Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 44

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 44
12 vélsleðar Helgin 25.-27. mars 2011 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. Á rið 2012 er tímamótaár í sögu Arctic Cat-vélsleðanna því þá verður liðin hálf öld frá því fyrstu sleðarnir af þessari gerð komu á markað. Af þessu tilefni mun framleiðandinn kynna sér- staka 50 ára afmælisútgáfu af Arctic Cat-vélsleðalín- unni. Guðmundur Bragason hjá Arctic Sport er nýkom- inn frá Bandaríkjunum þar sem hann var viðstaddur þegar hulunni var svipt af tímamóta afmælisútgáfu af Arctic Cat-vélsleðunum, í höfuðstöðvum framleiðand- ans í Minnesota. Að sögn Guðmundar ríkti gríðarleg leynd yfir hönnun sleðanna. „Þetta var þannig að aðeins þeir starfsmenn sem unnu við breytingarnar vissu hvernig nýju sleðarnir myndu líta út og það hefði verið brottrekstrarsök ef eitthvað hefði lekið í fjölmiðla áður en þeir voru afhjúpaðir,“ segir Guðmundur. Til þess kom þó ekki. Sleðarnir voru kynntir með pomp og pragt á dögunum og hafa fengið feikilega góðar viðtökur meðal sérfræðinga og áhugafólks um snjósleða, að sögn Guðmundar. Gjörbreytt hönnun Þótt sjálf hönnunin hafi ekki lekið út höfðu hins vegar borist fréttir af því fyrir nokkru að Arctic Cat hefði í hyggju að kynna til leiks verulega breytta útgáfu af sleðum fyrirtækisins í tilefni af afmælisárinu. Það lá því skiljanlega mikil eftirvænting í loftinu og menn biðu spenntir eftir að sjá í hverju breytingarnar væru fólgnar en Arctic Cat-vélsleðarnir hafa verið óbreyttir að mestu frá árinu 2003, enda byggðir á góðri og traustri hönnun. Sleðarnir eru hins vegar gjörbreyttir, bæði hvað varðar útlit og tækni. Guðmund- ur nefnir í því samhengi þyngd og fjöðrun. „Meðal þessara nýjunga er til dæmis að Arctic Cat býður nú upp á fjórgengis 180 hestafla léttan túrbínu-fjallasleða og breyttan 800 kúbika tvígengis 163 hestafla upprunalegan sleða, sem hefur í fyrri út- gáfu einmitt verið hvað vinsælastur hjá okkur.“  Kynning Arctic Sport 50 ára afmælisútgáfa Arctic Cat-vélsleða Arctic CAT M 800 í 50 ára afmælisútgáfunni. Þegar kominn biðlisti Mikill áhugi er á þessum sleðum enda hafa vélsleðar frá Arctic Cat fyrir löngu fest sig í sessi sem traust tæki sem reynast vel við ís- lenskar aðstæður. „Já, það hefur mikið verið hringt og spurt um þessa nýju sleða og við erum komnir með biðlista fyrir næsta haust enda um takmarkað magn að ræða svo að betra er að tryggja sér sleða í tíma,“ segir Guðmundur. Auk þess að vera með umboð fyrir Arctic Cat-vélsleða er Arctic Sport einnig með umboð fyrir fjórhjól frá sama framleiðanda. Fjórhjólin eru í mörgum stærðum og gerðum, svo sem götuhjól, ferðahjól og torfæruhjól, lítil og stór. Eins og sleðarnir hafa þau reynst feikilega vel. Arctic Sport er til húsa í Akra- lind 2 í Kópavogi. Sími fyrirtækis- ins er 578 0820, heimasíðan er http://arcticsport.is og netfangið er arcticsport@arcticsport.is Magnús Bogason til vinstri og Guðmundur Bragason hjá Arctic Sport. K Y N N IN G Í gamla daga var nóg að fýra upp í vindli áður en lagt var af stað á flunkunýjum snjósleða með einu skíði að framan, hálfa fjölskylduna aftan á og frúna á skíðum, hangandi