Fréttatíminn - 18.02.2011, Side 16
K
vikmyndin Svarti
svanurinn hefur hlotið
einróma lof gagnrýnenda
og er tilnefnd til fimm
Óskarsverðlauna, sem
verða veitt 27. þessa mánaðar. Þó fær
myndin ekki eintómt lof áhorfenda
því margir segja hana óraunverulega;
svona harður geti ballettheimurinn
ekki verið. En fyrst heyrum við af lífi
Nönnu sem ballettdansara og kynnum
hennar af einum frægasta dansara
veraldar, Mikhail Barysnikov.
„Ég fæddist á Grettisgötu 37, heima
hjá ömmu, og fékk nafnið Aðalheiður
Nanna Ólafsdóttir.
Heima og í ballettinum var ég kölluð
Nanna en Aðalheiður í skólanum.
Ég ólst upp hjá ömmu, fátækri
ekkju sem missti manninn sinn á
kreppuárunum frá sjö börnum. Þau
höfðu verið vel efnum búin, hann var
skósmíðameistari og athafnamaður
í Vestmannaeyjum, en kreppan hafði
þessi áhrif. Mamma og systkin hennar
lærðu fljótt að vinna fyrir sér, báru út
blöð og unnu alla þá vinnu sem bauðst.
Amma Guðrún var stofninn í lífi okkar
allra og til hennar sótti ég kraft og
öryggi. Mamma, Ester Benediktsdótt-
ir, fór snemma að vinna og draumar
um langskólanám urðu að engu. En
mamma lagði metnað sinn í að koma
sínum börnum til náms.“
Boðið að fara til Rússlands
í ballettnám
Þegar Nanna var níu ára sá mamma
hennar að ekki dugði að hún hefði ekk-
ert að gera eftir að skóla og heima-
námi lauk og ákvað að senda hana í
ballett.
„Föðursystir mín fór með mig í
Þjóðleikhúsið þar sem Daninn Erik
Bidsted sá um ballettkennslu. Ég fór
strax í lítinn danshóp sem tók þátt í
sýningum, barnaleikritunum, óper-
ettum og óperum. Þetta varð strax
mitt líf og minn heimur. Ég þekkti
hvern krók og kima í Þjóðleikhúsinu
sem var eins og mitt annað heimili.
Þegar ég var fimmtán ára kom Kiev-
ballettinn í heimsókn. Þar voru á ferð
glæsilegir dansarar og mikil upp-
lifun og innblástur fyrir okkur að sjá
þá dansa. Stjórnandi ballettflokksins
var tengdasonur Krútsjoffs og valda-
mikill maður. Hann kenndi okkur
og lagði til að þrír nemendur færu til
náms til Leningrad við Vaganovu-
skólann og hingað kæmu rússneskir
kennarar. Mér stóð til boða að fara til
Rússlands, þá nemandi í Menntaskól-
anum í Reykjavík. Þá þegar vissi ég að
bellettinn var það sem ég hafði mestan
áhuga á. Svo leið og beið og ekkert
heyrðist af þessu boði. Ég ákvað því að
fara til náms við Royal Ballet School
í London ásamt Hlíf Svavarsdóttur,
vinkonu minni. Ég vann fyrir náminu
í heilt ár, bæði við sýningar í Þjóðleik-
húsinu og í Búnaðarbankanum, og var
þar að auki svo heppin að vinna fjöru-
tíu þúsund krónur í happdrætti SÍBS.
Það var engum erfiðleikum bundið
fyrir okkur, 16 og 17 ára stúlkurnar,
að fara til Bretlands í nám. Ballettinn
var mitt öryggi, það var sá heimur sem
ég þekkti. Þar talaði ég sama tungu-
mál og allir hinir nemendurnir. Þetta
var stórkostlegur tími. Ég sá Rudolf
Nureyev dansa þegar hann var í blóma
lífsins og á hátindi frægðar sinnar, sem
og Margot Fonteyn, og það var þvílík
gerjun í ballettheiminum. Við nem-
endurnir í Royal Ballet School fengum
að sjá ballettsýningar í Covent Garden
og sáum þá þessa frábæru dansara.“
Með Barysnikov á heimavist
Ári síðar kom formlegt boð frá Rúss-
landi um að Nönnu Ólafsdóttur væri
boðið að hefja nám við Vaganova-
akademíuna sem Kirov-leikhúsið
(Mariinski-leikhúsið) grundvallar sína
danshefð á.
