Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 18.02.2011, Qupperneq 34
U ndanfarin tvö ár hef­ur flausturslega verið staðið að breytingum á skattkerfinu. Sumar þessara breytinga eru beinlínis þjóð­ hagslega óhagkvæmar. Á árinu 2009 var gerð sú breyting að áfallinn gengis­ munur á innlánsreikningum sem bundnir eru í erlendum gjaldmiðlum skyldu skattleggj­ ast í staðgreiðslu. Við meðferð málsins bentu fjármálafyrir­ tæki á að þessi háttur á skatt­ heimtu væri óframkvæman­ legur en á það var ekki hlustað. Að því kom þó að fjármálaráðherra varð að viðurkenna mistökin og í árslok 2010 var lögum breytt þannig að nú skal inn­ leystur gengishagnaður skattlagður í stað áfallins áður. Ekki tókst betur til en svo að það gleymdist að taka til baka eldri reglu sem gilti á árinu 2010 og því er enn óljóst hvort gengishagnaður á árinu 2010 verður skattlagður tvisvar. Í lok árs 2010 var samþykkt ákvæði um meðferð á skattlagningu á eftirgjöf skulda hjá fyrirtækjum fram til ársins 2014. Um leið og rýmkað var fyrir fyrir­ tækjum í vanda sem fá eftirgjöf skulda voru settar inn reglur um að sömu fyrir­ tækjum er gert að nýta að fullu allar frádráttarheimildir í skattalögum til að lækka skattstofn sem frestað er til árs­ loka 2014. Í þessu felst m.a. að fastafjár­ munir sem fyrirtæki kaupa á umræddu tímabili skulu afskrifaðir niður í 10%, þ.e. 90% á kaupári. Afleiðingin er óvissa og stöðnun Framangreindar reglur leiða til þess að í samfélagi þar sem mikil þörf er fyrir aukna fjárfestingu svo að umsvif aukist í hagkerfinu er ekki nokkurt vit í því fyrir fyrirtæki sem eru í þeirri stöðu, sem lýst er hér að framan, að fjárfesta í fastafjármunum til ársins 2014. Þessi fyrirtæki munu því flest bíða með fjár­ festingar ef mögulegt er og þannig vinnur skattkerfið beint gegn fjárfest­ ingu. En þar er fleira sem hamlar. Á árinu 2009 var að frumkvæði fjár­ málaráðherra lögfest að vaxtagreiðslur til erlendra aðila skuli sæta afdráttar­ skatti án tillits til kostnaðar hjá lánveit­ anda. Í greinargerð með frumvarpi um þessa skattlagningu er áréttað að ekki sé verið að leggja skatt á þá sem greiða vextina heldur þá sem móttaka vaxta­ greiðslur. En hverjir munu svo bera skatt­ greiðslu vaxtatekna þegar upp er stað­ ið? Ef fjármálaráðuneytið hefði kynnt sér gerð og efni erlendra lánasamninga mátti ljóst vera að yfirleitt eru svonefnd „gross­up“­ákvæði í lánasamningum þess efnis að lántakandi skuli greiða allan kostnað lánveitanda vegna lán­ veitingarinnar. Það er því nokkuð ljóst að þegar upp er staðið munu það verða sömu íslensku fyrirtækin sem greiða vextina og skattinn á hinn er­ lenda lánveitanda. Dreift eignarhald fyrir­ tækja hefur mörgum þótt eftirsóknarvert og hafa ýmsir stuðningsmenn VG haft hátt um þá kröfu á undanförnum árum. En vinstri höndin hjá ríkisstjórninni veit ekki hvað sú hægri gerir. Sett hefur verið í lög að frá og með árinu 2011 (álagningu 2012) er frádráttur fyrirtækja vegna móttekins arðs og hagnaður af sölu hlutafjár bundinn við a.m.k. 10% eignarhald í viðkomandi fyrirtæki. Þetta ákvæði hefur tvo stóra ágalla. Í fyrsta lagi verður móttekinn arður og söluhagnaður að fullu skattlagður