í bandi aftan úr. Síðan hefur mikill snjór fallið og ríkið hefur gert þá lágmarkskröfu til snjósleðafólks að það noti hjálm en það er ekki mikið meira um kröfur þaðan. Þeim fer þó stöðugt fækkandi sem halda að snjórinn sé svo mjúkur að það sé hægt að smella á sig ríkishjálminum og halda svo af stað upp í fjöll. Öryggið byrjar þó alltaf á klassíkinni, föðurlandinu. Ullin er svo sannarlega ekki farin úr tísku í útivistinni og hefur sjálfsagt bjargað fleirum frá því að krókna úr kulda en allir St. Bernharðs- hundarnir í svissnesku Ölpunum til samans. Byrjum þó á góðum ullarleist- um. Þá eru það skórnir og það duga engir lakkskór. Ef leggja á í létta útsýnisferð eru til bomsur sem þægilegt er að labba á stuttar vegalengdir. Sé ætlunin að stökkva og djöflast eru skór sem halda þétt utan um ökkla og sköflunga, ekki ósvipað snjóbrettaskóm, nauðsynlegir. Þeir allra hörðustu rölta svo upp í Össur og láta sérsmíða hlífar yfir alla löppina. Hinir láta sér nægja hnéhlífar. Svo er að brynja skrokkinn, annað hvort með peysubrynju ættaðri úr Motocross eða sérstakri bakbrynju fyrir snjósleðafólk. Nýrnabelti er oft fast við brynjuna en ef ekki er gott að bæta því við. Það vill enginn þurfa að rúlla ofan af heilu fjalli með sprungin nýru. Þá er það ríkisöryggistækið, sjálfur hjálmurinn, hann þarf heldur betur að vera í lagi, hægt að hafa hann opinn og nota gleraugu eða lokaðan með gleri. Gott er að nota hálskraga líka. Gömlu góðu Kraftgallarnir eru heldur ekki alveg málið nema þú sért að elta fararstjóra í útsýnis- ferð. Þá þarftu líka helst að vera frá Þýska- landi og rétt rúmlega sextíu ára. Annars er það snjósleðajakki og smekkbuxur svo ekki verði nú bert á milli. Góðir hanskar eru nauðsynlegir og flestir taka grímu (lambúshetta fyrir aðra en innvígða) undir hjálminn. Þetta var fatnaðurinn en þér er nú ekki hleypt inn í innsta hring bara af því að þú mætir vel gallaður. Ónei, þú þarft allar græjur til að redda sjálfum þér og félög- unum úr hvers kyns hættu og ógöngum. Flestir hafa komið sér upp bakpoka með öllum græjum til snjóflóðaleitar. Það er jafnvel til bakpoki sem blæs út og heldur eigandanum á floti á meðan mesti atgang- urinn gengur yfir. Snjóflóðaýlir er tæki sem gerir leit að þeim sem grafist hafa í snjó auðveldari og hafa alvöru sleðamenn svoleiðs tæki innanklæða. Ýlarnir eru allir á sömu tíðni og flottustu útgáfurnar eru búnar púlsmæli. GPS þarf ekki að kynna enda standard hjá þeim sem ferðast um öræfi. Nýjustu labbrabb-tækin eru líka þarfir þjónar fyrir litla hópa; draga allt að 8 km og hægt að hafa innanklæða og tengja beint í eyrað. Það nýjasta er svokölluð spott-tæki. Með þeim er hægt að fylgjast með sleðamönnum úr tölvu, íklæddur náttgallanum í eldhúsinu heima. Þau er einnig hægt að nota til að láta vita af sér, algerlega óháð gsm-sam- bandi, hvort sem er til að láta vita af vandræðum eða bara að allt sé í góðu standi á fjallinu. Öryggið á fjöllin Ekki einu sinni fullkomnasti öryggsibúnaður bjargar þér frá því að vökna aðeins ef sleðinn stoppar út í miðri á eins og Karl Helgi Jónsson, björgunarsveitarmaður úr Kyndli í Mosfellsbæ og sleðaáhugamaður, fékk að reyna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.