Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 26
K rabbamein í ristli og enda-þarmi eru meðal algengustu krabbameina hjá vestrænum þjóðum. Á Íslandi greinast nú árlega 130-140 einstaklingar, en um 50 deyja af völdum meinanna. Meðal- aldur við greiningu er 69 ár. Lífshættir hafa áhrif Ristilkrabbamein geta myndast án þess að þekktir áhættuþættir séu til staðar, en þeir eru reykingar, skortur á hreyfingu, offita, neysla á rauðu kjöti, unnum kjötvörum og áfengi. Einnig er vitað að lágt gildi D-vítamíns í blóði tengist auk- inni áhættu. Tilteknar meðfæddar stökkbreytingar auka áhættuna, en arfgengir þættir eru þó ekki taldir orsaka nema um 5% allra ristil- og endaþarmskrabbameina. Landfræðilegur munur Nýgengi ristil- og endaþarms- krabbameina er hátt í Norður- Evrópu, Norður-Ameríku og Ástr- alíu og er að aukast í Japan. Aukin áhætta er hjá Japönum sem hafa flutt til Bandaríkjanna. Þessi land- fræðilegi munur er fyrst og fremst talinn stafa af ólíkum lífsháttum, einkum matarvenjum. Í Noregi hefur nýgengið aukist mjög hratt síðustu þrjá áratugina og hafa nú Norðmenn ásamt Dönum hæsta ný- gengið á Norðurlöndunum. Fylgjast þarf með breytingum Einkenni koma oft ekki fram fyrr en á seinni stigum. Algengt er að vart verði við breytt hægðamynst- ur, t.d. nýtilkomið harðlífi og/eða niðurgang, ásamt blóði í eða utan á hægðum. Kviðverkir, uppþemba, lítil matarlyst, þreyta, slappleiki og þyngdartap geta einnig verið ein- kenni. Rétt er að benda á að þessi einkenni þurfa alls ekki að benda til krabbameins, t.d. er algengt að blóð í hægðum komi til vegna gyll- inæðar. Mikilvægt er þó að leita til læknis til að taka af allan vafa. Blóð- leysi getur einnig verið vísbending um blæðingu frá ristli. Greining Læknisrannsókn vegna einkenna felst í leit að blóði í hægðum, þreif- ingu á kvið og endaþarmi, og ristil- speglun í kjölfarið ef ástæða þykir til, en ristilspeglun er áreiðanleg- asta rannsóknin. Horfur hafa batnað Sé ristil- eða endaþarmskrabbamein uppgötvað snemma er langoftast unnt að lækna sjúklinga með skurð- aðgerð. Þegar sjúkdómurinn hefur náð að dreifa sér til eitla eða fjar- lægra líffæra eru horfurnar verri. Þrátt fyrir hækkandi nýgengi hefur dánartíðni lækkað síðustu áratugi. Því hafa horfur sjúklinga batnað og hlutfallsleg fimm ára lifun sjúklinga er nú 60% fyrir karlmenn og 55% fyr- ir konur. Skipulögð lýðgrunduð skimun bjargar mannslífum Langflest illkynja æxli í ristli og endaþarmi eru talin myndast í æxl- issepum í slímhúð ristils. Sýnt hefur verið fram á að skimun fyrir þess- um krabbameinum með því að leita að blóði í hægðum dragi úr nýgengi sjúkdómsins og lækki dánartíðni. Mælt er með lýðgrundaðri skimun þar sem tilteknir aldurshópar karla og kvenna eru boðaðir í leit með reglulegu millibili. Slík skimun hef- ur þegar verið tekin upp í Finnlandi, Bretlandi, Svíþjóð og fleiri löndum með góðum árangri. Heimasíða Krabbameinsskrár Ís- lands: http://www.krabbameinsskra.is 26 viðhorf Helgin 15.