Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 50
world class.is Súperform Peak Pilates Hot Rope Yoga Mömmutímar Fitnessbox TRX Combó Zumba Fitness CrossFit SpinningFit Ketilbjöllur Herþjálfun Lífstíll 20+ SKRÁÐU ÞIG NÚNAá worldclass.is og í síma 55 30000 B es tu n B irt in g ah ús Georg og félagar Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL F „Svona, svona, þú liggur nú ekki fyrir dauð­ anum,“ sagði betri helmingurinn á þriðja degi flensuskrattans sem settist að mér í lið­ inni viku. Henni þótt bóndinn full aumingja­ legur miðað við aðstæður. „Það verður ekki á karlkynið logið; fái það særindi í háls eða rennsli í nös er eins og það sé beinlínis á grafarbakkanum, geti sig varla hrært. Það er eins gott að það var ekki á það kyn lagt að ganga með og fæða börn. Fáðu þér heitt te og reyndu að hrista þetta af þér. Ég skal svo kaupa handa þér hóstamixtúru og háls­ brjóstsykur.“ Ég lá eftir einn og vorkenndi mér, skildi vart að aðrir sæju ekki þjáningu hins flens­ aða og hugarangur, óþægindin af hóstanum, táraflóði úr öðru auga og nefrennsli. Hvað er ekki á einn mann lagt? Hjúkrun hefði verið vel þegin við þessar aðstæður sem ég taldi alvarlegar en var víst einn á þeirri skoðun. Hvað er þá til ráða til að þrauka daginn? Lestur var hugsanlegur en nokkuð önugur vegna fyrrnefnds táraflóðs, öðru megin. Sama gilti um sjónvarpsgláp. Því var raunar sjálfhætt vegna leiðinda. Endursýndar sápu­ óperur höfða lítt til mín og öngvu sambandi hef ég náð við framhaldsseríur frá því Dallas var og hét. Í stöðvaflakki mínu, áður en ég bugaðist, var ég þó það langt leiddur að ég staðnæmdist við Aðþrengdar eiginkonur. Heldur lifnaði yfir grátbólgnum sjúklingn­ um, þó aðeins með tár á öðrum hvarmi, þegar gamla illmennið JR birtist í þessum alræmda kvennaþætti. Hrörlegur var hann og grár fyrir hærum en brást þó í engu von­ um mínum sem hortugt og svínslegt gamal­ menni. Verra var að hann dó í miðjum þætti. Þá slökkti ég. Ég lagðist fyrir, enn þreyttari á pestinni en fyrr, en kveikti þó á útvarpinu í vekjara­ klukkunni, svona til að hafa eitthvað fyrir stafni. Hljóðið í því tæki er mónótónt, svo ekki sé meira sagt. Útvarpsklukkan var stillt á rás eitt. Ég hafði ekki þrek til að leita ann­ arra stöðva enda þurfti handafl til þess. Ég færðist nánast aftur til bernskuáranna þeg­ ar útvarpsþulurinn sagði: „Nú verða sagðar veðurfregnir frá Veðurstofu Íslands.“ Það var fráleitt styttri útgáfan. Þar sem ég lá hlust­ aði ég á veðurspá og veðurhorfur fyrir landið og miðin. Fyrst var stormviðvörun. Svo fór þulurinn með mig hringferð um landið; byrjaði í Reykjavík og endaði á Suðurnesjum. Loks kom sjó­ veðurspá. Þar var líka varað við stormi á öllum miðum. Mér datt í hug að slökkva en hand­ leggur inn sem sneri að útvarps­ klukkunni var of þungur. Útvarpsþul­ urinn tók því öll völd og flutti mér óumbeð­ inn dánarfregnir og jarð­ arfarir. Óvenjumargir höfðu dáið dagana á undan. Mér datt í hug að þeir hefðu fengið flensuna. Því setti að mér nokkurn ótta. Þá minntist ég orða konu minnar og harkaði af mér. Næst sagði þulurinn mér að klukkuna vantaði sjö mínútur í eitt. Það var ekki sér­ lega uppörvandi og ekki bætti úr skák að hann nefndi að fram að þessa hefði ekki unn­ ist tími til að fara yfir helstu dagskráratriði dagsins. Þessar mínútur fram að fréttum fékk ég dagskrána beint í æð, lið fyrir lið. Miðað við þann upplestur ákvað ég að hlusta á fyrsta dagskrárliðinn, ferðaþátt frá Afr­ íku. Það var í sjálfu sér athyglisvert efni ef umsjónarmaðurinn hefði ekki bætt við tal­ málið löngum köflum af afrískri tónlist. Ég viðurkenni takmarkaða þekkingu á henni en úr vekjaraklukkunni hljómaði sönglistin eins og í bavíönum um fengitímann. Til að forðast fordóma kenni ég klukkunni um. Svefninn yfirbugaði mig um það leyti sem síðasti tónn­ inn dó út. Ég vaknaði ekki fyrr en þulurinn las veðurfregnirnar sem teknar voru um land allt klukkan þrjú. Lítil breyting hafði orðið á veðri. Það var enn stormviðvörun. „Dragðu nú ekki lappirnar eins og gam­ almenni,“ sagði konan þegar ég tók á móti henni um kvöldið, „það er ekki sjón að sjá þig. Þú ættir að vera úthvíldur eftir að hafa legið í bælinu í allan dag. Hvað gastu gert af þér?