Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 18
Dansaði í Kirov-leikhúsinu í Leningrad Það voru ekki allir jafn glaðir yfir að Nanna skyldi halda til Rússlands á tímum kalda stríðsins. „Langamma sagði við mig: „Ég leggst nú í rúmið ef þú ferð í þangað!“ Ég fór út með sextíu kíló í yfirvigt en þegar þau heyrðu að ég væri að fara til Rússlands í nám var mér sleppt við að borga hana. Þegar ég kom til Leningrad, 18 ára og alein, fundust engir pappírar um mig. Ég var bara eins og Palli einn í heiminum. Starfsmaður á flugvellinum bauðst til að taka mig með sér í leigubíl og kom mér á hótel. Þessa nótt var ég mjög um- komulaus en huggaði mig við að máninn sem skein svo skært á næturhimninum væri sá sami og heima á Íslandi. Svo bjargaðist þetta nú með pappírana, ég var tekin til reynslu í þrjá mánuði en var þar síðan í tvö ár. Fyrra árið var ég á heimavistinni en seinna árið bjó ég hjá yndislegri konu. Ég hafði engin tök á að tala nokkurt tungumál til að byrja með, því þarna töluðu allir rússnesku, en mér til happs var þarna enskur Pakistani sem var með Barysnikov í bekk. Þegar ég kynntist honum kom hann mér í kynni við konu sem hann bjó hjá. Þegar hann lauk námi bauð þessi yndis- lega kona, Vera Pavlovna, mér að búa hjá sér. Þá eignaðist ég aðra ömmu. Þegar dans- flokkurinn í Kirov-leikhúsinu fór í ferðalög voru elstu nemendur skólans fengnir til að dansa í stóru ballettunum, svo sem Þyrnirós, Don Kíkóta og auðvitað í útskriftarsýningu skólans. Og þannig fékk ég tækifæri til að dansa á þessu ótrúlega stóra sviði Kirov-leik- hússins.“ „Gráttu bara Nanotska“ Heimildarmyndina um æfingaskóla stúlkn- anna í Perm, sem Ríkissjónvarpið sýndi fyrir stuttu, segir Nanna vera raunhæfa: „Harkan er rosalega mikil og það eru auð- vitað til kerlingar eins og ballettkennarinn í þeirri mynd. Stúlkan sem við fylgdumst með átti greinilega við átröskun að stríða og var alls ekki í tilfinningalegu eða líkamlegu jafnvægi. Þetta var á engan hátt líkt þeim viðhorfum sem ég kynntist í skólanum. Len- ingrad-skólinn var talinn besti skólinn í Rúss- landi og þar lærði til dæmis Ulanova, sem síðar dansaði við Bolshoi-ballettinn í Moskvu og allur heimurinn dáði. Ég gafst aldrei upp. Þetta var þvílíkt fjall sem ég þurfti að klífa því tæknin sem ég lærði hér heima var svo veik í samanburði við Vaganovu-skólann. Kennarinn minn sá þegar ég var stundum að bugast og sagði: „Nanotska, farðu bara fram og gráttu og komdu svo aftur.“ Kennararnir voru einstaklega góðir við mig. Það var aldrei harðstjórn. Það eru kröfurnar sem við ball- ettdansarar gerum til sjálfra okkar sem geta brotið okkur niður.“ Svarti svanurinn En hvað um myndina Svarta svaninn – er hún raunsönn? „Já, þessi unga stúlka sem myndin segir frá fann sitt öryggi í ballettinum en þessar öfgar og þessar kröfur sem hún og aðrir gerðu til hennar löðuðu fram veilurnar í henni. Þótt þessi mynd sé „thriller“ þá er hún mjög raunsæ. Þetta er svo öfgafullt líf þar sem fólk fer langt frá jafnvægi sínu. Við þurfum að vera í jafnvægi til að geta haldið líkamlegri og andlegri heilsu. Stöðug vinnuþrælkun getur orðið hverjum manni dýrkeypt. Þetta er listgrein sem í orðsins fyllstu merkingu framkallar blóð, svita og tár eins og þegar blæddi úr tám hennar. Mín eina gagnrýni á myndina er að þeir hefðu átt að sleppa því að sýna hana dansa í nærmynd, því þar sér maður að hún er ekki ballettdansari heldur leikkona, frábær leikkona. Þegar við sjáum hana í fjarlægð er það alvöru dansari sem dansar, ekki Natalie Portman. Þótt hún hafi æft ballett í tíu tíma á dag í heilt ár gerir það hana ekki að dansara. Þessi mynd hefur lítið með ballett að gera, hún fjallar fyrst og fremst um samneyti fólksins í þessum harða heimi. Stjórnandinn var ógeðslegur við hana og ég hef ekki trú á svona stjórnendum, en þeir eru til sem gera allt til að ná fram í fólki því sem þeir vilja. Ballerínan í myndinni bjó yfir sjálfseyðingarhvöt og þegar hún loksins fékk hlutverkið sem hana dreymdi um voru kröfurnar svo miklar að hún þoldi ekki álagið. Þá getur hæfileikaríkasta fólk sem hefur allt til brunns að bera misst vitið. Mér finnst Natalie Portman leika hlutverk sitt sér- staklega vel og mér finnst myndin einlæg. Eins og þetta kemur mér fyrir sjónir finnst mér þetta hæglega geta verið raunveruleiki. Hún varð andsetin af vinnunni sinni og lifði í miklu andlegu ójafnvægi og þar af leiðandi var greið leið niður á við. Það þarf mjög sterkan persónuleika til að standast álagið sem fylgir því að vera ballettdansari.