Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 70
54 bíó Helgin 25.-27. mars 2011 A f því að við erum búin að vera að gera þessa mynd hér í fjögur ár lofaði ég að frumsýna á Egils- stöðum en ekki í Reykjavík. Hér er ekkert bíó þannig að við breytum Valaskjálf í ein- hvers konar kvikmyndahús. Við ætlum svo að sýna hana hér í tíu daga eða svo. Síðan fer hún í ferðalag um landið á fleiri bíólausa staði áður en hún kemur suður,“ segir leik- stjórinn og handritshöfundur- inn Ásgeir hvítaskáld. Ásgeir fór í sjálfskipaða út- legð frá Íslandi í 21 ár og sett- ist að á Egilsstöðum þegar hann sneri aftur heim. „Ég var í 21 ár erlendis og þar af 16 í Danmörku. Ég kom til baka fyrir fjórum árum með skipi og lenti á Egilsstöðum og þar er ég enn. Ég var að fikta við kvikmyndagerð í Danmörku og var með í far- teskinu handrit sem ég hafði þróað í Danmörku. Ég féll fljótt fyrir landslaginu hérna, fannst sagan passa vel inn í það, og sneri handritinu yfir á íslensku.“ Ásgeir segir Glæp og sam- visku vera frekar drungalega. „Þetta er svolítið svört saga um ódæðisverk og listafólk sem býr í kommúnu og lendir á villigötum.“ Sagan gerist mikið til úti í náttúrunni en Alþýðuskólinn á Eiðum er aðaltökustaðurinn. „Sigur- jón Sighvatsson lánaði okk- ur skólann því hann er nú áhugamaður um kvikmynda- gerð og svoleiðis,“ segir Ás- geir og bætir við að skólanum hafi verið gerbreytt í nokkurs konar leiguhjall undir óláns- samar persónur myndarinnar. „Allir leikararnir í mynd- inni eru áhugaleikarar héðan af svæðinu og við þurftum að hrista svolítið upp í þeim og kenna þeim svolítið á kvik- myndaleik. Við náðum upp mjög góðum anda og margir leikararnir fara algerlega á kostum. Þetta er búið að vera mjög gaman, eiginlega bara partí í fjögur ár.“ Tónlistar- maðurinn góðkunni, Bjart- mar Guðlaugsson, fer með hlutverk í myndinni og stend- ur sig ákaflega vel að sögn Ásgeirs. „Bjartmar leikur galleríseiganda sem er ekki beint skemmtilegur og hann fer líka alveg á kostum.“ Ásgeir segist ekki geta sagt til um hvenær íbúum höfuð- borgarsvæðisins gefst kostur á að sjá Glæp og samvisku. „Ég veit það nú bara ekki. Ég er þegar búinn að bóka ýmsa staði. Við förum í Borgarfjörð eystra og Ísafjörður hefur áhuga þannig að það er allt mögulegt. Þetta er dreifingar- módel sem ég kynntist í Dan- mörku; að koma úr sveitinni og enda svo í höfuðborginni þannig að myndin er búin að spyrjast út áður en hún kemur þangað.“  ásgeir hvítAskáld Fer öFugAn hring  bíódómur biutiFul  FrumsýndAr  Ódæðisverk á Austurlandi Ásgeir hvítaskáld frumsýnir kvikmynd sína Glæpur og samviska á Egilsstöðum á föstudags- kvöld. Myndin er öll tekin á Austurlandi og í henni láta leikarar í Leikfélagi Fljótsdalshéraðs til sín taka. Í kjölfar frumsýningarinnar heima í héraði leggur myndin í hringferð og verður sýnd víða um land áður en hún endar í Reykjavík. u xbal lifir og starfar í undirheimum hinnar fögru borgar Barcelona en grimm og grá veröld hans á lítið sameiginlegt með þeirri Barce- lona sem ferðamenn dást að þegar þeir mæna andaktugir á Camp Nou, slæpast á Römblunum eða dást að byggingum Gaudis. Feigð og eymd voma yfir Uxbal. Hann gengur erinda smákrimma sem standa í götusölu, þræla- haldi ólöglegra innflytjenda og öðru sem þrífst illa í dagsljósi. Uxbal er ekkert of sáttur við hlutskipti sitt enda góð sál sem samviskan nartar stöðugt í. Hann elur önn fyrir tveimur börnum sínum og hagur þeirra er honum efst í huga en erfitt er að treysta á móðurina, sem þrátt fyrir góðan vilja er þjökuð af geðsjúkdómi, fíkn og stjórnleysi sem leggst þungt á börnin þegar verst lætur. Þegar Uxbal kemst að því að hann er undir- lagður af krabbameini og á skammt eftir ólifað, leggur hann allt í sölurnar til þess að tryggja öryggi barnanna að honum gengum og rekur sig óþægilega á því að hann er víða flæktur í vond mál og aðstæður sem hann hefur enga stjórn á. Biutiful er fjórða mynd (Amores Perros, 21 Grams, Babel) leikstjórans Alejandro González Iñárritu sem er einkar lagið að segja nístandi sársaukafullar sögur sem breyta áhorfendum í tilfinningalegt kjötfars. Biutiful gefur hinum myndunum þremur lítið eftir og frammistaða Javiers Bardem verður til þess að Biutiful gleym- ist