúsinu í Flatey sem verið er að gera upp í smáum skrefum. Lísa Kristjánsdóttir hannaði búðina og rekur en í henni eru eingöngu seldar vörur sem tengjast eynni. Þar eru til dæmis fáanlegar gamaldags og þjóðlegar svuntur sem saumaðar voru upp úr gömlum gardínum, peysur með flateyskum hempuborða og eftirgerð af gömlum eldhúskjól sem fannst í Svefneyjum. Fjölmargir listamenn hafa sótt til Flateyjar til að vinna að listsköpun sinni og eru nokkrar slíkar afurðir einnig til sölu í búðinni, svo sem bækurnar Flateyjargáta eftir Viktor Örn Ingólfsson og Flateyjarbréf eftir Kristjönu Friðbjörnsdóttur. Þá var kvik- mynd Baltasars Kormáks, Brúðguminn, tekin upp í Flatey og sömuleiðis platan Flatey eftir Lay Low. -þt Þessi kjóll var saumaður eftir sniði á gömlum eldhúskjól sem fannst í Svefneyjum í ein- hverri tiltekt. Vörumerkið er „made in sveitin – Flatey“. Ljósmyndir/Lísa Kristjánsdóttir Ígulker, krossfiskar og uppstoppaðir fuglar eru meðal djásna í búðinni. Skáldskapur, list og handverk er meðal þess sem fæst í nýju Bryggjubúðinni. Verslunin selur eingöngu vörur úr eynni eða sem tengjast henni með einhverjum hætti. 24 eyjalíf Helgin 15.-17. júlí 2011

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.