Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 40
8 skíðasvæði Helgin 25.-27. mars 2011 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. SKEMMTUM OKKUR INNANLANDS FLUG OG GISTING Í EINA NÓTT FRÁ AÐEINS 21.030 KR.* FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 5 38 64 0 3/ 11 Hringdu í 570 3030 og skelltu þér á skíði. M ikil stemning er í Skíða- göngufélaginu Ulli um þessar mundir en að því stendur áhugafólk um skíðagöngu á höfuð- borgarsvæðinu. Fyrir tveimur árum lagði Íþrótta - og tómstundaráð Reykjavíkur félaginu til lítinn skála sem fluttur var á sléttuna sunnan við Suðurgilið í Bláfjöllum. Síðan hefur heilmikið starf sprottið upp og sífellt fleiri stunda skíðagöngu á svæðinu. Skálinn er áningarstaður skíðagöngu- manna en þar eru einnig smurbekkir og geymslur fyrir skíðabúnað. „Skálinn breytti miklu og undanfarið hefur verið mikið fjör hjá okkur. Megin- markmiðið er að byggja upp góða aðstöðu í Bláfjöllum og okkur er að takast það. Við eigum þó nokkuð mikið af skíðum sem við leyfum áhugasömu fólki að prófa og svo leigjum við út allan búnað fyrir 1.500 krón- ur á dag. Börn undir sextán ára aldri geta fengið skíðabúnað lánaðan frítt. Um helgar eru æfingar fyrir krakka og stundum bjóð- um við upp á styttri námskeið fyrir þá sem vilja læra tæknina betur,“ segir Hólmfríður Þóroddsdóttir, ritari Skíðagöngufélagsins Ullar, en í félaginu er jafnt áhugafólk sem keppnisfólk á öllum aldri. Starfsmenn Bláfjalla troða gönguspor á Leirunum sem eru syðst á Bláfjallasvæð- inu. „Flestir eru á svokölluðum brautar- skíðum. Fólk kemur líka á fjallaskíðum með stálköntum en það þarf ekki að ganga í troðnum brautum og er því algjörlega óháð opnunartímum í Bláfjöllum. Undan- farið hefur verið nóg af snjó og því mikið af fólki upp frá.“ Hólmfríður viðurkennir að vonskuveður og snjóleysi sé helsta áskorun félagsins. Undanfarnar vikur hafi verið góð- ar en nú sé besti skíðagöngutíminn fram undan með meiri birtu og minni vindi. Mikil eftirspurn er eftir tilsögn í skíða- göngu og ef til vill verður hægt að veita hana um helgina ef veður leyfir. Á heima- síðu félagsins ullur.is má lesa fréttir af troðnum skíðagöngusporum, færi og upp- ákomum. Helgina 31. mars til 3. apríl verð- ur svo Skíðamót Íslands haldið í Bláfjöllum og Reykjavík þar sem keppt er í hefð- bundinni og frjálsri aðferð. Tolli snjórinn í bænum verður hin svokallaða sprettganga haldin í Hljómskálagarðinum í Reykjavík fimmtudaginn 31. mars. Oddsskarði breytt í brettagarð Í dag er 56. opnunardagur í Tungudal og 86. opnunardagur á Seljalandssvæðinu en það þykir ágætt á landsvísu. Markmið okkar er að ná allt að 90 opnunardögum á ári,“ segir Jóhann Bæring, um- sjónarmaður skíðasvæðisins á Ísafirði. Í Tungudal eru fjölbreyttar brekkur og tvær tæplega kíló- metra langar lyftur auk barnalyftu í dalbotninum. Beint fram af Sand- fellinu eru mjúkir en brattir hjallar sem aðeins eru troðnir að hluta til svo að auðvelt er að skíða utan brautar. Frá enda Miðfellslyftunn- ar er upplagt að skella skíðunum á bakið, rölta upp Miðfellið og njóta útsýnisins. „Hér er mikil skíðamenning og heimamenn fara mikið á skíði. Fyrir fimm árum voru settar upp snjósöfnunargirðingar sem hafa sannarlega skilað meiri snjó í fjallið og fleiri opnunardögum. Nú erum við að reyna að safna og halda í snjóinn svo að hann endist fram yfir páska en þeir eru óvenju- seint í ár,“ segir Jóhann og minnir á skíðavikuna sem haldin er um hverja páska. Það er fjölmennasti tíminn í fjallinu og margir gera sér ferð á Ísafjörð gagngert til að fara á skíði. Skíðaíþróttin á sér langa sögu á Ísafirði þar sem hún var lengst af iðkuð á Seljalandsdal. Mannvirkin skemmdust hins vegar mikið í snjóflóðum árið 1994 og 1995 og var þá svigskíðasvæðið flutt yfir í Tungudal. Skíðagöngufólk iðkar hins vegar enn íþrótt sína af miklum krafti á Seljalandsdal en þar hefur mikil uppbygging átt sér stað. Vegur upp að Harðarskálaflöt gerir fólki kleift að stíga beint úr bílnum á skíðin og skiptir engu máli á hvaða tíma sólarhrings fólk vill ganga. Öflug lýsing er á svæðinu og allir geta kveikt og slökkt á auðveldan hátt. „Það hefur ekki verið meiri snjór hjá okkur í vetur en einmitt nú. Snjónum kyngdi niður í mars- mánuði,“ segir Jóhann, bjartsýnn á góða vertíð fram undan. Ísafjörður á kafi í snjó V ið eigum von á sérstökum troðara-manni frá Frakklandi sem ætlar að aðstoða okkur við að búa til brettagarð í fjallinu. Hann sér um brettagarðana á einu af stærstu skíðasvæði í Evrópu, Les Arcs í Frakklandi, og þykir einn sá fær- asti á þessu sviði í heiminum. Það verður því alpastemning hjá okkur allan apríl- mánuð,“ segir Dagfinnur Ómarsson, for- stöðumaður skíðasvæðisins í Oddsskarði. Tvær lyftur eru á skíðasvæðinu sem samtals eru 1.300 metra langar. Brekk- urnar þykja bæði brattar og erfiðar svo að reynt skíðafólk getur notið sín í botn. Auk þess er byrjendalyfta og brekkur fyrir styttra komna. Verið er að leggja lokahönd á páskadagskrána og geta áhugasamir fylgst með á heimasíðunni oddsskard.is Skíðaganga í Bláfjöllum Mikil gróska er í starfinu hjá Skíða- göngufélaginu Ulli í Bláfjöllum. Undanfarið hefur verið nóg af snjó og því mikið af fólki upp frá. Brattar og erfiðar brekkur svo að reynt skíðafólk getur notið sín í botn. Skíðaíþróttin á sér langa sögu á Ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.