„Þetta var svo mikið ævintýri allt
saman!“ segir hún og geislar við að
rifja þetta upp. „Þarna var Natalia
Makarova, ein af þessum stórdöns-
urum sem flúðu Rússland eins og svo
margir aðrir. Þegar ég kom í skól-
ann var Mikhail Barysnikov að ljúka
náminu, hann lauk ári á undan mér.
Þetta var svo notalegur, elskulegur og
hlédrægur drengur sem varð að því-
líkri stjörnu þegar hann dansaði. Hann
var kallaður „Misha“. Við þekktumst
ekki persónulega en vissum hvort af
öðru því við bjuggum bæði á nemenda-
heimilinu. Helga Magnúsdóttir ballett-
dansari bjó lengi í Bandaríkjunum og
starfaði þar meðal annars að menning-
armálum. Hún sagði mér skemmtilega
sögu af því að einhvern tíma var hún á
ballettsýningu og þar var Barysnikov
að dansa. Henni var ýtt inn í búnings-
herbergið hans og leið bara vandræða-
lega. Hann hafi bara brosað og verið
mjög elskulegur og sagt: „Já, þau
eiga það til að gera svona.“ Svo tóku
þau tal saman og hann spurði hvaðan
hún væri. Þegar hún sagðist vera frá
Íslandi sagði hann: „Þekkirðu ekki
Nönnu?“ Þetta fannst mér mjög fallegt,
að hann skyldi muna eftir mér. En ég
er auðvitað eini Íslendingurinn sem
hefur stundað nám við þennan skóla.
Í skólanum starfaði einn af færustu
kennurum ballettheimsins, Alexander
Pushkin, og við fengum stundum að
fara í tíma til hans og þess vegna var
ég stundum í tímum með Barysnikov.
Þegar Pushkin horfði á hann dansa
sagði hann bara „Já Misha, já Misha
...“ og hélt að sér höndum. Það var ekk-
ert hægt að kenna honum meira, hann
var bara fullkominn! Og þegar ég kom
heim til að kenna, kom ég með heil-
mikið í farteskinu af stílgæðum og list-
fengi sem Pushkin og aðrir frábærir
kennarar höfðu miðlað mér.“
Kastljósið beinist að heimi ballettdansara þessa dagana. Ástæðan
er kvikmyndin Svarti svanurinn sem þykir líkleg til að sanka að sér
Óskarsverðlaunum, og líka heimildarmyndin Falleg sorgarsaga sem
sýnd var á RÚV og sagði frá lífi Oksönu Skorik, sextán ára ballett-
dansmeyjar við nám í bænum Perm í austurhluta Rússlands. Báðar
myndirnar veita innsýn í harðneskjulegan heim þar sem öllu er
fórnað í þágu listarinnar. En er raunuveruleikinn svona? Anna Krist-
ine settist niður með Nönnu Ólafsdóttur, ballettdansara og fyrrum
listdansstjóra, og fór yfir feril hennar og annarra ballettdansara.
Balletdansarar geta misst vitið af álagi
Nanna þegar hún var að ljúka náminu í
Leningrad.
Úr ballettinum Dafnis og Klói eftir Nönnu Ólafsdóttur sem frumsýndur
var 1985 í Þjóðleikhúsinu. Í titilhlutverkum voru Helena Jóhannsdóttir og
Einar Sveinn Þórðarson.
Úr ballettinum Ferli eftir Nönnu Ólafsdóttur sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu árið
1997. Dansarar Lára Stefánsdóttir og Birgitte Heide.
16 viðtal Helgin 18.-20. febrúar 2011