Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 78

Fréttatíminn - 25.03.2011, Blaðsíða 78
Þetta er spennandi og ótrúlega skemmtilegt verkefni til að byrja á. E dda Sif Pálsdóttir Magnússonar út- varpsstjóra stýrði sínum fyrsta sjónvarpsþætti á þriðjudaginn þegar Skóla- hreysti hóf göngu sína á ný. Hún hefur unnið ýmis störf hjá RÚV; í sölu- deildinni, safnadeildinni að raða spólum og verið skrifta en er nú loks komin fyrir framan tökuvélarnar, þangað sem hugur hennar hefur lengi stefnt enda á hún ekki langt að sækja áhugann. „Ég ólst hálf- partinn upp á Stöð 2 þegar mamma og pabbi voru bæði að vinna þar. Þannig að leynt eða ljóst held ég að það hafi ekkert annað komið til greina þótt ég hafi alveg reynt að forðast þetta stundum. Ég var á tímabili alveg harðákveðin í að verða lögfræðingur en hafði samt í raun takmark- aðan áhuga á því.“ Edda Sif stjórnar Skóla- hreysti ásamt Guðmundi Gunnarssyni og segir verkefnið vera spenn- andi, skemmtilegt og krefjandi. Útvarpsstjór- inn faðir hennar fylgdist að vonum vel með frum- raun dótturinnar og þessi annálaði reynslubolti liggur vitaskuld ekki á góðum ráðum. „Hann hringdi náttúrlega um leið og kreditlistinn fór af stað eftir fyrsta þáttinn, svona til þess að segja manni aðeins til. Það verður nú líka að vera einhver hjálp í honum.“ Þegar Skólahreysti lýkur tekur svo við sumarvinna á íþróttafréttadeild RÚV. „Ég sótti bara um sumar- afleysingar á fréttastof- unni eins og allir aðrir og tók fréttamannapróf. Það vantaði svo mikið konu inn á íþróttadeildina og ég hef verið skrifta þar og hef áhuga á íþróttum,“ segir Edda Sif sem sér fram á fjörugt íþróttasumar. -þþ  Edda Sif PálSdóttir lætur drauminn rætaSt Loksins komin fyrir framan tökuvélarnar Edda Sif lauk stúdentsprófi á þremur árum, fór þá til Spánar að læra spænsku og er að ljúka BA-gráðu í íslensku og almennum málvísindum.  rakEl GarðarSdóttir Stjórnar fC óGn mEð harðri hEndi Rakel Garðarsdóttir (t.v.)á æfingu með FC Ógn en á myndina vantar meðal annars Dóru Jóhannsdóttur, Lilju Nótt Þórarins- dóttur, Nönnu Kristínu Magnúsdóttur og Hrefnu Rósu Sætran. Ógnarstjórn á vellinum Rakel Garðarsdóttir framleiðandi Vesturports er eigandi og spilandi stjórnarformaður fót- boltaliðsins FC Ógn sem hún stofnaði fyrir tæpu ári. Þ etta byrjaði á Ægisíðu síðasta vor þegar ég reyndi með misgóðum ár-angri að fá einhverjar píur með mér út að hlaupa. Í byrjun vorum við þrjár eða fjórar sem hittumst reglulega en nú eru rúmlega þrjátíu stelpur í hópnum.“ Þegar bættist í liðið dugði stelpunum ekkert minna en gervigrasið á KR-vell- inum og Rakel segir að þá hafi færst alvara í leikinn. „Eftir að við fengum takkaskó og flóðlýstan völl gerðist eitthvað. Ýmsir sem hafa átt leið hjá hafa spurt hvort við séum í meistaradeildinni. Þú getur rétt ímyndað þér hvað það gerði fyrir egóið.“ Einn liðsmanna átti hugmyndina að nafni liðsins, FC Ógn, og það þótti Rakel mjög viðeigandi. „Eins og allir vita nær maður engum árangri í íþróttum nema með ógnarstjórn. Þær gera sér grein fyrir því að ég ræð í þessu liði og hef vald til að reka hvern sem er úr því ef mér sýnist. Ég minni þær reglulega á það og hef sett ýmiss konar nauðsyn- legar reglur sem þarf að fylgja. Í byrjun vorum við mikið að kyssast á vellinum og segja fyrirgefðu hver við aðra. Ég hef al- farið tekið fyrir það og nú fær engin samúð nema beinbrotna,” segir Rakel í kaldhæðni og fullyrðir að liðsmönnum hafi farið mikið fram. „Við stefnum á að vera búnar að læra hinar almennu fótboltareglur fyrir sumar- ið. Það veitir ekki af því við ætlum að taka þátt á Evrópumeistaramóti utandeildarliða í Sviss í sumar.