Fréttatíminn - 18.02.2011, Side 32
32 viðhorf Helgin 18.-20. febrúar 2011
Þegar horft er til námsframboðs á Íslandi
er ljóst að það er einhæft; samkvæmt fjár-
lögum 2009 var bóknám 83,4% af heildar
námsframboði á framhaldsskólastigi. Þetta
er ein aðalmeinsemd íslensks skólasam-
félags, meinsemd sem kristallast í þeim
vafasama heiðri að hér á landi er hæsta
brottfallið úr framhaldsskólum í Evrópu.
Fært til bókar
Fýla og flær
Björn Ingi Hrafnsson og félagar eru á
fart á markaði netfjölmiðla, fjölga ekki
aðeins nýjum vefjum í skjóli Pressunnar
heldur bættu í síðustu viku við sig Eyjunni
sem verið hefur meðal vinsælustu vef-
miðla undanfarin ár. Ekki voru allir hrifnir
af kaupunum eins og greina mátti af við-
brögðum við frétt um eigendaskiptin. Þeg-
ar síðast var skoðað voru ummælin nærri
tveimur hundruðum og flest neikvæð.
Jónas Kristjánsson ritstjóri sagði fýluna
af kaupum Eyjunnar legga langar leiðir. Þá
glöddust ekki allir í hópi fastra bloggara á
Eyjunni. Baldur McQueen kvaddi og sagði
þar helst ráða sérvisku sína en trúlega
hefur fleira komið til því hann tiltók sér-
staklega að stærstu eigendum Press-
unnar, og nú Eyjunnar, treysti hann ekki út
með ruslið. Páll Ásgeir Ásgeirsson, sem
einnig hefur bloggað á Eyjunni um hríð,
bætti um betur í þessari viku um leið og
hann sagði sig úr vistinni. Hann vitnaði til
máltækis þar sem sagði að sá sem svæfi
með hundum vaknaði upp með flær.
Parísardaman Kristín Jónsdóttir fylgdi í
kjölfarið á þriðjudaginn, færði sig yfir á sitt
gamla bloggsvæði. „Eyjan er bara orðin
of furðulegt fyrirbæri og bloggið mitt
samræmist engan veginn áherslum sem
boðaðar eru með nýjum eigendum,“ sagði
hún í kveðjubloggi.
Mörður vísar leiðina inn
og út úr nefndum
„Hann er með frammíköll og hróp og
köll. Hann segir að maður
sé með „óviðeigandi
spurningar“ og „ekki
á réttri leið“ og svo
framvegis,“ sagði
Vigdís Hauksdóttir,
þingmaður Fram-
sóknarflokksins, eftir
að hún sagði sig úr
umhverfisnefnd Aþingis
á þriðjudaginn vegna
„yfirgangs og frekju“ í Merði
Árnasyni, þingmanni Samfylkingarinnar
og nefndarformanns. Vigdís fylgdi mál-
inu eftir með bréfi til forseta Alþingis en
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyf-
ingarinnar, gekk af nefndarfundinum með
Vigdísi. Mörður sá að sér og bað Vigdísi af-
sökunar á „harðneskjulegri fundarstjórn“
um leið og hann vísaði þingmanninum
vinsamlega leiðina aftur inn í umhverfis-
nefndina, vonaði að Vigdís endurskoðaði
ákvörðun sína – svona í anda jafnréttis og
bræðralags.
Aðalleikari í stórslysamynd
Svandís Svavarsdóttir umhverfisráð-
herra hefur fengið það óþvegið frá Sam-
tökum atvinnulífsins, Suðurnesjamönnum,
virkjunarsinnum, skotveiðimönnum,
jeppakörlum og aðdáendum lúpínunnar,
segir vefritið Smugan í smáklausu undir
fyrirsögninni „Fellibylurinn Svandís“ í
framhaldi þess að Hæstiréttur ógilti
ákvörðun ráðherrans um að neita að
skrifa undir aðalskipulag Flóahrepps.