eins og rekstrartekjur ef hlutabréfa­ eign er undir 10% og arður kann því að verða margskattaður. Í öðru lagi hef­ ur ákvæðið þau áhrif að þjappa mjög saman eignarhaldi fyrirtækja þar sem mjög óhagkvæmt verður fyrir fyrirtæki að eiga minna en 10% hlut í öðru fyrir­ tæki. Afleiðingin er sú að erfitt verður fyrir fyrirtæki að auka hlutafé sitt með því að selja hluti til nýrra hluthafa. Fjár­ málaráðherra hefur með þessu ákvæði lagt sitt að mörkum til þess að auka á samþjöppun í eignarhaldi fyrirtækja og að uppbygging þeirra og vöxtur bygg­ ist fremur á lánsfé en eigin fé. Þetta er gert á sama tíma og rætt er um að koma stórum fyrirtækjum sem nú eru á for­ ræði banka yfir í dreift eignarhald. Ríkisstjórnin er stærsta vandamálið Undanfarna viku hef ég í nokkrum blaðagreinum rakið fáein dæmi um það fúsk sem viðgengist hefur í skatt­ breytingum í fjármálaráðherratíð Stein­ gríms J. Sigfússonar. Skattkerfið hefur verið flækt að óþörfu, ekki er hlustað á álit sérfræðinga, óframkvæmanlegar og óútreiknanlegar skattareglur hafa verið lögfestar og fúsk og flýtir ein­ kenna setningu skattalaga. Frekar er jafnað niður á við svo að fólkið í landinu hefur úr minna að spila og komið er aft­ an að fólki með álagningu umfram stað­ greiðslu. Glórulausar hækkanir skatta á fyrirtæki hefta nýsköpun, hrekja frum­ kvöðlafyrirtæki úr landi og letja inn­ lenda og erlenda fjárfestingu. Hækkun tryggingargjalds og tekjuskatts á fyrir­ tæki viðheldur atvinnuleysi og hvetur til svartrar atvinnustarfsemi. Í kjölfar tekjuskattshækkana hafa erlend fyrir­ tæki verið leyst upp, með um þriggja milljarða beinu tekjutapi ríkissjóðs. Listinn er langur og ljótur. Skattstefna ríkisstjórnarinnar vinnur gegn hags­ munum þjóðarinnar með beinum og augljósum hætti. Fjármálaráðherra má ekki fá að halda áfram á þessari braut óáreittur. Hann hefur þegar valdið nógu miklum skaða. 34 viðhorf Helgin 18.-20. febrúar 2011 Konudagur Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL É Ég er sjálfmenntaður veðurfræðingur eins og þorri Íslendinga og fylgist því gjarna með veðurfregnum þar sem raun­ verulegir veðurfræðingar segja til um það veður sem í vændum er. Hinum lærðu í fræðunum er raunar vorkunn því veður­ far hér á landi er óstöðugt, svo ekki sé meira sagt. Því höfum við fengið að kynn­ ast í umhleypingum undangenginna daga og vikna. Það er ýmist snjór og frost eða asahláka með hlýindum, hellirigningu og jafnvel ofsaroki. Svona veðurfar getur verið þreytandi en við því er lítið að gera. Veðrinu stjórn­ um við ekki, sem betur fer, og það er jú febrúar. Hann er ekki sá blíðasti. Það þýð­ ir því ekkert annað en að setja undir sig hausinn, þreyja þorrann og góuna, eins og sagt er. Þau skötuhjúin hittast einmitt um helgina. Þorra lýkur og góa tekur við á sunnudaginn. Og af því að ég er sjálf­ menntaður í veðurfræðunum hef ég tekið eftir því að skammdeginu lýkur einmitt um þessar mundir, þ.e. um og upp úr 20. febrúar. Morgunmyrkrið lætur undan síga og síðdegismyrkrið þynnist óðum út. Góa er því eiginlega inngangur að langþráðu vori, mars er skammt undan. Þótt hann teljist vetrarmánuður á landinu bláa birtir hratt. Við upphaf Góu er réttur