Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 37
Helgin 25.-27. mars 2011
KEAHÓTEL // Hafnarstræti 87-89 // 600 Akureyri // Sími: 460 2050 // Fax: 460 2070 // keahotels@keahotels.is // www.keahotels.is
Upplýsingar og pantanir í síma 460 2000 og á www.keahotels.is
NJÓTTU PÁSKANNA Á AKUREYRI
Gæði, þjónusta og þægindi einkenna hótelin, sem staðsett eru í hjarta bæjarins þar sem
veitinga- og skemmtistaðir, leikhús, kvikmyndahús og verslanir eru innan seilingar.
Í Hlíðarfjalli við Akureyri er frábær aðstaða til skíða- og snjóbrettaiðkunar og þar er sannkölluð
skíðaparadís rétt við bæjardyrnar.
Starfsfólk Keahótela býður ykkur hjartanlega velkomin og vonar að dvölin verði ánægjuleg.
KEAHÓTEL BJÓÐA FRÁBÆR GISTITILBOÐ
Á AKUREYRI UM PÁSKANA.
Hlíðarfjallið, skautahöllin, söfnin, Brynjuísinn, góða veðrið, frábæru veitingastaðirnir,
leikhúsið, pöbbarnir, kaffihúsin, búðirnar, náttúrufegurðin, hjartabrosið...
H ið glæsilega menningarhús Hof er nýr áfangastaður, menningarhús Norðlendinga og í raun allra lands-
manna. Húsið var opnað í ágúst síðastliðn-
um, áberandi og hringlaga kennileiti við
sjóinn, verðugur rammi um menningar- og
tónlistarlíf. Þar er fyrirmyndaraðstaða fyrir
fjölbreytilega viðburði á sviði tónlistar, leik-
listar, danslistar og ráðstefnuhalds.
Meðal þess sem vænta má í Hofi á næst-
unni er söngleikurinn Hárið sem frum-
sýndur verður 15. apríl næstkomandi. Fáir
söngleikir eru þekktari en Hárið sem var
fyrsti stóri rokksöngleikurinn. Víetnam-
stríðið og þátttaka Bandaríkjamanna er
undirstaða verksins, sígilt efni enda stríðin
mörg síðan. Meðal helstu laga í Hárinu eru
perlur eins og: Að eilífu, Blikandi stjörnur,
Lifi ljósið og síðast en ekki síst titillag verks-
ins, Hár. Það er sönghópurinn Silfurtungl-
ið sem þenur raddböndin fyrir hlustendur.
Þar á meðal eru margir af bestu söngvurum
landsins, m.a. Eyþór Ingi Gunnlaugsson,
Matthías Matthíasson, Magni Ásgeirsson,
Jana María Guðmundsdóttir, Erna Hrönn
Ólafsdóttir, Ólöf Jara Skagfjörð og Pétur Örn
Guðmundsson.
Í Hofi verður Íslenski dansflokkurinn með
fjölskyldusýningu 1. og 2. apríl. Frítt verður
fyrir börn yngri en 12 ára og 13-16 ára fá
miðann á hálfvirði. Á dagskránni verða tvö
ólík verk sem höfða til breiðs áhorfenda-
hóps. Fyrra verkið sem sýnt verður ber nafn-
ið Großstadtsafari og er eftir Norðmanninn
Jo Strömgren. Seinna verkið heitir Endastöð
og er eftir Svíann Alexander Ekman.
Jafnframt býður dansflokkurinn frítt dans-
námskeið fyrir ungt fólk á Akureyri og ná-
grenni 31. mars.
Hof Kennileiti á AKureyri
Menningarhús Norðlendinga
Söngleikurinn Hárið verður frumsýndur í Hofi 15. apríl. Íslenski dansflokkurinn verður með fjölskyldu-
sýningu og dansnámskeið.
Fyrir
myndar
aðstaða
fyrir
fjölbreyti
lega við
burði.
Íslenski dans-
flokkurinn
verður með
fjölskyldusýn-
ingu í Hofi í
aprílbyrjun.