-17. júlí 2011 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Ritstjórnarfulltrúi: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is. Auglýsinga- stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Enn einu sinni hefur slitnað upp úr samn- ingaviðræðum Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands um þá gjaldskrá sem endurgreiðsla á tannlækniskostnaði barna skal miðast við. Að ekki skuli fást botn í þetta langvinna deilumál er skamm- arlegt virðingarleysi fyrir heilsu íslenskra barna og með miklum ólíkindum að þetta skuli látið viðgangast. Það var árið 1999 sem Tannlæknafélag Íslands sagði upp samningi sínum við Tryggingastofnun rík- isins. Enginn samningur hefur sem sagt verið á milli þessara tveggja lykilstofn- ana í tannverndarmálum í tólf ár. Það hefur reynst sjö heilbrigðisráðherrum úr fjórum stjórnmálaflokkum ofviða að höggva á hnútinn með hörmulegum afleiðingum fyrir tann- heilsu ungmenna á Íslandi. Íslendingar voru lengi vel heldur dapurlega tenntir enda nam tannburst- inn hér seint land. „Nútíminn burstar í sér tennurnar í staðinn fyrir að fara með kvöldbæn,“ lét Laxness Jón Prímus segja í Kristnihaldi undir Jökli um þá þrifnaðar- og heilsufarsbyltingu. Eftir áralanga tíð massívra silfurfyll- inga, tanndráttar, rótarfyllinga og gervi- tanna tókst þó að koma tannheilsu ungra Íslendinga af moldarkofastiginu. Upp úr 1990 – eftir þrotlaust starf – voru þeir um það bil að komast á par við jafnaldra sína annars staðar á Norðurlöndum. Þegar leið að síðustu aldamótum ákvað hins vegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að yfirgefa norræna heilbrigðismódelið í tannverndarmálum og hætta að endurgreiða tannlæknakostnað barna að fullu. Uppskeran lét ekki á sér standa. Ís- lenskir krakkar eru nú með um það bil tvisvar sinnum fleiri skemmdar tennur en jafnaldrar þeirra í Svíþjóð. Á sama tíma og allar hinar Norðurlanda- þjóðirnar leggja börnum og unglingum til gjaldfrjálsan tannlæknakostnað, ýmist þar til þau eru sautján eða nítján ára, er hlutdeild hins opinbera á Íslandi innan við fimmtíu prósent. Í fréttum RÚV í gær kom fram að samkvæmt nýlegri könnun UNICEF fóru 42 prósent íslenskra barna undir sautján ára aldri ekki til tannlæknis í fyrra. Þar kom líka fram að umboðs- maður barna hefur skiljanlega áhyggjur af þessari stöðu og gagnrýnir stjórnvöld fyrir að tryggja börnum hér ekki ókeypis tann- læknisþjónustu. Ef einhvers staðar er hægt að réttlæta að ríkið hafi vit fyrir þegnum sínum, er það þegar kemur að grundvallarþáttum í heilsufari barna. Það hlýtur að vera mark- mið heilbrigðisyfirvalda að minnka, eins og mögulegt er, líkurnar á að börn líði fyrir hirðuleysi foreldra sinna. Eftirlit með tannheilsu barna á skólaskyldualdri á að vera jafn sjálfsagt og annað heilsufarseftir- lit. Ingibjörg Pálmadóttir framsóknarkona var heilbrigðisráðherra þegar samningi Tannlæknafélagsins og Tryggingastofnun- ar var slitið árið 1999. Sex ráðherrar hafa komið að málinu eftir að hún kvaddi ráðu- neytið árið 2001. Þeir eru: Jón Kristjáns- son (Framsóknarflokki), 2001 til 2006, Siv Friðleifsdóttir (Framsóknarflokki), 2006 til 2007, Guðlaugur Þór Þórðarson (Sjálf- stæðisflokki), 2007 til 2009, Ögmundur Jónasson (VG), 1. febrúar 2009 til 1. október 2009, Álfheiður Ingadóttir (VG), 1. október 2009 til 2. september 2010, og Guðbjartur Hannesson (Samfylkingu), frá 2. september 2010. Guðbjarts bíður að skrifa nýjan kafla í þessa hörmungarsögu. Enn er ekki útséð um að hann búi yfir meira þreki en þeir sem á undan fóru. Sjö ráðherrar fjögurra flokka ráðþrota í tólf ár Skammarlegt virðingarleysi Jón Kaldal kaldal@frettatiminn.is E Jón Gunnlaugur Jónasson yfirlæknir Krabbameins- skrár Íslands og prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. Laufey