Fréttatíminn


Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 43

Fréttatíminn - 15.07.2011, Blaðsíða 43
Norpandi við nætur- klúbb á nælonskyrtu  tónlist reykholtshátíðin Einvalalið norrænna músíkanta dægurmál 43 Helgin 15.-17. júlí 2011 É g hef spilað á hverri einustu hátíð frá upphafi þannig að ég þekki hátíðina út og inn,“ segir Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, listrænn stjór- nandi Reykholtshátíðarinnar, en hún tók nýverið við starfinu af Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara. „Steinunn bað mig að taka við fyrir ári og ég þurfti ekkert að hugsa mig um tvisvar. Mér þykir vænt um hátíðina og þekki hana vel. Það er frábært að spila í Reykholtskirkju og þarna myndast alltaf skemmtileg stemning þegar allir koma á staðinn til að búa saman og vinna vel á stutt- um tíma.“ Tónlistarmenn hátíðarinnar koma víða að í ár. „Í tilefni af því að í ár er 15 ára vígsluafmæli Reykholtskirkju, fluttum við til landsins nokkra af fremstu listamönnum Noregs, Litháens og Sví- þjóðar til að koma fram ásamt einvala liði íslenskra listamanna.“ Af íslensku tónlistarmönnunum má nefna, auk Auðar, Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðlu- leikari og Ásdísi Valdimarsdóttur víóluleikara. „Bjarni Þór Kristinsson bassasöngvari flytur einnig dagskrána „Læknirinn og ljósmyndarinn“ með Ástríði Öldu Sigurðardóttur píanóleikara. Þá syngur hann lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Árna Thorsteinsson sem voru læknir og ljós- myndari að aðalstarfi,“ segir Auður sem er stolt af fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar í ár. Reykholtshá- tíðin verður haldin helgina 22.-24. júlí. Miðaverð er krónur 2.500 fyrir hverja tónleika en miða er hægt að nálgast á www.midi.is og dagskrána er að finna á www.reykholtshatid.is Auður Haf- steinsdóttir fiðluleikari er listrænn stjórnandi Reyk- holtshá- tíðarinnar. Cut copy á Nasa Ástralska hljómsveitin Cut Copy heldur tónleika á Nasa við Austur- völl miðvikudags- kvöldið 20. júlí. Tónleikarnir eru hluti af tón- leikaferð í tilefni af útgáfu nýrrar breiðskífu, Zonos- cope, en tónlistinni mætti lýsa sem dans- skotinni popptónlist. Franz Ferdinand er góðvinur sveitarinnar og hefur ósjaldan fengið Cut Copy til liðs við sig á tónleikaferðum sínum. Miðasala hefst í dag og fer fram á Midi.is og í verslunum Brims á Laugavegi og í Kringl- unni. Syngur við Mývatn „Á dagskránni eru falleg íslensk sönglög, söngflokkur eftir Grieg og sönglög eftir Sibelius og Carl Sjöberg,“ segir mezzosópran- söng- konan Sigríður Ósk Kristjánsdótt- ir en hún flytur dagskrána Norræna tóna Tan ta ra rei! í Reykjahlíðar- kirkju laugardaginn 16. júlí ásamt píanóleikaranum Hrönn Þráins- dóttur. Tónleikarnir eru hluti af röðinni Sumartónleikar við Mývatn. „Mývatn er svo falleg sveit og alltaf gaman að koma þangað og kósí að skella sér í jarðböðin," segir Sigríður sem útskrifaðist úr Royal College of Music í London árið 2009 og söng nýverið í Cadogan Hall með Dame Emma Kirkby. Sigríður verður einnig þriðja daman í Töfraflautunni sem sýnd verður í Hörpu í október en dagskráin á Norrænum tónum Tan ta ra rei! verður einnig flutt í Selinu á Stokkalæk og í Sigurjónssafni í byrjun ágúst.

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.