Smugan tók saman ummæli stjórnar-
andstöðunnar á Alþingi í kjölfar dómsins
og sagði þau fremur eiga heima framan
á stórslysamynd en í þingræðum um ís-
lenskan umhverfisráðherra. „Kannski að
þessi harða sókn að henni bendi til þess
að umhverfið eigi dulítið undir högg að
sækja á Íslandi,“ segir Smugan og þylur
upp ummælin: „Slekkur vonarneista,
brýtur stöðugleikasáttmálann, hneyksli,
veldur miklum og óþörfum töfum, setur
verkefni algjörlega í uppnám, vonbrigði,
stendur í vegi fyrir framförum, hryðju-
verkaárásir, hefur skaðað samfélagið
verulega, fer langt út fyrir sinn ramma,
umdeild, hindranir, gerir skyndiárás á
samfélag landsins.“
Frjósemi fyrr og nú
Hagstofan greindi frá því fyrr í vikunni
að 4.907 börn hefðu fæðst hérlendis í
fyrra. Einungis tvisvar áður hafa fleiri lif-
andi börn komið í heiminn hér á landi,
þ.e. árið 2009 en þá fæddust 5.026 börn
og árið 1960 sem enn situr í öðru sætinu
en þá fæddust 4.916 börn. Árin 2009
og 2010 standast þó engan samanburð
við árið 1960 hvað frjósemi varðar. Árið
2010 var frjósemi íslenskra kvenna örlítið
lægri en árið 2009 eða 2,20 börn á ævi
hverrar konu en 2,22 árið fyrr. Sú frjósemi
er hins vegar ekki nema um helmingur
frjóseminnar árið 1960 en þá gat hver
kona vænst þess að eiga rúmlega fjögur
börn, eða nákvæmlega 4,27. Til fróðleiks
eru nefndir hér nokkrir
þekktir einstakling-
ar sem fæddust
metárið mikla,
1960: Sigurður
Einarsson,
fyrrverandi
stjórnarformað-
ur Kaupþings,
Illugi Jökuls-
son blaðamaður,
Sigríður Klingenberg
spákona, Kristþór Gunnarsson, forstjóri
Ísafoldarprentsmiðju, Óli Björn Kárason,
blaðamaður og varaþingmaður, Sigrún
Árnadóttir, bæjarstjóri í Sandgerði,
Kristinn E. Hrafnsson myndlistarmaður,
Sigurður Már Jónsson, blaðamaður og
fyrrverandi ritstjóri Viðskiptablaðsins,
Guðrún Nordal dósent og Guðmundur
Sigurðsson, forseti lagadeildar HR.
www.madurlifandi.is
Borgartúni 24
105 Reykjavík
Sími: 585 8700
Hæðarsmára 6
201 Kópavogur
Sími: 585 8710
Hafnarborg
220 Hafnarfirði
Sími: 585 8720
Ertu orkulaus?
Viltu lifa lífinu lifandi?
Fyrirlestur um pH lífsstíl og mikilvægi basískrar næringar
Það er mikilvægt að halda sýrustigi líkamans í jafnvægi til að viðhalda góðri
heilsu og koma í veg fyrir ýmsa kvilla. En hvað þýðir að vera súr og afhverju er
betra að vera basískur? Ertu með hátt eða lágt pH gildi? Þessum og mörgum
öðrum spurningum verður svarað á áhugaverðum fyrirlestri með Guðrúnu Helgu
Rúnarsdóttur næringarráðgjafa og Microscopist.
Fyrirlesturinn verður haldið í fræðslusal Maður lifandi,
Borgartúni 24, mánudaginn 21. febrúar, kl.18:00 og kostar 1.500 kr.
Skráning á madurlifandi@madurlifandi.is eða í síma 585 8702
Nánari upplýsingar á www.madurlifandi.is
Guðrún Helga Rúnarsdóttir
Næringarráðgjafi og Microscopist
U m síðustu helgi birtust í Fréttatímanum og Morgun-blaðinu greinar eftir Njörð
P. Njarðvík og Styrmi Gunnars-
son þar sem þeir fjölluðu um gildi
tónlistarnáms fyrir persónulegan
þroska sinn – en hvorugur gerði
tónlist að atvinnu sinni. Í grein sinni
talar Styrmir meðal annars um þau
áhrif sem kynni af tónlist hafi á til-
finningalíf ungmenna sem „hafa
orðið fyrir varanlegum áhrifum af
því að kynnast hinni ótrúlega fögru
veröld tónlistarinnar sem gerir
þau öll að betra fólki“. Í Fréttatím-
anum birtist einnig leiðari ritstjór-
ans, Jóns Kaldal, sem fjallaði þar
um tillögur Reykjavíkurborgar um
niðurskurð á listnámi á þeim erfiðu
tímum sem nú eru uppi í borginni.
Jón segir að það hljóti að vera krafa
borgarbúa að peningar sem þeir
leggja til samneyslu fari þangað
sem flestir njóta. Einnig fullyrti
hann að niðurgreiðsla Reykjavíkur-
borgar til tónlistarnáms væri marg-
falt meiri en til íþróttaiðkunar – og
því þyrfti enginn að velkjast í vafa
um hvar peningunum væri betur
varið.