“ Rakel segir margar efnilegar fótboltas- telpur vera í liðinu og að Auðun Helga- son þjálfari hafi náð góðum árangri. „Við erum alltaf að verða betri og betri. Einu sinni þurfti ég að grenja í fólki að mæta á æfingar. Nú er aðsóknin svo mikil að stelpur grenja sig inn í liðið. Ég þarf að fara að setja inntökuskilyrði eins og til dæmis að þær kunni að gera skærin.“ FC Ógn stefnir að því að eignast sinn eigin leikvang í framtíðinni en þangað til verður æft á KR-vellinum. „Það eina sem okkur vantar er lið til að spila á móti. Ef það eru lið sem þora í okkur þá væri fínt að heyra frá þeim.“ Þóra Tómasdóttir Einu sinni þurfti ég að grenja í fólki að mæta á æfingar. Nú er aðsóknin svo mikil að stelpur grenja sig inn í liðið. Verð 32.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Withings WiFi vogin • Fyrir allt að 8 notendur • Skynjar hver notandinn er • Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa • Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma • Fæst í hvítum lit eða svörtum Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Að ala upp átta villiketti Atli Gíslason, flóttamaður úr þingflokki Vinstri grænna, hefur upplýst vefritið Smuguna um að hann finni fyrir víðtækum stuðningi við ákvörðun sína og að hann hafi fengið fjölmörg símtöl þess efnis. Eitt símtal gladdi Atla sérstaklega en þar sagðist átta barna móðir ala börnin sín upp í þeim anda sem Atli og Lilja Móses- dóttir standa fyrir. „Mér þótti vænt um það,“ sagði Atli við Smuguna. Einhverjir hafa þó sett spurn- ingarmerki við hversu uppbyggileg uppeldisaðferð móður barnanna átta er og þannig ályktar sá glöggi menningarblaðamaður Bergsteinn Sigurðsson á Facebook-síðu sinni að krakkarnir „sem sagt hlýða engu og gera almennt það sem þeim sýnist“. Katrín Jakobsdóttir ræðst á útvarpsstöð Þótt fjölmiðlafólk sé ósamstæð hjörð sem alla jafna hefur meiri áhuga á eigin miðlum en stöðu stéttarinnar í heild, virðast flestir blaða- og fréttamenn geta sameinast um andúð á fyrirhuguðum fjölmiðlalögum Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og þeirri Fjölmiðlastofu sem þar er gert ráð fyrir. Sá gamli refur í blaðamennsku, Jónas Kristjánsson, finnur frumvarpinu flest til foráttu og segir á bloggi sínu ríkisstjórnina vera „úti á túni í öllu, sem varðar tjáningarfrelsi“. Arnþrúður Karlsdóttir og Pétur Gunnlaugsson á Útvarpi Sögu eru aldrei þessu vant á sama máli og Jónas en taka þó frumvarpið mjög persónulega og telja það beinlínis sett Útvarpi Sögu til höfuðs og skelfa þessa dagana fastahlustendur sína með þeim boð- skap að eitt fyrsta verk Fjölmiðlastofu verði að loka Sögu í krafti nýrra laga. Sjálfsalavandræði Sigurðar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, er alþýðlegri en margan grunar og hvergi nærri af baki dottinn. Síðdegis í gær, fimmtudag, réðst hann til atlögu við sjálfsafgreiðsludælu á bensín- stöð Orkunnar við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Ósagt skal látið hvort síhækkandi eldsneytisverð og bágur efnahagur hefur ýtt Sigurði út í að dæla sjálfur á jeppabifreið sína en eitthvað virtist þessi viðskiptamáti honum fram- andi og gekk ekki sem skyldi að eiga við sjálfsalann. Afgreiðslumenn á Orkustöðinni eru annálaðir fyrir þjónustulund enda bensínkallar af gamla skólanum og gjaldkeri bensínstöðvarinnar brá sér því í hlutverk starfsmanns á plani og aðstoðaði útrásarvíkinginn sem síðan dældi eins og herforingi þegar vitinu hafði verið komið fyrir sjálfsalann. 62 dægurmál Helgin 25.-27. mars 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.