Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 14
N ý viðhorfskönnun Íslandsstofu, unnin í janúar 2011, sýnir að almennt er fólk í Bretlandi, Þýska-landi og Danmörku jákvætt í garð Íslands. Bretar eru þó neikvæðari en hinar þjóðirnar en Danir jákvæðastir. Spurningarn- ar sneru að því hvað væri það fyrsta sem fólki dytti í hug varðandi Ísland, heildarviðhorf til landsins, gæði íslenskra vara og þjónustu og hvort fólk þekkti almennt vörur og þjónustu frá Íslandi. Til samanburðar styðst Íslands- stofa við sams konar könnun frá árinu 2009. Náttúra Íslands er enn í efsta sæti í hugum fólks og Eyjafjallajökull er mjög áberandi, bæði á jákvæðan og neikvæðan hátt. Hag- kerfið, bankar og fjármálakreppa eru einnig nokkuð ofarlega á baugi, þó ekki eins og árið 2009 en enn talsvert áberandi í Bretlandi. Í Danmörku hefur þessi þáttur dregist saman úr 44,5% í 5,9%. Þótt Danir séu jákvæðastir þessara þriggja þjóða gagnvart Íslandi hefur þeim fækkað úr 29% sem eru mjög jákvæðir í 15,4% frá 2009 til 2011 sem er marktækur munur á viðhorfi. Viðhorfskönnunin sýnir einnig ákveðið áhuga- eða þekkingarleysi á Íslandi og má þar nefna að 60% Breta eru hlutlausir í viðhorfi sínu til Íslands. Þegar spurt er um áhuga gagnvart íslensk- um vörum, þjónustu eða vörumerkjum eru Danir og Þjóðverjar jákvæðari. Þekkingar- leysi er þó áberandi því yfir 60% í öllum lönd- unum eru hvorki jákvæð né neikvæð. Þó er athyglisvert að áhugi Þjóðverja á íslenskum vörum og þjónustu hefur aukist úr 20% í 30% milli kannananna 2009 og 2011. Ísland verður í brennidepli bókamessunnar í Frankfurt á árinu sem gæti enn aukið þennan áhuga. Þeir sem þekkingu hafa á vöru og þjónustu frá Ís- landi nefna t.d. banka, ullarföt, Eve Online, fisk, fiskafurðir, Sigur Rós, Björk og fleira. Ekki bara náttúran Inga Hlín Pálsdóttir, nýr forstöðumaður markaðssóknar hjá Íslandsstofu, leiðir í senn kynningu á Íslandi og íslenskum vörum á vegum stofunnar í því skyni að fá hingað fleiri ferðamenn og aukin viðskipti. Fylgt er nýrri hugmyndafræði, þ.e. að Ísland heilli útlendinga ekki aðeins með náttúrufegurð heldur sé íslensk vara og þjónusta hvati ferða hingað til lands, t.d. menning, hönnun og margs konar varningur. Atvinnugreinarnar hjálpi hver annarri til að skapa áhuga. „Við erum að tengja saman vöru og þjón- ustu,“ segir Inga Hlín sem jafnframt er verk- efnisstjóri Inspired by Iceland (IBI), mark- aðsátaksins sem sett var á laggirnar í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli í fyrra. Átakinu var meðal annars ætlað að bjarga gjaldeyris- tekjum en í apríl í fyrra stefndi í 20% fækkun ferðamanna. Hefði það orðið raunin hefði þjóðarbúið tapað um 33 milljörðum í gjald- eyri. Þegar upp var staðið fjölgaði erlendum ferðamönnum hins vegar um 0,2% í fyrra miðað við árið á undan sem var metár. Ætla má að átakið sé enn að skila árangri því að í nýliðnum janúar komu hingað til lands 18,5% fleiri ferðamenn en í sama mánuði í fyrra. Markaðsstarf undir einn hatt „Með Íslandsstofu er allt markaðsstarf erlendis komið undir einn hatt,“ segir Inga Hlín. „Mitt svið er nokkur nýjung þar sem sem ég er bæði að vinna við markaðssetn- ingu, þ.e. kynningu á Íslandi sem áfangastað ferðamanna, og líka öllu því sem íslenskt er, t.d. hönnun, vöru og þjónustu. Sviðið styrkir líka ímynd og orðspor Íslands, m.a. með al- mennri kynningu og tengingu við fleiri þætti. Við skoðum hugmyndafræði IBI, hvernig unnið var með það verkefni, þ.e. það sem kall- að er „Public-Private“ þar sem unnið er með stjórnvöldum. Íslandsstofa er samstarfsvett- vangur stjórnvalda og atvinnulífsins. Vinnan tengist betur saman og kostnaður dreifist til helminga milli stjórnvalda og íslenskra fyrir- tækja. Þannig náum við fram samlegð í þeim skilboðum sem við sendum áfram út í heim. Við erum að reyna að skapa okkur sameigin- lega ásýnd,“ segir hún. Inga Hlín hefur sérhæft sig í þeirri hug- myndafræði sem Íslandsstofa byggir á, þ.e. markaðssetningu og kynningu sem kölluð hefur verið „Invest, Trade og Tourism“. Hún segir