Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 18
 Á niðurhal tónlistar af netinu að vera ólöglegt eða gæti frí dreifing tónlistar verið til góðs fyrir alla? „Ef rétthafi hefur ekki gefið leyfi fyrir niðurhali tónlistar á það tvímælalaust að vera ólöglegt. Það eru svo margir sem standa að baki hljóm- plötu sem þurfa að fá greitt fyrir sína vinnu. Stundum er sagt að tónlistarmaðurinn sjálfur geti farið á tónleika- ferðalag og fengið peninga fyrir það. En hvað með þá sem vinna í hljóðverinu, þá sem markaðssettu tónlistina, þá sem komu að myndatöku? Þeir þurfa líka að fá greitt fyrir sína vinnu. Aðallega er farið fram á að neytendur horfi til þess að tónlist er vinna fólks. Það er biðlað til neytenda um að gera sér grein fyrir því. Enginn neyðist til að horfa á bíómynd en ef þér líkar við það þá ætt- irðu kannski að greiða fyrir það?“ Er hægt að sporna við ólög- legu niðurhali tónlistar í dag eða er baráttan gegn því töpuð? „Nei, baráttan er ekki töpuð en við erum ekki að horfa á algjöran sigur eða algjöran ósigur. Umhverfið þarf að verða þannig að ólöglegt niðurhal á tónlist sé í al- gjörum minnihluta en ekki normið í þjóðfélaginu. Ég held að þegar kynslóð upp- hafsmanna ólöglegs niður- hals eldist og fer að vinna og afla sér tekna þá muni hún skilja betur hvað hugverk er. Samhliða því eru framleið- endur farnir að miðla efni á þægilegan hátt á netinu.“ Er æskilegt að stórir milliliðir hverfi af markaðnum svo að neytendur geti verslað beint við rétthafa? „Það hefur alltaf verið í boði. Ef þú ert ungur tónlistar- maður og vilt algjörlega eiga þín verk og vilt ekki hjálp frá stórum dreifingaraðilum geturðu alltaf gert þetta sjálfur. Það hefur bara reynst mun erfiðari leið. Ef þú ferð á samning hjá þriðja aðila til að sinna ákveðinni vinnu við gerð tónlistar þá á sá aðili alltaf rétt á greiðslu eins og höfundurinn sjálfur.“ Hvað eru sterkustu úrræðin til að sporna við niðurhali? „Að íslensk lög kveði á um að hægt verði að útiloka stórar dreifingarsíður sem þjóna eingöngu þeim tilgangi að dreifa efni með ólöglegum hætti eins og piratebay.org. Í raun væri þannig hægt að forða almenningi frá því að gera eitthvað ólöglegt. Ég á Ég held að þegar kynslóð upphafsmanna ólöglegs niður- hals eldist og fer að vinna og afla sér tekna þá muni hún skilja betur hvað hugverk er. Herðum eftirlitið Nauðsynlegt er að loka vefsíðum sem eingöngu þjóna þeim tilgangi að dreifa efni á netinu í óþökk rétthafa. Það er mat Snæbjörns Steingrímssonar, framkvæmda- stjóra Samtaka myndrétthafa á Íslandi, sem telur það góða leið til að forða almenningi frá því að fremja lög- brot. Á niðurhal tónlistar af netinu að vera ólöglegt eða gæti frí dreifing tónlistar verið til góðs fyrir alla? „Nettengd tölva er frábært tæki til að kynna og selja tónlist, rétt eins og bíll er frábært tæki til að kom- ast á milli staða. Umferðarreglur í bílheimum eru skýrar en skammt á veg komnar í netheimum. Ókeypis sýnishorn af tónlist eru prýðileg en hvorki tónlistar- iðnaðurinn, bílabransinn né aðrar atvinnugreinar munu þrífast án þess að greitt verði fyrir afurðirn- ar, gæðin eða þjónustuna sem fólk nýtir og/eða nýtur.“ Er baráttan gegn ólöglegu niðurhali af tónlist töpuð eða hvernig er hægt að sporna við því? „Sú barátta er rétt að hefjast. Hjarðmenn tónlistarinnar eru nývaknaðir af værum blundi, ropandi upp gómsætum hóglífis- réttum gullaldarinnar er öll útgáfa sögunnar var færð á geilsadiska og endurseld án teljandi tilkostn- aðar. Hvernig spornað verður við eða leitað leiða til tekjusköpunar er verkefni sem rétthafar alls staðar í heiminum brjóta nú mjög heilann um. Á Íslandi er að störfum hópur, skipaður fulltrúum rétthafa og net- fyrirtækja, að kryfja þau mál til mergjar.“ Er hægt að skilgreina tónlist sem eign þess sem semur hana og flytur þegar hún er líklega samin og flutt undir áhrifum annarrar tónlistar? „Höfundarréttur þess sem frum- semur tónlist er alveg skýr og vel varðaður af Rómarsáttmála og gildandi lögum á Vesturlöndum og víðast hvar í heiminum. Brot á höf- undarrétti jafngildir broti á öðrum eignarrétti. Þess eru þó fjölmörg dæmi að höfundar hafi eignað sér verk annarra og eru slíkar grip- deildir jafnan goldnar dýru verði.