Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 2
CHELSEA - MAN UTD MEISTARADEILDIN 6.APRÍL Á “BRÚNNI” 95.900 kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: *INNIFALIÐ: FLUG, SKATTAR, MIÐI Á LEIKINN, HÓTELGISTING m.v 2 í herbergi ! TOTTENHAM - REAL MADRID MEISTARADEILDIN 13 .APRÍL Á “WHITE HEART LANE” 88.900 kr.* VERÐ FRÁ AÐEINS: *INNIFALIÐ: FLUG, SKATTAR, MIÐI Á LEIKINN Bókaðu ferðina þína á urvalutsyn.is U ppselt! Aukatónleikar! Aukaauka-tónleikar! Þessi orð hafa verið vinsæl að undanförnu í tónleika- auglýsingum á Íslandi. Íslendingar eru gripnir tónleikaæði. Ekkert mál er að borga 20 þúsund krónur fyrir að berja ellismell- ina í Eagles augum. Björgvin Halldórsson fyllir Háskólabíó í þrígang og varla skiptir máli hvaða listamann Sinfóníuhljómsveit Ís- lands dregur á flot inn í Hörpuna. Miðar á tónleikana seljast upp á núll komma einni sekúndu. Samkvæmt útreikningum Fréttatímans hafa íslenskir tónlistarunnendur keypt miða á tónleika fyrir 290 milljónir nú á vormán- uðum. Stærsti bitinn í þeirri köku er Eagles sem heldur tónleika í nýju Laugardalshöll- inni í júní. Alls seldust tíu þúsund miðar á örskotsstundu og skipti engu þótt miða- verðið væri frá fimmtán þúsund krónum upp í tuttugu þúsund. Tekjur af sölu að- göngumiða á tónleikana nema að öllum líkindum um 175 milljónum króna. Miðar á þrenna afmælistónleika Björgvins Hall- dórssonar í Háskólabíói seldust upp hratt og örugglega. Þar koma fimmtán milljónir í kassann. Sena skipuleggur báða þessa viðburði og segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu að fólk hafi verið í tónleikasvelti und- anfarin þrjú ár. „Ef fólk er á lífi þá leyfir það sér eitthvað. Og fólk virðist líta á tónleika sem góða afþreyingu og er tilbúið að eyða peningum í það,“ segir Ísleifur. Og hið umdeilda tónlistarhús Harpan, sem vígt verður í maí, fer heldur ekki var- hluta af tónleikaáhuga landsmanna. Ekki er langt síðan byrjað var að selja miða á fyrstu tónleikana í húsinu. Að sögn Önnu Margrétar Björnsson, kynningarfulltrúa Hörpunnar, hafa alls selst um tuttugu þús- und miðar frá því að miðasalan var opnuð. Varlega má áætla að tekurnar af því nemi um 100 milljónum. Þannig er uppselt á þrenna opnunartónleika Sinfóníuhljómsveit- ar Íslands og Vladimirs Ashkenazys og á fimm tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar og Páls Óskars. Samanlagt hafa selst tæplega þrettán þúsund miðar á þessa átta tónleika. Nær uppselt er á tónleika píanósnillingsins James Cullen, eftir nokkurra daga sölu, og sömuleiðis á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitarinnar og þeirra Sigríðar Thorlacius og Sigurðar Guðmundssonar. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, tónlistarstjóri Hörp- unnar, segir að fólk forgangsraði öðruvísi í kreppunni. „Tónlistin er fóður andans,“ segir Steinunn Birna kampakát með frábærar undirtektir við viðburði í Hörpunni. oskar@frettatiminn.is Páll Óskar lætur sig ekki muna um fimm tónleika með Sinfóníunni.  tónleikar UppáhaldstómstUndagaman Íslendinga Kaupa tónleikamiða fyrir 290 milljónir Íslenskir tónlistarunnendur flykkjast sem aldrei fyrr á tónleika og greiða hundruð milljóna fyrir. Og fólk virðist líta á tónleika sem góða afþreyingu og er tilbúið að eyða peningum í það. Eagles hafa enn aðdráttarafl á Íslandi. Hálfur milljarður með jólatónleikum Og það eru ekki bara tónleikarnir nú á vormánuðum sem trekkja að íslenska tónleikagesti. Um síðustu jól sáu og heyrðu alls um 35 þúsund manns Frostrósir og Jólagesti Björgvins á fjölmörgum tónleikum úti um allt land. Upp- selt alls staðar. Og ætla má að tekjurnar af tónleikunum hafi ekki verið undir 220 milljónum króna. Þegar við bætist holskeflan nú á síðustu vikum, hafa miðar verið seldir fyrir tæpan hálfan milljarð á nokkrum mánuðum. Olífélögin vilja sektir endurgreiddar Málarekstur vegna verðsamráðssekta stóru olíufélaganna þriggja mjakast hægt áfram. Næsta fyrirtaka í málinu verður 7. apríl hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnendur, Ker