Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 22
A ð greinast með krabbamein er áfall. Það er krísa. Það er eðlilegt að bregðast við krabbameins- greiningu á þann hátt. Sumir virð- ast ekki kippa sér upp við grein- ingu og sennilega er það ekki í lagi. Það fólk horfir blindum augum á staðreyndir því það er alvarlegt að greinast með krabbamein. Sjúkdómurinn fer vaxandi en góðu fréttirnar eru þær að gríðarleg framþróun hefur orðið í krabba- meinsmeðferðum. Nú læknast um helmingur þeirra sem greinast.“ Snorri lærði krabbameinslækningar á Karól- ínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi og fór síðar í geðlækningar. Nú sinnir hann almennum geðlækn- ingum en flestir sem leita til hans glíma einnig við krabbamein. Fyrir fjórum árum greindist hann svo sjálfur með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hvaða áhrif hafði greiningin á þig? „Ég verð að játa að mér var brugðið þegar raunveruleikinn blasti við mér. Ég var undir miklu vinnuálagi á þessum tíma og þurfti að breyta bók- unum sjúklinga minna til að komast sjálfur í allar rannsóknir sem læknirinn minn taldi nauðsyn- legar. Ég var þarna tættur og áhyggjufullur og tók sjúkdómsgreiningunni verr en ég hafði sjálfur átt von á. Það hjálpaði mér nákvæmlega ekkert á þessum tímapunkti að hafa lært krabbameins- lækningar og síðar geðlækningar. Ég reyndi að gera mér grein fyrir líðan minni. Ég gat rökstutt fyrir sjálfum mér að ég væri ekki þunglyndur. En eitthvað var að! Rökrétt fannst mér ég vera eðlilega kvíðinn miðað við aðstæður svo að ekki var það málið. Nokkrum vikum eftir sjúkdómsgreininguna rann það upp fyrir mér hvað að mér gekk. Ég var í sorg. Ég var að syrgja Snorra Ingimarsson sem heilbrigðan mann og mér létti óumræðilega þegar ég gerði mér grein fyrir því hvað að mér gekk and- lega. Ég vissi að ég þurfti minn tíma til að syrgja eins og allir aðrir.“ Snorri segir að stundum sé erfitt að meta and- legt ástand fólks í krabbameinsmeðferðum. „Algengustu geðraskanir sem krabbameinssjúk- þola og komast í gegnum krabbameinsmeðferð af fullum þunga. Þó er ekki algengt að fólk hætti í krabbameinsmeðferð en stundum þarf að draga úr meðferðinni. Það er engin heilsa án geðheilsu og ef við horfum á þetta raunsætt þá er þunglyndur eða kvíðinn krabbameinssjúklingur líklegri til að þurfa að leita oftar til sjúkrahússins en ella eins og rannsóknir hafa sýnt fram á. Slæmt andlegt ástand veldur því að innlagnir verða tíðari og dvalartími lengri.“ Algengt er að sjúklingurinn dragi sig í hlé og undan mannlegum samskiptum. Félagslega um- hverfið á það til að sýna yfirdrifna nærgætni þann- ig að sjúklingurinn einangrast. Einsemd er jafn hættuleg heilsunni og reykingar eða hækkuð blóð- fita. Við sjáum með ýmsum hætti hvað félagslegi þátturinn skiptir miklu máli. Rannsóknir sýna til dæmis að giftir krabbameinssjúklingar lifa lengur en einstæðir krabbameinssjúklingar. Það er engin tilviljun að það mótast samhjálparhópar krabba- meinssjúklinga og aðstandenda. Fyrst og fremst eru þeir til að hindra félagslega einangrun og miðla gagnlegum upplýsingum. Það er alveg sama hvað heilbrigðisstarfsfólkið er gott, það getur ekki miðlað á sama hátt til sjúklingsins hvað það þýðir í raun og veru að vera með krabbamein. Reynslu- heimur krabbameinssjúklinga er því dýrmætur,“ segir Snorri og mælir hiklaust með því að fólk leiti til slíkra samhjálparhópa. „Ég hvet fólk til að sinna sínum félagslegu þörfum og sé tvímælalaust ávinn- ing af samhjálparhópum meðal minna sjúklinga. Sumir eru auðvitað einfarar og það breytist ekkert við að greinast með krabbamein. Ég reyni að skoða með fólki hvernig félagsleg staða þess er og í sameiningu leitum við leiða til að virkja þá sem ekki eru sterkir félagslega. Það þarf að huga að svefnmynstri og sjá til þess að fá næga hvíld. Virkni yfir daginn skiptir miklu máli og að fólk hafi eitthvað fyrir stafni. Skynsamleg næring er líka mikilvæg og hreyfing.“ Mælir þú með því að jafnvel mikið veikt fólk hreyfi sig? „Já, maður á aldrei að hætta að stuðla að betri líðan og bættri heilsu. Allt okkar starf snýst um að hámarka lífsgæði fólks, sama hvar það er í sjúk- dómsferlinu. Nú læknast fleiri en áður af krabbameini en þeir sem ekki læknast lifa við sjúkdóminn miklu lengur en áður. Fólk er kannski með virkan sjúkdóm í ára- tugi. Það læknast ekki en lifir áfram. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að vakað sé yfir heilsutengd- um lífsgæðum þess.“ Snorri segist hafa þurft hjálp til að komast út úr læknishlutverkinu þegar hann þurfti sjálfur að berjast við krabbamein. „Ég fékk framúrskarandi góða aðhlynningu á Landspítalanum. Ég var upp- lýstur um allt sem í vændum var. Ég reyndi að leggja á ráðin með lækninum mínum um að létta áhyggjum af fjölskyldu minni og styrkja varnir hennar. Hann tók mér afar vel en hjálpaði mér út úr læknishlutverkinu og upplýsti fólkið mitt um sjúkdóminn, fyrirhugaða meðferð og horfur á lækningu. Það gerði hann frábærlega vel. Ég fékk að vera það sem ég var – sjúklingur – og það var einnig léttir. Snorri segist hafa upplifað sjálfur mikilvægi þess að ræða við aðra krabbameinssjúklinga. „Ég hafði gríðarlega mikið gagn af því að tala við tvo menn sem höfðu greinst með krabbamein í blöðru- hálskirtli og höfðu reynslu að miðla mér. Annar Ég tók sjúk- dómsgreining- unni verr en ég hafði sjálfur átt von á. Það hjálpaði mér nákvæmlega ekkert á þess- um tímapunkti að hafa lært krabbameins- lækningar og síðar geðlækn- ingar. lingar verða fyrir eru þunglyndi og kvíði. Innan um alla flóru krabbameinseinkenna og krabbameins- meðferðar er oft erfitt að greina þessar geðraskan- ir. Manni þykir kannski eðlilegt að krabbameins- sjúklingur sé þreyttur og niðurdreginn en áttar sig ekki á því að bullandi þunglyndi er í uppsiglingu. Staðan á Íslandi virðist svipuð og hjá nágranna- þjóðum okkar en nýleg rannsókn á krabbameins- sjúklingum við göngudeild Landspítalans sýndi að um 25-50 prósent þeirra þarfnast aðstoðar vegna geðrænna vandamála.“ Geðheilsa hefur áhrif á krabbameinið Snorri segir að geðraskanir geti haft óbein áhrif á sjálft krabbameinið. „Sjúklingur sem er kvíð- inn eða þunglyndur er ekki eins líklegur til að Magnús Guðmundsson 1.777.777 kr. Magnús greindist með hvítblæði í fyrrasumar og háði hetjulega baráttu við sjúkdóminn þar til hann lést 15. mars síðastliðinn. Vegna krabbameinsmeðferðar óx mottan hægt á Magnúsi en markmið hans var að safna milljón krónum í átakinu. Hann er enn hæsti keppandinn í átakinu. Bjarndís Sjöfn Blandon 565.000 kr. Bjarndís missti pabba sinn 11. febrúar síðastliðinn eftir tíu mánaða baráttu við nýrna- frumukrabbamein. Pabbi hennar tók stoltur þátt í átakinu í fyrra og því skráði Bryndís sig til leiks í ár. Bergsveinn A. Rúnarsson 230.000 kr. Bergsveinn safnar mottu til stuðnings litla bróður sínum sem er fjórtán ára og greinidst með bráðahvítblæði í janúar. Hann er nú í stífri lyfjameð- ferð en braggast vel miðað við aðstæður. Bergsveinn vill vekja fólk til umhugsunar um að maður viti aldrei hvenær lífið tekur óvænta u-beygju. Hallur Þór Jensson 87.418 kr. Hallur tekur þátt í átakinu til minningar um föður sinn sem lést í fyrrahaust eftir erfiða baráttu við krabbamein. Ágúst Sverrir Daníelsson 80.000 kr. Ágúst safnar mottu til stuðn- ings frænda konu sinnar en hann greindist með bráðahvít- blæði í janúar, aðeins fjórtán ára að aldri. Á Íslandi greinast að meðaltali 716 karlar með krabbamein á ári en 278 deyja að meðaltali ár hvert úr krabbameini. Söfnunarátakið Mottumars er einstaklings- og liðakeppni í áheitasöfnun en þátt- takendur safna mottum og birta af þeim myndir á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Söfnunarféð rennur til Krabbameinsfélags- ins. Nú er síðasta vika mottmars að hefjast og síðustu forvöð að styrkja málefnið. Hér eru þeir fimm sem safnað hafa hæstu upp- hæðunum í einstaklingskeppninni. Lokasprettur Mottumars Snorri Ingimarsson krabbameins- og geðlæknir Sumt fólk þjáist af áfallastreituröskun og það endur- upplifir krabbameinið lengi á eftir. Í hverju læknis- eftirliti er fólk minnt á sjúkdóminn og er kvíðið yfir því að eitthvað finnist á ný. Krabbamein og geð- raskanir fylgjast að Snorri Ingimarsson er krabbameins- og geðlæknir sem hefur glímt við krabbamein í blöðru- hálskirtli. Hann segir það áhættuþátt fyrir geðröskun að greinast með krabbamein og hann þekkir af eigin raun það andlega álag sem fylgir meininu. Þóra Tómasdóttir settist niður með Snorra og ræddi við hann um baráttu hans við meinið og hugmynd hans um að komið verði á skimun fyrir geðröskunum meðal nýgreindra krabbameinssjúklinga. 22 mottumars Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.