Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 30
30 viðhorf Helgin 18.-20. febrúar 2011 B R Ú Ð U H E I M A R B O R G A R N E S I Skúlagata 17 Borgarnesi Sími 530 5000 bruduheimar.is S j á v A R k A f f I B R ú ð u l E I k h ú S S A f N v E R S l u N G E R ð u d A G I N N E f t I R M I n n I l E g A n ! Brúðuheimar bjóða upp á frábæra aðstöðu til að taka á móti stórum sem smáum hópum. Ævintýralegt umhverfi við sjóinn gerir daginn að eftirminnilegri upplifun. við setjum saman þína dagskrá, s.s. leiksýningu, leiðsögn um safnið, gönguferðir og fræðslu. fallegur veitingastaður við sjávarströndina með útiverönd og góð fundaraðstaða. hafðu samband í síma 530 5000 eða á hildur@bruduheimar.is og við setjum saman ævintýrið þitt! BRúðuhEImAR eru staðsettir á sérstökum stað í Borgarnesi sem ber heitið Englendingavík. húsin þjónuðu á árum áður kaupfélagi Borgfirðinga en voru búin að standa auð í langan tíma. Þau hafa nú öll verið endurnýju ð af mikilli natni. BERNd OGROdNIk brúðugerðameistari hefur til fjölda ára glatt Íslendinga með leiksýningum sínum, bæði fyrir börn og fullorðna. meðal sýninga hans eru umbreyting, Pétur og úlfurinn, Einar áskell og nú síðast Gilitrutt. Hefurðu keypt bók á netinu nýlega? SPURNING VIKUNNAR Arndís Lilja Guðmundsdóttir Já, ég keypti bók á Panama.is um helgi og hún var borin út samdægurs. Frábær þjónusta. Ari Björn Ólafsson Já, ég fann bók sem ég hef leitað lengi að á Panama.is. Frábær vefur! Lilja Björk Jónsdóttir Já, ég hef nokkrum sinnum verslað á Amazon og Panama.is. Hjördís Erna Sigurðardóttir Já, versla oft á Amazon. Hef ekki enn prófað Panama, en stefni að því fljótlega. Jón Ágúst Pálmason Nei. Aldrei. Siglt með fullri reisn „Tollverðir tóku stinningarlyf í Arnarfellinu“ Tollgæslan fann tæplega 300 lítra af sterku áfengi, 140 karton af sígarettum, talsvert af bjór og um 500 skammta af stinningarlyfinu Kamagra um borð í gámaflutningaskipinu Arnarfelli sem var að koma frá Evrópu. Má ekki virkja hann? „Svandís finnur „magn- aðan stuðning““ Hart hefur verið sótt að Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráð- herra undan- farna daga eftir að hún tapaði fyrir Hæstarétti máli sem snerist um staðfestingu á aðalskipulagi Flóahrepps. Sjálf segist Svandís á sam- skiptasíðunni Facebook finna „magn- aðan stuðning úr ólíklegustu áttum.“ Bjöllusauðir? „Sigmundur kvartar“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, kvartaði undan því á þingfundi við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, að hún beitti bjöllunni af mun meiri hörku þegar þingmenn Framsóknarflokksins væru í ræðustóli en þingmenn annarra flokka. Rifjaði Sigmundur Davíð upp af því tilefni atburðarás þegar hann sjálfur var í ræðustól og forseti Alþingis sló 23 sinnum í bjölluna. En suður? „Vilja stytta leiðina norður“ Sjö þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að hafinn verði undirbúningur að gerð nýs vegar sem myndi stytta vegleiðina milli höfuðborgarsvæðisins og Norðausturlands um allt að 14 kílómetra. Hvað eru þrettán þúsund milljónir milli vina? „Keyptu glataðar kröfur“ Stjórnendur í Landsbankanum keyptu skuldabréf FL Group fyrir tæpa þrettán milljarða króna 6. október 2008, daginn áður en bankinn féll, þótt FL Group hefði viku áður óskað eftir greiðslustöðvun. Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans telur að þáverandi bankaráð og stjórnendur beri ábyrgð.  Vikan sem Var a llir kennarar hafa einhvern tíma sagt við nemendur sína: „Þið eruð ekki að læra þetta fyrir mig, heldur ykkur sjálf“ – og alls ekki sannfært börn­ in eða unglingana með svo afdrátt­ arlausu svari. Menntun er til þess að efla og þroska manneðlið, segir Guðmundur Finnbogason í Lýð­ menntun sinni, öndvegisriti sem fyrst kom út 1903. Fálki í hreiðri getur þannig ekki menntast, segir Guðmundur, en hann getur fálk­ ast við umönnun foreldra sinna í laupnum, orðið betri fálki fyrir vikið. Hér er samt ólíku saman að jafna. Fálkinn lærir það sem fyrir honum er haft, það gera börnin líka. Þau ráða hins vegar yfir móð­ urmáli og lestrarhæfni sem greið­ ir þeim götu að upplýsingum sem varðveittar eru á bókum. Aldrei verið meira framboð á menntun Framboð á menntun