Tryggva- dóttir framkvæmda- stjóri Krabba- meinsskrár Ís- lands og klínískur prófessor við læknadeild Há- skóla Íslands. Fært til bókar Getur einhver útskýrt? Í þessu litla timburhúsi í Reykjavík er sannarlega mikið um að vera. Getur ein- hver útskýrt hvernig hægt er að hafa svo marga starfsmenn í svona litlu húsi? Svo var spurt í miðju góðærinu um þá starfsemi sem fram fór á Túngötu 6, sem frægast var fyrir að hýsa höfuðstöðvar stórveldis Baugs Group. Á það heimilis- fang var skráður aragrúi fyrirtækja, flest með erlendum nöfnum sem sum hver hafa líklega komist fyrir í skúffu. Baugur lifði ekki af hrunið fremur en mörg önnur útrásarfyrirtæki en Túngatan var oft í fréttum á meðan það fyrirtæki var og hét; þó frekar sem bakgrunnur, því margsýnd eru myndskeið þar sem Jón Ásgeir Jóhannes- son gengur þar um grundir. Nú er hún Snorrabúð stekkur, eins og þar stendur, og Túngatan auglýst til leigu með tengibyggingu. Í auglýsingu fast- eignafélagsins Reita í Viðskiptablaðinu segir m.a.: „Til leigu afar glæsilegt skrif- stofuhúsnæði í virðulegu húsi í miðbæ Reykjavíkur. Nánari lýsing: Túngata 6 er tvær byggingar sem eru tengdar saman með 41,2 fm móttöku og kaffiaðstöðu. Byggingin sem er til leigu liggur við Grjótagötu og er um 269 fm. Húsnæðið er allt hið vandaðasta og skiptist í opin vinnurými og stórt fundarherbergi.“ Með auglýsingunni eru birtar myndir innan úr hinu þekkta húsi og tengibyggingunni. Þar geta þeir sem vilja séð hvernig um- hverfið var þar sem „stóru strákarnir“ hittust á meðan allt var í blóma og tóku ákvarðanir sínar. Tvennt í bíl en hvorugt keyrði Það er margt skrýtið í kýrhausnum. Frá því var greint fyrr í vikunni að tvennt hefði verið á ferð í bifreið en líklega hefði hvorugt keyrt, eða þannig má að minnsta kosti túlka dóm Héraðsdóms Austurlands. Ríkisútvarpið sagði frá því að dómurinn hefði sýknað konu sem var ákærð fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis. Þar segir síðan: „Ekki tókst að sanna að fullu að hún hefði verið ökumaður bifreiðarinnar, en annar maður var með henni í bílnum. Lögreglan á Höfn í Hornafirði veitti bifreiðinni athygli snemma morguns í desember síðastliðnum þar sem henni var lagt í stæði við götu bæjarins. Bifreiðin var með dökkum fram- rúðum og sökum myrkurs og endurkasts ljóss gat lögreglan ekki séð hver sat í ökumannssæt- inu. Bifreiðinni var þá ekið greitt af staðnum og veitti lögreglan henni eftirför, en bifreiðin fannst mann- laus í innkeyrslu við hús í bænum stuttu seinna. Ákærða fannst ásamt vini sínum nærri staðnum og hreyfði þó nokkrum mótbárum við handtökuna. Lögreglan taldi víst að konan hefði ekið bifreiðinni þar sem ökumannssætið var stillt það framarlega að ómögulegt hefði verið fyr- ir manninn að aka bifreiðinni í þeirri stell- ingu. Í dómnum kemur fram að maðurinn hafi prófað sætið á lögreglustöðinni en stúlkan var ekki beðin um að gera það. Bæði maðurinn og konan viðurkenndu að hafa verið í bílnum en sögum þeirra ber ekki saman um hvort þeirra hafi ekið bifreiðinni og var konan því sýknuð.“ Ein- hver hefði getað látið sér detta í hug að dæma bæði fyrir aksturinn, fyrst hvorugt viðurkenndi að hafa setið undir stýri og bifreiðin var sannanlega á ferð – en það má kannski ekki. Heilsa og forvarnir Ristilkrabbamein er eitt algengasta krabbameinið

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.