Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 33
MatartíMinn Ferðahandbók Fyrir Munn og Maga
Heimsins bes tu matarmarkaðir
2
3
4
5
6
8
9
10
19
11 20
18
13
141516 17
22
31
29
23
24 25
27
28
32
41
33
34
42
43
44
45
18Marché International de Rungis í úthverfi Parísar
www.rungisinternational.com
Heildsala. Arftaki Les Halles-mark-
aðarins (þar sem nú er neðanjarðar-
Kringla). Hugsanlegur birgir frekar en
fyrirmynd.
19Les Halles í Avignon í Suður-Frakklandiwww.avignon-leshalles.
com
Innandyra markaður með allt það
besta frá Provence.
20Naschmarkt í Vínwww.wienernaschmarkt.eu
Einn og hálfur kílómetri af hráefni í
þýska eldhúsið, veitingahús og búðir.
21La Vucciria í PalermoHeilt hverfi af mat.
22Mercato Centrale í FlorenceGott og gaman – ef maður
kemst að fyrir túristunum.
23St. Lawrence Market í Torontowww.stlawrencemarket.
com
Fjölmargir sölubásar eða -búðir, fleiri
en tíu í ostum og kjöti o.s.frv. Fata-
og second hand-markaður einnig.
24Granville Island í Vancouverwww.granvilleisland.com
Matar- og bændamarkaður sem hluti
af markaðs- og skemmtisvæði við
sjóinn. Veitingahús, skemmtigarður,
tónlist og opin handverksstæði.
25KaDeWe í Berlínwww.kadewe.deEfsta hæðin í þessu
Harrods Berlínar (sem er KaDeWe
Lundúna) er draumur sælkera með
þykk veski. Allt í veröldinni sem talið
er best og dýrast.
26Harrods í Londonwww.harrods.comÞað er óþarfi að kynna
þetta fyrirbrigði.
27Peck í Mílanówww.peck.it125 ára matarmusteri í
peningalega auðugustu borg matar-
hefðar-auðugasta lands Evrópu. Búð
og veitingar, fáránlegur vínkjallari.
28Yeliseyevsky Gastro-nom í Pétursborg
Gourmet-búð í lítilli höll með kristals-
ljósakrónur hangandi yfir kavíar-
hraukum. Geðveikar leifar keisara-
tímans.
29Boulang-Épicie (BE) í París
www.boulangepicie.com
Hugarfóstur Alains
Ducasse. Lítil gourmet-
búð og bakarí.
30Selfridges Food Hall í UK
www.selfridges.com/en/
food-Wine
Gourmet-búð, veitinga-
staðir. Dálítið poss og trendí.
31Khan El-Khalili í KaíróHeilt hverfi af verslunum og kaffihúsum sem hafa
verið í blómlegri starfsemi síðan á
14. öld.
32Grand Bazaar í MiklagarðiFjögur þúsund búðir sem
raða sér við næstum sextíu yfir-
byggðar götur. Móðir allra markaða.
Bestu sölumenn í heimi; geta lært
íslensku á meðan þeir selja þér teppi.
33Djemaa el-Fna í MarrakechMarkaðstorg í gamla
bænum sem hóf starfsemi á ritunar-
tíma Njálu. Sambland af venjulegum
matar- og nauðsynjamarkaði fyrir
íbúana og skemmti- og túristamarkaði
fyrir hina.
34Chandni Chowk í Gömlu-DelíMarkaður frá miðri sautj-
ándu öld. Lengst af virtasti markaður
Indlands; margflókinn klasi af húsum
og svæðum sem hvert leggur áherslu
á tilteknar vörur.
35Tsukiji fiskmarkaðurinn í Tókýó.Moby Dick allra fisk-
markaða. Sá næsti er eins og síld í
samanburði. Minnstur hlutinn við
hæfi almennings. Þetta er þar sem
þeir stóru kaupa stórt.
36Chatuchak-markaður-inn í BangkokHelgarmarkaður; flestir
básarnir aðeins opnir á laugar- og
sunnudögum. Flóamarkaður en samt
mikið af mat. Breiðir sig yfir á annan
ferkílómetra.
37Kreta Ayer Wet og Tiong Bahru í SingaporeAnnar er hefðbundinn,
í hjarta Kínahverfisins, en hinn er
innandyra sælkeramarkaður í ný-
legum byggingum þar sem fólk getur
lesið sögu Singapore með bragðlauk-
unum.
38Panang í MalasíuKallast Blauti Panang að malasískum sið en nafni
er dregið af vatninu og bráðna ísnum
sem notaður er til að halda matnum
köldum og ferskum í kæfandi hit-
anum.
39Sunnudagsmarkaður-inn í Kashgar í Kína
Stór markaður í vesturhluta Kína þar
sem bændur af stóru svæði flykkjast
til þessarar borgar (íbúafjöldi rétt
rúmlega Íslendingar) með vörur
sínar.
40Qingping í Guangzhou í KínaTvö þúsund básar í
splunkunýjum markaði (varð til eftir
dauða Maós). Matur en líka antík og
annað dót.
41Mercado de la Merced í MexíkóStærsti matarmarkaður
Mið-Ameríku; eins gamall og landnám
Spánverja. Að mestu yfirbyggður í
jaðri gamla bæjarins.
42Mercado Municipal í Manaus í BrasilíuVeitingamenn eiga
þennan markað á kvöldin og fram á
nótt en hann er opinn almenningi á
daginn. Kjöt, fiskur, ólívur, olíur og
aðrar afurðir úr nærsveitum.
43Mercado Municipal Paulistano í São Paulo í Brasilíu
Sælkeramarkaður í glæsihýsi frá
millistríðsárunum. Markaður og
matstaðir sem bjóða upp á allt sem
heimsálfan gerir best.
44Mercado Central í Santiago í ChileStór heildsölumarkaður
sem sinnir búðum og veitingastöðum
en einnig almenningi.
45Pisac-markaðurinn í Cusco í PerúSveitamarkaður á
sunnudögum, þriðjudögum og
fimmtudögum. Eins og leifar af veldi
Inkanna.
Þórir Bergsson og Gunnar Smári Egilsson
matur@frettatiminn.is
Matur
Helgin 15.-17. júlí 2011 matur 33
Nú situr Heinz
Á TOPPNUM
7 3026
21