“ Áður en ég greindi henni frá því að vindstyrkurinn væri 25 metrar á sekúndu á Dalatanga og að aðstandendur Sigurhjartar á Rauðarárstígnum hefðu tilkynnt andlát hans í hádeginu, spurði ég hvort hún væri með lífselexírinn. Oft hefði verið þörf en nú væri nauðsyn. Hún rétti mér hóstamixt­ úruna um leið og hún klappaði mér létt á bakið og sagði: „Þú lifir þetta af, góði minn, það hafa víst fleiri fengið kvef en þú og kom­ ist bærilega út í lífið á ný.“ Ég sá ekki að heilsan væri hótinu betri næsta dag, gott ef ekki verri. „Settu í þig mixtúruna,“ sagði konan um leið og hún fletti Mogganum með morgunkaffinu. Ég hafði verið að vona að hún rétti mér björgun­ arlyfið í skeið. Hún var þotin áður en ég vissi af en hringdi skömmu síðar úr vinnunni. Barnabarn okkar var komið með flensuna og gat ekki farið í leikskólann. Foreldrarnir, fastir í vinnu, hringdu því í ömmu. Sú góða kona sagði það varla vandamál, afi væri heima og léti sér leiðast, aðeins krankur að vísu, en ábyggilega í stuði til barnagæslu. „Skutliði barninu bara til hans. Þau geta leg­ ið saman í sófanum og horft á barnaefni. Það hressir kallinn að fá félagsskap.“ „Hvernig gekk hjá ykkur, elskan, var ekki gaman að hafa kompaní?“ spurði konan þeg­ ar hún kom heim það kvöldið. „Jú,“ svaraði ég, „barnið var ljúft við afa eins og venjulega en nefndu hvorki Söngvaborg 1 né 2 við mig á næstunni, eða þá félaga Masa og Georg mörgæs. Sama gildir um Brúðubílinn og Lilla, svo ágætur sem sá félagsskapur kann annars að vera.“ „Viltu ekki mixtúruna þína?“ sagði konan þegar bóndi hennar sönglaði nefmæltur yfir kvöldskattinum torkennlegan lagstúf, eitt­ hvað í þessa veru: „Georg og félagar, vin­ sælir alls staðar, vilt’ ekki vera með?“ eða heldurðu að ég þurfi að kaupa annars konar lyf handa þér, elskan?“ Te ik ni ng /H ar i                                           ­€‚ € € ƒ„€…† Fært til bókar Verður „foringjaræðinu“ beitt? Það kom ekki á óvart að þingmenn Sjálf- stæðisflokksins gagnrýndu Jóhönnu Sig- urðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í fyrradag vegna niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála um að forsætisráðuneytið hefði brotið jafnréttislög við stöðuveitingu. Meiri athygli vakti að tvær kon- ur í þingflokki forsætis- ráðherra, Þórunn Svein- bjarnardóttir og Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir, gagn- rýndu foringja sinn. Þórunn sagði málið grafalvarlegt. Miðað við frægt „foringja- ræði“ forystumanna ríkisstjórnarinnar verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða tökum forsætisráðherrann og flokksfor- maðurinn tekur þessa liðsmenn sína. „Aldraður fjölskylduvinur“ Tíminn, hið gamla málgagn Framsóknar- flokksins, leið undir lok þegar flokksblöð þóttu ekki lengur við hæfi hér á landi. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar haldið nafninu enda fá nöfn betri á fjöl- miðli. Nú hefur „hinn aldraði heimilisvinur“ gengið í endurnýjun lífdaga en með öðrum formerkjum, eins og segir í kynningu nýs vefmiðils sem ber Tímanafnið. Þar sverja forráðamenn hins vegar alla fram- sóknarmennsku af sér, segja að Tíminn sé vefmiðill sem muni fjalla af sanngirni um mál frá ólíkum hliðum, án hægri eða vinstri slagsíðu. Réttrúaðir „frammarar“ gætu þó haldið því fram að þar sé einmitt komin miðjustefna Framsóknarflokksins. Tíminn kom fyrst út sem dagblað fyrir 94 árum. Margir þekktir menn voru ritstjórar þar á bæ. Meðal þeirra má nefna Þórarin Þórarinsson, afa og alnafna blaðamanns Fréttatímans, Jón Helgason, Indriða G. Þorsteinsson og Elías Snæland Jóns- son. Tímamenn reyndu að peppa gamla blaðið upp með útgáfu Nútímans, NT, á tíunda áratug liðinnar aldar. Það mistókst herfilega. Ritstjóri hins nýja vefmiðils er Valur Jónatansson, sem m.a. var íþrótta- blaðamaður á Morgunblaðinu. 34 viðhorf Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.