að þessi leið hafi áður að nokkru verið farin hér, líkt og í öðrum löndum, en sé nú tekin skrefinu lengra þar sem allt sé undir einum hatti. Í senn er þetta sókn eftir ferða- mönnum utan háannar og t.d. þeim sem sækjast eftir menningarviðburðum eða ís- lenskri hönnun, fólki sem fari í dýrar ferðir og njóti þeirra en kaupi um leið íslenska hönnunarvöru, útvistargalla, skartgripi eða hvað annað. „Þetta snýst um að skapa ákveðna upplifun af Íslandi, hvaða tilfinningu fólk fær fyrir landinu,“ segir hún. New York Times vekur athygli á Hönnunarmars „Það er mismunandi,“ segir Inga Hlín, „hvað fólki finnst um verkefnið „Inspired by Ice- land“. Sumir segja að við höfum aðeins beint þessu að unga fólkinu en aðrir að við séum loksins að fá beinar bókanir frá fólki, ekki bara í gegnum ferðaskrifstofurnar. Ég er með viðhorfsrannsókn sem gerð var í byrjun og lok sumarsins í fyrra og sýnir aukinn áhuga á Íslandi. Vinnufundir hafa verið með ferðaþjónustuaðilum sem eru inni á síðunni og þeir merkja greinilegan mun á beinum bókunum hjá sér. Það er spennandi að tengja t.d. meira við tónlist og hönnun og við erum að gera meira af því í framhaldi af IBI, t.d. að fara inn í Hönnunarmars.“ Hönnunarmið- stöð Íslands stendur fyrir Hönnunarmars í þriðja skiptið dagana 24.-27. mars næstkom- andi. Verkefninu er ætlað að vekja athygli á íslenskri hönnun meðal almennings, ráða- manna, fyrirtækja, fjölmiðla og erlendis. „Hönnunarmars var meðal annars nefndur sem áhugaverður viðburður þegar New York Times valdi Ísland í fjórða sæti yfir áhuga- verðustu staðina 2011. Vestfirðir voru síðan valdir meðal tíu efstu af Lonely Planet fyrir áhugaverða staði árið 2011. Við verðum að nýta þann meðbyr. Ferðir hingað eru því tengdar við meira en bara náttúruna. Þetta snýst um að lengja tímann og um leið ímynd og orðspor Íslands. Við megum ekki festa okkur í því að hugsa bara um Ísland sem áfangastað heldur að fólk fái tilfinningu fyrir landinu og vilji kaupa íslenska vöru og þjónustu, t.d. að íslenskir hönnuðir séu eftir- sóknarverðir. Þegar önnur lönd hafa verið að samræma kynningu og markaðssetningu í útlöndum lögðu Danir t.d. áherslu á „Creative Nation“ og bjuggu til verkefni og studdu við verk- efni sem þeir töldu að gætu skapað þeim þá ímynd. Við eigum þetta flotta slagorð „Inspired by Iceland“ og það virkar. Það er mikil fjárfesting, einar 700 milljónir króna, og mikill áhugi í atvinnulífinu að nýta þá gátt. IBS er miklu meira en bara myndbandið sem gert var. Hingað hefur t.d. verið boðið um 400 erlendum blaðamönnum og við höfum unnið með nær 400 bloggurum á samfélagsmiðlun- um Facebook og Twitter. Jákvætt viðhorf til Íslands í umræðunni á vefnum hefur aukist um 89%. Farið var til sjö borga og auglýst í stærstu fjölmiðlum og markaðssóknin hefur líka verið á netinu.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Ísland býður ekki aðeins náttúru- töfra heldur líka vöru og þjónustu Dæmi um svör: Náttúra: Heitar laugar, fjöll, Geysir, falleg náttúra. Eldfjall: Aska, öskuský. Hagkerfi: Bankakreppa, dýrt, gjaldþrota. Landafræði: Reykjavík, Keflavík, eyja, einangruð. Menning: Björk, víkingar, Airwaves. Náttúra Eldfjall Hagkerfi Landafræði Menning Persónuleg upplifun Ekkert Þegar þú hugsar um Ísland – hvað kemur upp í hugann?  Danmörk  Bretland  Þýskaland 47,0% 44,9% 51,5% 36,9% 23,7% 20,6% 5,9% 23,0% 6,7% 4,0% 9,1% 1,9% 3,8% 3,9% 1,3% 1,7% 1,3% 3,8% 0,7% 1,4% 7,1%Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður markaðssóknar Íslandsstofu. Samhliða kynningu á nátt- úru Íslands er unnið að kynningu á vöru og þjónustu. Ljósmynd/Hari Bankahrunið virðist enn vera í huga Breta þótt þeir, Danir og Þjóðverjar séu almennt jákvæðir í garð Íslands. Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, leiðir í senn kynningu á Íslandi og íslenskum vörum ytra. Ísland heillar útlendinga ekki aðeins með nátt- úrufegurð heldur er íslensk vara og þjónusta hvati ferða hingað. 14 fréttaskýring Helgin 18.-20. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.