hf., Olíuverslun Íslands hf. og Skeljungur hf., krefjast þess að sektirnar sem lagðar voru á félögin verði felldar niður og endurgreiddar, og til vara að þær verði lækkaðar. Málið er sótt á hendur Samkeppniseftirlitinu. Hafi olíufélögin fulln- aðarsigur má reikna með að ríkissjóður þurfi að endurgreiða hverju þeirra sektarupphæðina auk verðtryggingar og vaxta. Varlega áætlað er sú upphæð aldrei undir þremur milljörðum króna, eða um einn milljarður til hvers félags að jafnaði. Það var vorið 2005 sem stóru olíufélögin þrjú, Esso, Olís og Skeljungur, voru úrskurðuð af áfrýjunarnefnd um samkeppnismál til að greiða Ríkissjóði samanlagt um einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir áralangt ólögmætt verðsamráð við sölu á bensíni og olíu. Að þávirði greiddi Esso 490 milljónir króna, Skeljungur 450 milljónir og Olís 560 milljónir. Félögin áfrýjuðu öll þeirri niðurstöðu til dómstóla. Dóms er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í haust. 700 á biðlista eftir iPad 2 Í dag, föstudaginn 25. mars, verður hulunni svipt af iPad 2, sem er önnur kynslóð af spjaldtölvunni vinsælu frá Apple. Margir eru um hituna að krækja sér í eintak af fyrstu sendingunni, um 700 eru á biðlista eftir tæki. Formleg kynning hefst klukkan 17 í versluninni Epli.is á Laugavegi 182. iPad 2 er algjörlega endurhönnuð frá fyrri gerð, 33 prósentum þynnri og um 15 prósentum léttari. iPad 2 er með nýjan gjörva sem skilar mun meiri afköstum í hraða og grafík en áður. Að auki er vélin með tvær innbyggðar myndavélar. Þótt hún sé þynnri og léttari er rafhlöðuending enn allt að 10 klukkustundir á iPad 2. h agdeild ASÍ telur að nú sé viðsnúningur að verða í ís- lensku efnahagslífi og að fram undan sé hægur bati. Reiknar deildin með því að landsfram- leiðslan vaxi um 2,5% í ár og 2,1% á því næsta en síðastliðið haust spáði hún 1,7% hagvexti á þess- um árum. Engu að síður er þetta minni hagvöxtur en Seðlabanki Íslands gerir ráð fyrir í nýjustu spá sinni sem var birt í febrúar, en spá bankans hljóðar upp á 2,8% hagvöxt í ár og 3,2% á næsta ári. Líkt og aðrir telur hagdeild ASÍ að staðan á vinnumarkaði verði áfram erfið en lagist í takt við efnahagsbata. Reiknar hún með að atvinnuleysi verði 7,4% að meðaltali í ár, 6,1% á næsta ári og verði 5,2% árið 2013. Hagdeild ASÍ reiknar með nokkuð meiri verðbólgu nú en hún hafði gert í haust, sem m.a. má skýra með hækkandi heimsmarkaðsverði á olíu og kornvörum sem þegar er farið að gæta. Telur ASÍ að áhrifin muni jafnframt aukast þegar líða tekur á árið. Er nú reiknað með að verðlag muni verða að meðal- tali 2,2% hærra í ár en í fyrra en áður hafði verið spáð 1,7% hækkun á milli ára. Á næsta ári gerir deildin ráð fyrir 2,1% verð- bólgu og svo 2,3% á árinu 2013 en í haust hafði hún spáð 1,7% og svo 1,9% á þessum árum. jonas@frettatiminn.is  asÍ hægUr bati fram Undan Hagdeildin spáir viðsnúningi í efnahagslífinu Reiknar með að landsframleiðslan vaxi um 2,5% í ár. Atvinnuleysi verði komið í 5,2% árið 2013. Greina má verð- hækkun á fasteigna- markaði Veltan á íbúðamarkaði í þriðju viku marsmánaðar var nokkuð yfir meðaltali þess sem verið hefur að jafnaði í viku hverri það sem af er þessu ári, að því er fram kemur hjá Þjóðskrá Íslands. Var þinglýst 71 kaupsamningi með íbúðarhúsnæði í vikunni en meðaltalið fyrir árið er 66. Tals- verðar sveiflur eru í veltu á milli vikna en almennt hefur heldur verið að bæta í veltuna undan- farið. Þannig var að meðaltali þinglýst 44 kaupsamningum í viku hverri á sama tímabili í fyrra og er aukningin því um 51% á milli ára. Á sama tímabili 2009 var þinglýst 32 kaupsamningum með íbúðarhúsnæði í viku hverri. Veltan hefur því ríflega tvöfaldast síðan þá. Lækkun nafnverðs og raunverðs íbúðarhúsnæðis, sem einkennt hafði markaðinn frá upphafi árs 2008, hefur nú stöðvast. Jafnvel má greina nokkra verðhækkun þegar litið er til síðustu mánaða. -jh 3 milljarða króna krafa. 2 fréttir Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.