Þegar horft er til námsframboðs
á Íslandi er ljóst að það er einhæft;
samkvæmt fjárlögum 2009 var bók-
nám 83,4% af heildar námsframboði
á framhaldsskólastigi. Þetta er ein
aðalmeinsemd íslensks skólasam-
félags, meinsemd sem kristallast í
þeim vafasama heiðri að hér á landi
er hæsta brottfallið úr framhalds-
skólum í Evrópu. Um 97% byrja í
framhaldsskóla eftir grunnskóla-
próf en f jórðungur
þeirra er hættur eftir
tvö ár. Hversu mik-
il verðmæti tapast
vegna þess að ungt
fólk f innur ekkert
sem kveikir í því –
möguleikarnir eru of
fáir?
Er listnám dýrara
en íþróttaiðkun? Er
hægt að bera þetta
tvennt saman og af
hverju ætti að gera
það? Hér þarf að vara
sig og reyna að nálg-
ast málin af sann-
girni. Ekki er rétt að
taka dýrasta tónlist-
arnemann og meðal
íþróttaiðkandann eins og gert er
í leiðara Fréttatímans. Einnig er
varasamt að taka heildarframlög
til menningar og lista á Íslandi,
eins og formaður Íþróttabandalags
Reykjavíkur gerði nýlega. En það er
mikilvægt að bera þetta saman því
íþróttir og listnám eru kostir sem
foreldrar hafa til að mennta börnin
sín og veita þeim fjölbreytilega örv-
un. Margir sjá listirnar sem leið til
að þjálfa ungt fólk til þátttöku í sam-
félagi framtíðarinnar sem enginn
veit hvernig verður, á meðan íþrótt-
ir þykja hafa mikið forvarnargildi.
Þessu mætti hæglega snúa við. Mik-
ilvægast er að hver finni sína fjöl og
þá skiptir máli að möguleikar séu
fjölbreytilegir. Ef reynt er að nálgast
samanburð á kostnaði og horft til
meðalframlaga Reykjavíkurborg-
ar og foreldra, kemur eftirfarandi
í ljós: Formaður Íþróttabandalags
Reykjavíkur sagði nýlega að niður-
greiðsla til ungs fólks í íþróttum
væri 80.000 á ári á iðkanda, og í
umfjöllun formanns Íþrótta- og tóm-
stundaráðs borgarinnar kom fram
að niðurgreiðsla til tónlistarnem-
anda væri um 220 til 260 þúsund
á ári. Niðurgreiðsla Reykjavíkur-
borgar til 10 ára barns í Myndlista-
skólanum í Reykjavík er 27.000 á
ári. En kostnaðar-
þátttaka foreldra
er líka mjög mis-
munandi. Fyrir tíu
ára stúlku sem æfir
fótbolta greiða for-
eldrar kr. 15.000
f yr ir eina önn
eða fjóra mánuði.
Fyrir jafngamlan
nemanda í píanó-
námi greiða for-
eldrarnir 50.000 á
önn og fyrir mynd-
listarnám 41.000 á
önn. Meðfylgjandi
mynd sýnir hve
lengi foreldri á lág-
markslaunum er að
vinna fyrir listnámi
og íþróttaiðkun á Norðurlöndunum.
Í ljós kemur mikill munur. Hlutur
foreldra í kostnaði tómstundastarfs
barna í Reykjavík er miklu hærri
en í höfuðborgum í nágrannalönd-
unum. Einnig er munur á kostnaði
foreldra vegna íþróttaiðkunar ann-
ars vegar og listnáms hins vegar
hvergi meiri en hér á landi. Fróðlegt
er að ímynda sér hvernig samfélag
okkar liti út í dag ef þessi hlutföll
væru listunum hagstæðari. Væri
sú hjarðhegðun sem einkennt hef-
ur samfélag okkar á liðnum árum
kannski minni? Væru Íslending-
ar óhræddari við að taka afstöðu,
hugsa sjálfstætt, og væri brottfall
úr framhaldsskólum minna? Í ný-
legri rannsókn sem James Catterall
(2009) gerði á bandarískum nem-
endum yfir 12 ára tímabil kemur í
ljós að nemendur sem hafa verið í
listauðugu umhverfi eru 20% lík-
legri til að kjósa, 16% líklegri til
að halda áfram í námi, 15% líklegri
til að taka þátt í sjálfboðastarfi og
þegar þeir eru 26 ára eru þeir fimm
sinnum ólíklegri til að þurfa að
þiggja aðstoð hins opinbera. Öflugt
og fjölbreytt listnám er nauðsynlegt
í heilbrigðu samfélagi – það skapar
störf og heilsteypta einstaklinga.
Fjölbreyttir möguleikar mikilvægir
Er listnám dýrara
en íþróttaiðkun?
Ingibjörg Jóhannsdóttir
skólastjóri Myndlistaskólans í
Reykjavík
Miðað er við lágmarkslaun í hverju landi (ekki alls staðar lögbundin). Reynt var að nálgast sambærilegar upplýsingar miðað við
fótboltaiðkun, tónlistar- og myndlistarnám fyrir 10 ára barn.