seint þeim sem á hana horfa. Bardem er magn- aður í hlutverki Uxbals og segir ótrúlega margt með svipbrigðum, brostnum augum og lima- burði. Hann er þungamiðja myndarinnar, breysk- ur klettur í subbulegum og hráum heimi þar sem ljósglæturnar eru fáar. Aðrir leikarar standa sig með prýði, bæði börn og fullorðnir, og gera Biuti- ful að erfiðri, áleitinni mynd sem ætti að kenna kreppuþjökuðum Íslendingum að þakka fyrir það sem þeir þó hafa. Þórarinn Þórarinsson Líf og dauði í Barcelona Græna ljósið frumsýnir á föstudaginn bresku gamanmyndina Four Lions sem fjallar um fjóra klaufska hryðjuverkamenn með háleita drauma um sprengjuárás á Sheffield í nafni heilags stríðs. Hugmyndafræðilegir árekstrar og annar klaufaskapur setur þó öll áform þeirra í uppnám. Omar telur múslíma grátt leikna og vill hefna með því að gerast hermaður í heilögu stríði. Waj finnst það frábær hugmynd enda ekki furða þar sem Omar hugsar fyrir hann. Hinn hvíti Barry, sem snúist hefur til íslamstrúar, er ekki alveg á sama máli og Faisal er á skjön þar sem hann kann að búa til sprengju en The Adjustment Bureau Spennumynd gerð eftir vísindaskáldsögu Philips K. Dick og er með þeim Matt Damon og Emily Blunt í aðalhlut- verkum. Damon leikur stjórnmálamann sem framtíðin brosir við þegar hann kynnist óvart dans- ara sem Blunt leikur. Þau falla hvort fyrir öðru en svo virðist sem dularfull öfl geri allt til þess að koma í veg fyrir að samband myndist á milli þeirra. Á daginn kemur að sérstakur mannskapur er á fullu við að stýra lífi fólks og Damon kemst að ýmsu miður huggulegu. Aðrir miðlar: Imdb 7,2, Rotten Tomatoes 72%, Metacritic 60/100. No Strings Attached Natalie Portman og Ashton Kutcher leika góða vini. Hann er óforbetranlegur kvennabósi en hún upp- tekinn læknir sem hefur engan tíma fyrir sambönd. Þau verða fyrir því óláni að Þetta er búið að vera mjög gaman, eiginlega bara partí í fjögur ár. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is bíó Bjartmar Guðlaugsson sýnir mikil tilþrif í hlutverki galleríeiganda í Glæp og samvisku. Bauer gefst ekki upp Flestir aðrir en Kiefer Sutherland virðast vera búnir að gefa upp vonina um að gerð verði bíómynd eftir sjónvarps- þáttunum 24 um ævintýri hins grjótharða terroristabana, Jacks Bauer. Nothæft handrit hefur enn ekki komið fram en Sutherland er ekki af baki dottinn frekar en Bauer sjálfur. Sutherland fullyrðir að tökur byrji í kringum áramót og að Bauer muni mæta til leiks í bíó árið 2012. sofa saman og það sem verra er að þau smella vel saman í rúminu og hagsmunir þeirra fara saman þar sem Emma hefur ekki tíma fyrir kærasta en þyrstir í kynlíf og hann er jafn spenntur fyrir holdsins lystisemdum en kærir sig ekki um fast samband. En þá kemur upp hin sígilda spurning: Geta vinir sofið saman án þess að verða ástfangnir? Aðrir miðlar: Imdb 6,3, Rotten Tomatoes 49%, Metacritic 50/100. Limitless Bradley Cooper leikur rithöfund og land- eyðu sem gengur illa að koma frá sér bók. Hann hittir fyrir tilviljun mann sem býður honum að prófa nýtt lyf sem gal- opnar skiln- ingarvitin og magnar heilastarfsemina. Hann breytist þá í séní og fjármálasnilling en verður var við ýmislegt undarlegt í kringum sig og þarf á öllum sínum nýfengnu gáfum að halda, eigi hann að komast af. Robert De Niro og Abbie Cornish eru Cooper til halds og trausts í Limitless. Aðrir miðlar: Imdb 7,1, Rotten Tomatoes 65%, Metacritic 58/100. getur ekki sprengt sig í loft upp þar sem faðir hans hefur nýlega tekið upp á því að éta dagblöð. Four Lions vakti mikla athygli þegar hún var frum- sýnd á Sundance-kvikmyndahátíðinni í fyrra og leikstjórinn Chris Morris vann nýlega til BAFTA- verðlauna fyrir þessa frumraun sína. Aðrir miðlar: Imdb 7,5, Rotten Tomatoes 81%, Metacritic 68/100. Allt gengur á aftur- fótunum hjá lánlausu hryðjuverka- mönnunum sem ætla sér að herja á Sheffield. Svart hryðjuverkagrín Uxbal er hokinn af áhyggjum í Biutiful. Ásgeir hvítaskáld hefur skemmt sér síðustu fjögur árin með sveitungum sínum við gerð bíómyndarinnar. SKRÁÐU ÞIG NÚNA á worldclass.is og í síma 55 30000 Opið allan sólarhringinn í World Class Kringlunni B es tu n B irt in ga hú s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.