Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 24
Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hlm@frettatiminn.is H ow dou you feel now, you little bast- ards?“ eða „Hvernig líður ykkur núna, litlu hrottarnir ykkar?“ var fyrirsögn breska blaðsins Daily Star í nóvember 1993. Tilefnið var rétt- arhöld yfir hinum tíu ára gömlu Jon Venables og Robert Thompson sem fundnir voru sekir um að hafa rænt tveggja ára dreng, James Bulger, úr verslanamiðstöð og myrt hann. Fyrirsögnin endurspeglaði hefndar- þorsta og reiði bresku þjóðarinnar vegna málsins sem hafði vakið óhug og athygli um allan heim. Börn höfðu gerst sek um að myrða barn. Börn sem samkvæmt breskum lög- um voru sakhæf. Breska pressan fór hamförum meðan á málarekstrinum stóð, líkti gerendunum við Saddam Hussein og kallaði þá lítil skrímsli eða „mini monsters“. Þá höfðu að meðaltali sjötíu börn, fimm ára og yngri, verið myrt árlega í Bretlandi af foreldrum eða nákomnum ættingj- um á síðustu tíu árum fyrir James Bulger-morðið en ekkert þeirra mála náði þó viðlíka athygli fjölmiðla. Á meðan drengirnir tóku út refsingu sína héldu breskir fjölmiðlar áfram að birta neikvæðar fréttir af þeim. Meðal annars var kostnaður við mál- tíðir drengjanna tíundaður og fjallað um það „óréttlæti“ að þeir fengju að njóta kennslu í fangelsinu. Eftir að þeir voru leystir úr haldi við átján ára aldur og fengu ný persónuauðkenni brást breska pressan við með fyrir- sögnum á borð við „skrímslin komin aftur út í samfélagið“. „Yngsti mannræningi Íslands“ og „Akureyrarhrottarnir“ eru dæmi um fyrirsagnir íslensks fjölmiðils á frétt- um sem vörðuðu unga afbrotamenn á árunum 2005 og 2006. Í fyrra málinu var um að ræða sautján ára síbrotapilt sem enn er til umfjöllunar í fjölmiðlum og var nýlega dæmdur til refsingar fyrir líkamsárás. Hann hlaut sinn fyrsta fangelsisdóm fimm- tán ára. Sextán ára þvingaði hann starfsmann Bónuss ofan í farangurs- geymslu bifreiðar sinnar, þar sem fyrir voru tveir Doberman-hundar, ók með hann um bæinn, beitti hann ofbeldi og þvingaði til að taka pen- inga út úr hraðbanka og afhenda sér. Frétt um þetta birtist á forsíðu DV þar sem pilturinn var nafngreindur og birt af honum mynd. Í „Akureyrarhrotta“-málinu var piltur þvingaður ofan í farangurs- geymslu bifreiðar á Akureyri, honum haldið þar nauðugum í klukkutíma og hann beittur ofbeldi. Höfuðpaurinn í því máli var þá sautján ára og naut aðstoðar félaga sinna. Daginn eftir að dómurinn var kveðinn upp birtist frétt um málið þar sem hann og aðrir sakborningar voru nafngreindir. Var þá einnig birt mynd af honum ásamt tveimur öðrum sakborningum, en hinir tveir voru síðan sýknaðir. Þetta eru börn „Við getum kallað þetta barnabrek og við getum kallað þetta afbrot, en þetta eru börn. Á meðan við höfum í lögum að börn séu börn þangað til þau verða átján ára þýðir ekki að vera með tvískinnung ef þau fremja barnabrek. Rökin fyrir því að miðað er við átján ára aldur í lögræðis- lögum er að börnin eru ekki talin hafa náð fullri dómgreind. Okkur ber, í ljósi barnaverndarlaganna og líka barnalaganna, að vernda börn fyrir eigin gerðum. Þegar börn fara það alvarlega út af sporinu að vitað er að það mun koma þeim