“ Ballettdansarar geta misst vitið af álagi Nokkrir frægir ballettdansarar hafa hrein- lega misst vitið, eins og einn frægasti dansari í upphafi tuttugustu aldar, Vaslav Nijinsky, sem varð vitskertur. Rússneska ballerínan Olga Alexandrovna Spessivtseva eyddi tuttugu árum á geðsjúkrahúsi. Bandaríska ballerínan Gelsey Kirkland skrifaði bókina „Dancing on my grave“ þar sem hún sagði frá því hversu langt hún hefði gengið í þeim öfgum að ná fullkomleika í dansinum og útliti. Það eru hæg heimatökin að missa tökin á sjálfum sér í þessum heimi ef maður gætir ekki jafnvægis. Sumir eru sterkir og þola þetta, aðrir ekki.“ Endi bundinn á dansferil í Leningrad Eftir að hafa tekið lokapróf frá Vaganovu- akademíunni bauðst Nönnu framhaldsnám sem dansari við Mariinski-leikhúsið í eitt ár og læra dansverk. „Ég fór heim til Íslands um sumarið en í ágúst 1968 réðust Sovétríkin inn í Tékkó- slóvakíu. Þá slitu menntamálaráðuneytið og Menningartengsl Íslands og ráðstjórnarríkj- anna,MÍR, öllu sambandi við Sovétríkin og þar með urðu mínir möguleikar á framhalds- námi við Mariinski-leikhúsið að engu. Kær- astinn minn, Þórhannes Axelsson, var við nám í Ósló á þessum tíma og ég fór til hans í von um að fá vegabréfsáritun til að komast aftur til Leningrad ...“ Þessi bið endaði með hjónabandi þeirra um jólin 1968, börnin þeirra eru þrjú og barna- börnin eru fjögur talsins. „Guðrún Edda dóttir okkar fæddist í ágúst 1969 í Ósló. Síðan ákvað ég að finna mér ann- an farveg, fór í menntaskóla í Noregi en svo einkennilega vildi til að fyrir algjöra tilviljun kynntist ég hjónum sem bjuggu nálægt okk- ur. Maðurinn reyndist vera ballettmeistari Óperunnar í Ósló og konan hans aðaldansari ballettsins. Þau hvöttu mig til að koma aftur í þjálfun eftir þriggja ára fjarveru. Ég fékk samning við Norsku óperuna. Þangað kom Alan Carter til að setja upp dansverk eftir sig. Hann og kona hans voru á leið til Íslands til að stofna ballettflokk þar. Við Þórhannes tókum ákvörðun um að flytja heim og ég tók þátt í stofnun Íslenska dansflokksins 1973. Síðan fæddist Axel Ólafur 1979 og Sigurður Orri 1981. Ég starfaði sem dansari frá stofn- un flokksins en varð listdansstjóri hans árin 1980 til 1987. Á þeim tíma samdi ég nokkur dansverk fyrir flokkinn, svo sem Dafnis og Klói, Ögurstund og fleiri verk. Á meðan ég starfaði við Íslenska dans- flokkinn komu oft til liðs við okkur heims- frægir dansarar og danshöfundar, svo sem Helgi Tómasson, Anton Dolin, sem var stórstjarna við Ballet Russes, Maris Liepa Bolshoi-stjarna og fleiri. Anton Dolin setti upp verk sitt Pas de Quatre og ég dansaði hlutverk Carlottu Grisi. Í listdansstjóratíð minni sviðsetti Aton Dolin ballettinn Giselle fyrir Íslenska dansflokkinn. Aðstoðamaður hans var John Gilpin, aðaldansari við London Festival Ballet. Tveimur árum eftir að ég hætti hjá dans- flokknum bauðst mér starf kennara við List- dansskóla Íslands. Ég tók við litlum barna- hópi sem ég lagði mikla vinnu í og var mjög hreykin af. Meðal nemenda í þessum hópi voru Gunnlaugur Egilsson, sem starfar sem dansari og danshöfundur við Stokkhólms- óperuna, og Hildur Ólafsdóttir sem fór til Hollands í framhaldsnám og er nú sólisti við ríkisóperuna í Hannover.“ Stundar jóga Og Nanna á auðvelt með að finna sér farveg í gleði: „Ég kynntist Sahaja-jóga árið 2004 og varð alveg heilluð; iðka það alla daga. Ég mæli eindregið með Sahaja-jóga til þess að lifa í sátt og jafnvægi. Það eru kynningarfundir fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar kl. 20 að Dalbraut 27, námskeiðin eru ókeypis og allir velkomnir. Mér finnst ég vera lánsöm manneskja. Ríkidæmi mitt er fjölskyldan og barnabörnin eru umbun lífsins,“ segir hún og brosir sínu hlýja brosi. Anna Kristine ritstjorn@frettatiminn.is MINNI HRUKKUR Í KRINGUM AUGUN? Frískar og endurnærir á áhrifa ­ ríkan hátt, dregur úr þreytu­ merkjum og hrukkum í kringum augun. Inniheldur Q10 leyndar­ málið sem finnst náttúru lega í húðinni og vinnur gegn hrukkum. NIvea Q10 aNtI-wRINKle aUGNROlleR NÝtt! Umfjöllun í Þjóðviljanum árið 1968 þegar Nanna var nýútskrifuð frá ballettakademíunni í Leningrad. Úr ballettinum Pas de Quatre sem var frumsýndur 1845, endurgerður af Anton Dolin og sýndur á Lista­ hátíð 1978. Frá vinstri Nanna Ólafsdóttir í hlutverki Carlottu Grisi, Misty Mckee í hlutverki Maríu Taglioni, Ásdís Magnúsdóttir í hlutverki Fanny Cerrito og Ingibjörg Pálsdóttir í hlutverki Lucelle Grahn. Í námi við Vaganovu­akademíuna í Lenin grad. 18 viðtal Helgin 18.­20. febrúar 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.