hefur aldrei verið meira en nú og hefur vaxið hratt. Núna eru til fræðigreinar sem afa og ömmu óraði ekki fyr­ ir: fjármálaverkfræði, kynjafræði, stjórnmálafræði, tungutækni, tölvubókhald, ljóstækni. Háskóla­ stúdentum hefur jafnt og þétt fjölgað, einkum frá aldamótum 2000. Sú tíð er liðin að hinn klass­ íski menntaskólanemandi hafði lesið skilgreindan „pakka“: Völu­ spá og Hávamál og valið efni úr lestrarbókum Sigurðar Nordal, mannkynssagan náði að innbyrða Bismarc kanslara, Íslandssögunni lauk með Hannesi Hafstein, nem­ endur komust ögn niður í dönsku og ensku, lásu Goethe og Schiller og kannski líka Mon oncle Jules og lærðu latneska nafnorða­ og sagn­ orðabeygingu (máladeild) eða að diffra (stærðfræðideild). Meira að segja þetta nám er nú býsna sundurgreint og á eftir að verða enn fjölbreyttara, gangi lögin frá 2008 eftir. Þetta stafar af því að þjóðfé­ lagið hefur breyst. Atvinnulíf er sér­ hæft og kallar eft­ ir starfsfólki sem veit mikið um lítið, getur unnið með öðrum og tekist á við nýjar kröfur. Þetta gildir um allt nema einföldustu störfin, til dæmis í f iskvinnslu og handlang í bygg­ ingarvinnu – sem eiginlega eru ekk­ ert einföld störf! Það er óravegur frá fyrstu mótorbátun­ um til nútíma fjöl­ veiðiskipa sem eru hátæknivædd og tölvustýrð, hvort sem er í vélar­ rúmi eða á stjórnpalli. Þessi tækni léttir af mönnum líkamlegu erfiði en veldur líka fölsku öryggi því mannsaugað greinir oft ekki hvað það er sem fer úrskeiðis í tölvu­ stýrðri veröld fyrr en um seinan. Og hvernig er þá háttað þessu sambandi milli einstaklinga og krafna atvinnulífsins? Ég fer krókaleið að svarinu. Margoft hafa nemendur mínir verið að vand­ ræðast með hvað „þeir ætluðu að verða“ eftir stúdentspróf og ýmsir hafa lent í þeirri ógæfu að lenda á flakki milli sérskóla eða háskóla­ deilda af því að þeim sýndist alltaf grasið grænna í annarri vist en þeirri sem þeir höfðu ráðið sig í. Ég hef jafnan ráðlagt unglingum að velja sér nám með því að máta sig við einhver störf sem þeir ynnu býsna kátir frá níu til fimm og færu síðan sælir heim að elda handa börnunum! Síðan skyldu þeir at­ huga hvaða menntun þyrfti í þetta starf. Þá færu saman hamingja og velsæld einstaklings og kröf­ ur samfélagsins. Svona nokkurn veginn; samfélagið er ekki alltaf samferða fólkinu. Kannski er það einmitt svo að menntaður maður velur sér starf á meðan hinum er þrengri stakkur skorinn: þeir hafa úr einhæfari störf­ um að velja og sum­ ir velja ekki, heldur lenda í starfi sem þeim fellur ekki. Pólitískur kækur Sýknt og heilagt er talað um að auka starfs­ og verknám. Það er eiginlega pólitískur kækur, ekki síst alþingis­ manna og frambjóð­ enda fyrir kosning­ ar, en lítið verður úr framkvæmd og kemur líklega tvennt til. Annars vegar nýtur bóknám meiri virðing­ ar, öfugt við það sem áður var, og hins vegar er verknám að jafnaði dýrara en bóknám. Þá setja menn listnám undir sama hatt og lengi vel þótti það ónytjungslegt. Hvað fá eiginlega allir þessir listamenn að gera? Nú eru tímarnir breyttir. Margvíslegt listnám er nefnilega starfsnám sem mætir kröfum nýrra tíma: textíll, teikning, mót­ un, hönnun; þeir sem þetta læra setja gjarna upp eigin verkstæði og úr verður lítið eða meðalstórt fyrir­ tæki þegar best lætur sem veitir mönnum skapandi starfstækifæri og þokkaleg laun. Nú les ég í blöð­ um að nokkrir þingmenn hafi flutt þingsályktunartillögu um að efla starfsnám. Það er gott. Ég vona að þetta séu ekki sömu þingmenn­ irnir og hafa skorið niður framlög til framhaldsskóla undanfarin ár, og einkum þeirra sem veita starfs­ réttindi og auðvelda nemendum að stunda nám með vinnu. Fjarnám hefur verið skorið niður um helm­ ing og þrengt hefur verið að þeim sem sækja um skóla og eru orðnir 18 ára. Hvort tveggja bitnar harð­ ast á starfsnámi. Er (þing)heimur­ inn ekki bæði hrekkvís og slægur? Skóli og þjóðfélag Fyrir hverja er menntun? Sölvi Sveinsson skólastjóri Landakotsskóla Ég vona að þetta séu ekki sömu þingmennirnir og hafa skorið niður framlög til framhaldsskóla undanfarin ár, og einkum þeirra sem veita starfsréttindi og auðvelda nemendum að stunda nám með vinnu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.