Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Síða 4

Fréttatíminn - 18.02.2011, Síða 4
ostur Ríkur af mysupróteinum 9% aðeins Prófaðu bragðgóða Fjörostinn, fituminnsta kostinn í ostaúrvali dagsins. Allar kröfur að einni milljón króna greiðast samkvæmt nauðasamningum vegna Avant hf. en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest samninginn. Með þeim hætti næst til yfir 90% viðskiptavina félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Í nauðasamningnum felst í fyrsta lagi að Landsbankinn, stærsti kröfu- og veðréttarhafi í Avant, taki yfir félagið og eigi 99% hlut í því og í öðru lagi að helstu lánardrottnar fá greidd Avant greiðir allar kröfur að einni milljón 5,6% upp í kröfur sínar. Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, segir að greiðslan snúi bæði að þeim sem skulduðu og þeim voru búnir að gera upp við félagið en eiga inneign í framhaldi af dómsúrskurði Hæstaréttar frá því í sumar. Magnús segir að fjöldi þeirra sem þurfi að afskrifa mikið sé ekki ýkja mikill en viðskipta- vinirnir voru um tíu þúsund, þ.e. einstaklingar og fyrirtæki með bílasamninga. Eignasafn Avant hf. féll um 10-11 milljarða við hæstaréttardóm- inn, að sögn Magnúsar. Greitt verður fyrir 15. mars. -jh AðGerðAlítið veður oG víðA sól- bjArt, þó él AustAnlAnds. GolA Af Austri oG hitinn dAnsAr í krinGuM frostMArkið. höfuðborGArsvæðið: LéttskýjAð oG Hiti 2 tiL 3 stiG Að dEGinuM, En fRystiR AftuR uM kvöLdið. hlánAr uM lAnd Allt. hvAssviðri suðvestAnlAnds oG riGninG, einkuM fyrrAhlutA dAGsins. höfuðborGArsvæðið: Hvöss sA- átt oG RiGninG uM MoRGuninn, En sÍðAR Að MEstu úRkoMuLAust. suðAustAnátt, ekki svo hvöss, oG leysinG uM Allt lAnd á láGlendi. riGninG sunnAnlAnds, en AnnArs Að Mestu þurrt. höfuðborGArsvæðið: MiLt Í vEðRi, dá- LÍtiLL bLástuR, skýjAð En úRkoMuLÍtið. hlýnar á ný Mestur vindurinn er úr veðrinu í bili, enda góan að hefjast með sínum konudegi. Maður finnur vel að sólin er farin að ylja um miðjan daginn og nær að bræða hálkuna á götunum. snemma á laugardag er spáð hita- skilum úr suðri með rigningu þann dag og hlýnandi veðri. Það kemur til með að hlána um land allt á láglendi, en á sunnudag er ekki útlit fyrir úrkomu að ráði annars staðar en á suður- og suðausturlandi, en hitinn verður þá 5 til 6°C, en frost ekki fyrr en uppi í um 800-900 metra hæð. 3 2 4 0 4 5 4 6 4 5 5 4 6 5 7 einar sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is veður Föstudagur laugardagur sunnudagur veðurvaktin ehf. Ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars sveinbjörnssonar veðurfræðings. veður- vaktin býður upp á veður- þjónustu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og opinbera aðila í ráðgjöf og úrvinnslu á flestu því sem viðkemur veðri og veðurfari. Veðurvaktin ehf. Eikarási 8, 210 Garðabæ Sími: 857 1799 www.vedurvaktin.is Ó lafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekur í dag, föstudag, á móti um 40 þúsund áskorunum samtakanna Samstaða þjóðar gegn Icesave þess efnis að hann vísi Icesave-lögunum, sem Alþingi samþykkti á miðvikudaginn, í dóm þjóðarinnar með synjun undirskrift- ar. Alþingi samþykkti samninginn með 44 atkvæðum gegn 16 en þrír þingmenn sátu hjá. Forsetinn hefur lýst því yfir að hinn ný- samþykkti samningur sé mun betri en sá sem hann vísaði í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra og þjóðin hafnaði. Andstaða á Alþingi var mun meiri gegn samningnum sem forsetinn vísaði í þjóðaratkvæða- greiðslu í fyrra en þeim sem samþykktur var í fyrradag. Alls voru 30 þingmenn andvígir þeim samningi. Ólafur Ragnar vísaði til þess, við ákvörðun sína í fyrra, að honum hefðu borist áskoranir frá fjórðungi kosninga- bærra manna um að vísa málinu í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Þá hefur forsetinn sagt að það sé Alþingis að sannfæra almenning um að ekki megi vera gjá milli þings og þjóðar. Í nýlegri könnun MMR vildu rúm- lega 62% þeirra sem afstöðu tóku vísa nýja samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í viðtali við BBC í fyrra, eftir að for- setinn sendi Icesave-samninginn í þjóðar- atkvæðagreiðslu, sagði hann að Ísland myndi standa við skuldbindingar sínar. „Það eina sem ég hef gert er að gefa þjóðinni tækifæri til að hafa lokaorðið í þjóðaratkvæðagreiðslu, sem er í samræmi við grundvallaratriði lýðræðisins.