sérstak- lega illa í framtíðinni, finnst mér enn ríkari skylda hvíla á okkur til að vernda þau,“ segir Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Há- skólans í Reykjavík, sem nýverið stóð fyrir málþingi í samstarfi við umboðsmann barna undir yfirskrift- inni „Opinber umfjöllun um afbrot barna“. Málefnið hefur verið Svölu hugleikið lengi eða allt frá árinu 2007. „Ég hef gengið með þetta mál- þing í maganum síðan ég skrifaði greinina „Fjölmiðlar og ungir af- brotamenn í ljósi stimplunarkenn- inga afbrotafræðinnar“ sem birtist í afmælisriti Jónatans Þórmundsson- ar,“ segir hún. „Mér er umhugað um réttindi barna á allan hátt og alveg sérstaklega á sviði ofbeldis.“ Svala er fylgjandi því að sett verði ákvæði í löggjöf eða siðareglur blaða- manna sem banni mynd- og nafnbirt- ingu þegar um unga afbrotamenn er að ræða. „Mér finnst sjálfsagt að setja það ákvæði, hvort sem það væri í siða- reglur blaðamanna eða í barna- verndar- eða sakamálalöggjöf, að nafn og myndir mætti ekki birta á opinberum vettvangi af börnum sem eru fremjendur brota. Það væri hægt að fjalla um málið og efni þess og atvik fram og til baka án þess að nafngreina gerandann. Við megum ekki gleyma því að oft og tíðum er þessi opinbera umfjöllun stimpill sem er ígildi brennimerkingar fyrri tíma. Hvað þá í svona litlu landi þar sem hlutirnir spyrjast fljótt út. Það er enn meiri ábyrgð. Ekki getum við flutt á milli fylkja. Ég er ekki að tala um lokað þinghald og að það megi ekki tala um þessa hluti. Því auð- vitað er okkar stefna að þinghald skuli háð í heyranda hljóði. Þetta eru opinber mál, ekki einkamál eða leyndarmál. En börn eru börn og það er ekki þægilegt að fara út í lífið hafandi runnið til og jafnvel tekið sig á, en eiga litla eða jafnvel enga von um breytt viðhorf annarra í sinn garð. Vera þekktur sem vandræða- unglingur.“ Svala bendir á að umfjöllun um afbrot barna og unglinga geti jafnvel hvatt þau til að halda áfram á sömu braut. „Þegar þessi mál eru blásin svona út í fjölmiðlum fara börn jafn- vel að lifa eftir þessari ímynd sem þar er haldið á lofti. Eins geta þau misst allt sjálfstraust, sjálfsmyndin brotnar og þau hafa enga trú á því að þau séu nokkurs virði eða geti neitt. Þetta getur haft mikil og stórvægileg áhrif á framtíðarmöguleika þeirra. Rannsóknir á þessum hópi barna, til dæmis rannsókn Jóns Gunnars Bernburg og Marvins D. Krohn, sem birt var árið 2003, sýndi að börn sem hafa komist í kast við lögin, þótt mál þeirra hafi ekki einu sinni endað með dómi, stóðu hallari fæti en sam- anburðarhópurinn. Þetta var áfall og sú lífsreynsla fylgdi þeim eins og dökkur skuggi,“ segir Svala. Afbrotastimpill lengir afbrotaferil Jón Gunnar Bernburg, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, vann umrædda rannsókn um stimplun í skilningi afbrotafræðinnar. „Stimplun tengist hugmynd um smán eða brennimerki og vísar í að ákveðnir hópar í samfélaginu eru smánaðir.Til verða neikvæðar staðalmyndir af fólki sem tilheyrir þessum hópum og afbrotamenn eru einn slíkur hópur. Fólk getur einnig haft neikvæðar hugmyndir um t.d. geðsjúkt fólk. Þessar staðalmyndir geta í einstaka tilfellum verið réttar. Afbrotamenn geta mögulega verið siðlausir og