mánuður í vorjafndægur, en þá hefst ein­ mánuður. Þetta er auðvitað nördaleg, eða njarðar­ leg, upptalning á gömlum mánaðaheitum en góubyrjun fylgir fleira. Þessi merki sunnudagur er jafnframt konudagur, líkt og bóndadagur er fyrsti dagur þorra. Eiginkona mín gaf mér rauða túlipana þann dag. Það var fallega gert af henni og hugulsamt, eins og vænta mátti. Af langri sambúðarreynslu þóttist ég þó vita að blómin hefði hún fremur keypt handa sjálfri sér en bónd­ an­ um. Hún er meira fyrir blóm en ég. Og einmitt vegna hinnar löngu sambúðar­ reynslu okkar, og af því að við þekkjum orðið hvort annað bærilega, áræddi ég að spyrja hvoru okkar bóndadagsblómin væru ætluð í raun. „Mér,“ sagði hún hrein­ skilnislega. Það skipti auðvitað engu máli. Blómin fóru jafnvel á stofuborðinu hvoru okkar sem þau voru ætluð. Málið er því tiltölulega einfalt fyrir mig á konudaginn. Blóm get ég keypt og gefið konunni í tilefni dagsins, eða hugsanlega slípirokk sem mig bráðvantar! Raunar fylgir konudagurinn í kjölfar svokallaðs Valentínusardags, eða dags elskenda, sem var á mánudaginn síð­ asta, 14. febrúar. Sá mun vera innfluttur frá Bandaríkjunum af kunnri útvarps­ konu. Valentínusardagurinn hefur skotið nokkrum rótum og einkum hafa blóma­ salar tekið honum fagnandi. Sumum þyk­ ir þessi útlendi kvistur þó ekki fara nógu vel í íslenskri flóru og öðrum þykir hann full nærri konudeginum sjálfum. Blóma­ salar hafa þó fagnað tilkomu þessa töku­ barns. Konudagurinn er kannski ekki ýkja gamall sem tyllidagur hérlendis en þó var hans getið á 19. öld. Opinbera við­ urkenningu hlaut konudagurinn þó ekki fyrr en hann var tekinn upp í Almanak Þjóðvinafélagsins 1927 og í Íslenska þjóð­ hætti Jónasar á Hrafnagili sem komu út 1934. Á svipuðum tíma fóru kaupmenn að auglýsa sérstakan mat í tilefni konudags­ ins. Ef gengið er út frá tíðaranda þess tíma má þó áætla að konur hafi matbú­ ið þann konudagsmat. Blómahefð þessa dags er enn styttri eða frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar. Talið er að hinn röski blómasali og þjóðsagnapersóna í Kópavogi, Þórður á Sæbóli, sé upphafs­ maður þessa siðar. Vísindavefur Háskóla Íslands getur þess að fyrsta blómaaug­ lýsing tengd konudeginum hafi birst árið 1957. Blómasalar fagna að vonum þessari söluhvatningu þótt segja megi að æski­ legra hefði verið að lengra væri á milli Valentínusardagsins og konudagsins. Blómin gleðja um leið og þau bæta hag blómasala, blómabænda og fleiri. Ekki veitir af hjá kreppuhrjáðri eyþjóð sem auk þess býr við hraglanda í veðri, að minnsta kosti á þessum árs­ tíma. Konur, betri helmingur mannkynsins, eiga auðvi­ tað skilið að fá blóm, góðan þanka og bærilegt viðmót karlskepnunnar þessa daga sem aðra enda gildir það sem ágætur vinnufélagi minn sagði í blaðaviðtali, að allir dagar væru konudagar. Hann er að vísu á markaðnum, sem kallað er, og kannski þess vegna blíðmálli en körlum er almennt eðlislægt – en samt held ég að þetta sé rétt hjá honum. Te ik ni ng /H ar i Breytingar á skattkerfinu Stöðva þarf fjármálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Fram- sóknarflokksins

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.