“ Þegar fréttamaður BBC sagði að afleiðingar ákvörðunar forsetans hefðu verið að sum alþjóðleg fyrirtæki hefðu lækkað lánshæf- ismat Íslands í ruslflokk og stöðvað lán frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum, auk annars, sagði Ólafur hann fullyrða of mikið og að breyting á lánshæfismati hefði enga raun- verulega þýðingu. Þegar BBC spurði Ólaf Ragnar hvort Hollendingar og Bretar fengju peningana sína aftur sagði forsetinn það skýrt að Ís- lendingar stæðu við skuldbindingar sínar. „Allir stjórnmálaflokkar eru þeirrar skoð- unar að við eigum að standa við skuld- bindingar okkar,“ sagði hann. Gagnrýni kom fram á áreiðanleika und- irskriftasöfnunarinnar sem forsetinn fær í dag. Á vef Samstöðu þjóðar gegn Icesave segir að undirskriftirnar verði sannreynd- ar af hlutlausum aðila áður en þær verða afhentar forsetanum. Fyrirtækið Credit- info samkeyrir nöfnin á listanum við þjóð- skrá. Haft var eftir talsmanni Creditinfo í gær að um samkeyrslu væri að ræða en ekki áreiðanleikakönnun. jónas haraldsson jonas@frettatiminn.is  icesave 44 þingmenn samþykktu Sextán þingmenn greiddu atkvæði gegn Icesave-samningnum nú, en þrjátíu samn- ingnum sem forsetinn sendi í þjóðaratkvæði. Ákvörðunar Ólafs Ragnars beðið Forseti Íslands tekur í dag á móti um 40 þúsund áskorunum um að synja Icesave-lögunum staðfest- ingar. Hann sagði í fyrra, eftir að hafa vísað Icesave-samningnum þá í þjóðaratkvæði, að Ísland myndi standa við skuldbindingar gagnvart Bretum og Hollendingum. bjarni benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, í ræðustóli þegar atkvæðagreiðsla fór fram um icesave-samninginn. niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar: 44 samþykktu, 16 voru á móti. L jó sm yn di r/ H ar i Langisjór og hluti Eldgjár friðlýst Umhverfisráðuneytið og sveitarstjórn skaftárhrepps hafa náð samkomulagi um stækkun vatnajökulsþjóðgarðs innan lögsögu sveitarfélagsins. samkvæmt samkomulaginu mun verða unnið að friðlýsingu á Langasjó og hluta Eldgjár og nágrennis eins og lagt er til í náttúruverndaráætlun 2009-2013. Innan þessa svæðis eru náttúruminjar sem taldar eru hafa mikið gildi á heims- vísu, auk hins háa útivistar-, fræðslu- og vísindagildis svæðisins. svandís svavars- dóttir umhverfisráðherra segir, í tilkynningu umhverfisráðu- neytisins, að samkomulagið sé tímamótaáfangi í náttúruvernd hér á landi. -jh Ákærur í skotárásarmáli fjórir karlmenn, sem hafa verið ákærðir fyrir að hafa skotið á íbúðarhúsnæði við ásgarð í Reykjavík á aðfangadag, neita allir sök, að því er vísir greinir frá. ákæran gegn þeim var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurði Héraðsdóms um að tveir þeirra sættu áframhaldandi gæsluvarð- haldi til 15. mars. Í ákærunni eru tveir mannanna sakaðir um að hafa skotið einu skoti hvor á útidyrahurðina, einn þeirra fylgdist með mannaferðum í nágrenninu á meðan skotunum var hleypt af og varaði hina mennina við því að lögregla væri á leið á vettvang þegar hann sá til hennar. Ákærðu flúðu eftir að þeir urðu lögreglu varir. -jh 20 mánaða fangelsi fyrir hnífstungu Hæstiréttur hefur dæmt 21 árs karlmann í 20 mánaða fangelsi fyrir að stinga annan mann í kviðinn með hnífi. Þá var hann dæmdur til að greiða manninum sem hann stakk 462 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar, að því er mbl.is greinir frá. Maðurinn stakk starfsmann veitinga- hússins sjallans á Akureyri með veiðihnífi í kviðinn í október 2009. Maðurinn var einnig dæmdur fyrir fleiri brot. Hann hefur áður hlotið dóma fyrir þjófnað, vopnalaga- brot og fíkniefnabrot.- jh 4 fréttir Helgin 18.-20. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.