“ Er ekki ákjósanlegt að milliliðir hverfi af tónlistarmarkaði svo að neytendur geti keypt tónlist beint af höfundum? „Rétt eins og bændur í ýmsum löndum aka afurðum sínum á markað og selja þær sjálfir, er slíkt öllum frjálst í tónheimum, svo fremi ráðstöfunarréttur söluaðil- ans liggi fyrir. Hvort væri það höf- undurinn eða flytjandinn ef það væri sitt hvor aðilinn? Hlutverk milliliðanna hefur stundum verið það að annast slíka milligöngu fyrir höfunda og flytjendur, hlutast til um að greiða upptökukostnað ef hljómritið kallar á marga flytj- endur, upptökustjóra, hljóðver, útsetjara og fá þá hlutdeild í þeirri áhættusömu fjárfestingu. Milliliðir geta svo líka verið tónleikahaldar- arnir, umboðsmennirnir, útgef- endur, það er þeir sem láta prenta nótur og eða koma lögum á fram- færi við aðra flytjendur. Allt mótast þetta af ólíkum aðstæðum hvers höfundar, flytjanda eða þess sem „á“ viðkomandi hljómrit.“ Er eðlismunur á niðurhali á tón- verkum og myndverkum eða rit- verkum? „Ekki hvað varðar rétthafa og eignarrétt á viðkomandi efni, en helsti munur á niðurhalaðri tónlist og kvikmyndum er sá að fólk virðist hlusta aftur og aftur á tónlistina en horfir á kvikmynd mun sjaldnar. Rétthafar ritlistar virðast hafa lært sitthvað af mistökum og and- varaleysi tónlistar- og kvikmynda heimsins og stýra sínum mál- um af meiri festu en aðrir.“ Hvað þykir þér um itunes og spotify og aðra sambærilega milliliði tónlistar? „Hvort tveggja er viðskipta- hugmyndir sem eiga eftir að sýna fram á raunhæfan rekstrargrundvöll sinn; Spotify er enn sem komið er kostað og niðurgreitt af al- þjóðlegum hljómplöturisum, I-tunes af tölvuframleiðand- anum Apple.“ Hvernig sérðu fyrir þér að tón- list verði seld í framtíðinni? „Ég sé fyrir mér að fólk muni áfram kaupa tónlist á diskum til gjafa og í safnið. Rafrænar tónlistarveitur munu keppa um að bjóða sérlausnir, þar með talið áskriftir, þema- tengda lista til dæmis frá ákveðnum tímum, heildar- verk tiltekinna listamanna eða eftirlætismúsík tiltekinna einstaklinga. Netveiturnar munu síðan bjóða upp á ýmsa bandvíddarpakka sem innibera þá einnig tiltekið magn af tónlist og öðru efni. Sumsé alls konar val fyrir alls konar fólk. Á ensku kallast þetta Multi-platform revenue models.“ Baráttan gegn niður- hali rétt að hefjast Að mati Jakobs Frímanns Magnússonar, formanns Félags tónskálda og textahöfunda, þrífst engin atvinnugrein án þess að greitt sé fyrir afurðirnar. Jakob Frímann Magnússon, formaður Félags tónskálda og textahöfunda Rétthafar rit- listar virðast hafa lært sitthvað af mistökum og andvaraleysi tónlistar- og kvikmyndaheims- ins. Snæbjörn Steingríms- son, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi Enginn neyðist til að horfa á bíómynd en ef þér líkar við það þá ættirðu kannski að greiða fyrir það? 20 11 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Vísinda- og tækniráðs 2011 Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi er styrki stoðir mannlífs á Íslandi. Óskað er eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna Vísinda- og tækniráðs 2011. Verðlaunin eru tvær milljónir króna. Tilnefningar geta komið frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða. Tilnefna má vísindafólk sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknastofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi. Öllum, sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna, er heimilt að senda tilnefningar. Ferilskrá vísindamannsins skal fylgja tilnefningu. Við val á verðlaunahafa er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns, sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og alþjóðasamstarfs, svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjendastarfs í vísindum. Þá er litið til faglegs framlags á vinnustað og miðlun þekkingar til íslensks samfélags. Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd. Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 20. apríl 2011. Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað með tölvupósti til Rannís á netfangið rannis@rannis.is Nánar á www.rannis.is Tilnefningar óskast! Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is ekki við síður eins og Facebook eða Youtube, þar sem vissulega er mikil tónlistardreifing. Síðurnar þjóna ekki þeim eina tilgangi að dreifa efni með ólög- mætum hætti. Eðlis- munurinn er að Youtube vinnur mikið með rétt- höfum. Flestir rétthafar geta farið þar inn og fjarlægt efni sem þeir eiga réttinn á sjálfir. Það er mikilvægt að herða eftirlit með þeim sem eru stórtækir í ólöglegri dreifingu en ekki að fara eftir Jóni og Gunnu sem eru að sækja sér örfáar kvik- myndir eða lög.“ Umferðarreglur í bílheimum eru skýrar en skammt á veg komnar í net- heimum. 18 fréttaskýring Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.