með litla sjálfsstjórn. En í mörgum tilfellum eiga þessar staðalmyndir ekki við. Hvort sem þær eiga við eða ekki þá er fólk, sem tilheyrir þessum hópum, dæmt fyrir- fram. Að sögn Jóns Gunnars getur form- leg stimplun m.a. verið fólgin í hand- töku, ákæruferli, því að fá á sig dóm eða fara á meðferðarheimili. „Afbrotastimpillinn vekur nei- kvæðar hugmyndir. Þessar hug- myndir lærum við í barnæsku, bara með því að lesa Andrésblöð. Um leið og við vitum að einhver er afbrota- maður ráða þessar hugmyndir miklu um það hvernig við komum fram við viðkomandi. Afbrotastimpillinn skiptir þá meira máli en það hvort einstaklingur- inn er t.d. gáfaður, kenn- ari eða faðir. Fólk sem hefur fengið afbrotas- timpilinn mætir einsleit- um, neikvæðum viðbrögð- um frá umhverfinu.“ Hvaða áhrif hefur af- brota stimpill á ungmenni? „Verði börn fyrir stimplun, til dæmis á ung- lingsaldri, getur það haft langvarandi áhrif á lífsferil þeirra og sjálfsmynd. Þau fara hugsanlega að líta á sig sem afbrotamenn og leika það hlutverk. Önnur kenning er að stimplun hafi slæm áhrif á félagsleg tengsl við hefðbundnar stofnanir samfélagsins. Þegar nærumhverfið hefur stimplað unglinginn sem afbro- taungling er styttra í að hann verði rekinn úr skóla ef hann gerir eitt- hvað af sér eða að kennararnir komi öðruvísi fram við hann. Það leiðir svo til þess að viðkomandi er mun ólík- legri til að ljúka námi og á erfiðara með að fá vinnu ef afbrotasaga hans er þekkt. Tengslin við hefðbundið samfélag minnka og í staðinn leitar einstaklingurinn í óhefðbundna samfélagið, þ. á m. eftir tengslum við aðra afbrotamenn. Fólki sem slitnar úr tengslum við stofnanir samfélags- ins er hættara við að fremja afbrot. Það hefur minna að tapa og lætur álit annarra sig minna máli skipta. Í hnotskurn er kenningin sú að stimpl- un geti lengt afbrotaferil og leitt af sér króníska afbrotahegðun vegna þess að hún ýtir einstaklingnum út á jaðarinn. Ýmsar rannsóknir styðja þetta sjónarhorn.“ Stimpluð fyrir lífstíð Er opinber umfjöllun um unga afbrotamenn skaðleg? Hvers virði er friðhelgi þeirra einkalífs? Njóta börn nafnleyndar í réttarkerfinu eftir að dómur er fallinn? Í fyrri grein sinni af tveimur skoðar Heiðdís Lilja Magnúsdóttir hvaða áhrif afbrotastimpill og opinber nafnbirting hefur á börn sem villast af leið. Ljósmyndir/Hari Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Forsíða DV frá árinu 2005 „Yngsti mannræningi Íslands“ var fyrirsögnin á forsíðunni þar sem pilturinn var nafngreindur og mynd af honum birt. Fréttin var um sautján ára síbrotapilt sem enn er til umfjöllunar í fjölmiðlum og var nýlega dæmdur til refsingar fyrir líkamsárás. Hann hlaut sinn fyrsta fangelsisdóm fimm- tán ára. Sextán ára þvingaði hann starfsmann Bónuss ofan í farangursgeymslu bifreiðar sinnar, þar sem fyrir voru tveir Doberman-hundar, ók með hann um bæinn, beitti hann ofbeldi og þvingaði til að taka peninga út úr hraðbanka og afhenda sér. Frétt um þetta birtist á forsíðu DV. Jon Venables og Robert Thompson voru tíu ára þegar þeir voru fundnir sekir um að hafa rænt hinum tveggja ára James Bulger úr verslanamið- stöð og myrt hann. 24 úttekt Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.