Prentarinn - 01.01.1987, Page 6
Þóra Elfa Björnsson:
Um veginn og daginn
í prentiðnaðinum
Nú allt með letra lærdómum
er lýðnum kennt,
og þeir sem ráða ritstjórum
og röskri sveit af prenturum
eru herrar nú í heiminum
með hæstri mennt.
Þeir eiga heimsins úrvalslið
og æðsta og mesta stórveldið
er prent.
Líklega hefur það verið fyrir um það
bil 57 árum að þetta var ort. Þá voru
prentarar herrar yfir iðn sinni og hélst
svo allar götur fram til síðustu ára.
Lengi vel var það álit almennings að
þeir sem lærðu prent (setningu -
prentun) eða bókband hefðu hlotið
lykil sem jafnaðist á við latínuskóla,
allar þær dýrmætu og fróðlegu bækur
sem færu um hendur þeirra hlutu að
gera þá svo afar menntaða.
I dag er lýðnum enn kennt „með
letra lærdómum“ en aðferðum til að
halda letrinu að fólki hefur fjölgað og
prentiðnaðurinn tekið breytingum í
samræmi við það. Verk, sem setjarar
lásu áður í blýlínum á haus, birtast nú
á skermi, hvítir eða gulir stafir á
dökkum fleti og prentararnir sem áður
kíktu áhyggjufullir á verkin til að fylgj-
ast með farfagjöf og hvort eitthvað
hefði komið „upp“ í satsinum, lesa nú
stafrænar tölur sem segja þeim hvernig
ástand verksins er. Og það er svolítið
merkilegt að það er ekki prentiðnað-
urinn sjálfur sem hefur stjórnað þess-
um breytingum heldur eru það fram-
leiðendur tækja og búnaðar. Þessir
framleiðendur og söluaðilar þeirra
hafa í flestum tilfellum enga reynslu úr
prentiðnaði, heldur eru þeir úr raf-
einda- og vélaiðnaði. Eftir því sem
tækin hafa orðið einfaldari og vinnan
hreinlegri hefur einokun fagsins brost-
ið, því hver sem hefur áhuga og pen-
inga getur keypt af dreifiaðilum fram-
leiðandans. Þannig má segja að stýring
á þróun prentiðnaðarins sé í höndum
framleiðenda — prentsmiðjur eru ekki
lengur fyrst og fremst seljendur sinnar
framleiðslu heldur miklu fremur kaup-
endur á kröfuhörðu markaðstorgi
Krafa um gjörnýtingu
Það að vera kaupandi með fjárfest-
ingarskuldbindingar á bakinu, auk
launakostnaðar, útheimtir að prent-
smiðjan skili fleiri verkum, helst á
styttri tíma og með færra fólki. Meðan
tæknibylting í prentun var ennþá rós-
rauður litur á fjarlægu skýi lét margur
vinnuþrællinn sig dreyma um aukinn
frítíma og styttri vinnuviku, en raunin
er sú að t.d. afkastamiklum (og fok-
dýrum) prentvélum fylgir krafa vinnu-
veitandans um gjörnýtingu vélarinnar
sem þýðir vaktavinnu allan sólarhring-
inn. Nú er það svo með blessaðar vél-
arnar að það þarf að stansa þær öðru
hvoru og þrífa þær. í Danmörku varð
raunin sú að atvinnurekendur fengu
faglært fólk til þess, þá sem hafa sans
fyrir vélum, þekkja til farfa og pappírs
og í stað þess að ráða t.d. ófaglærða í
þetta verk, eins og sumir höfðu reynt,
eru nú fagmenn við vinnu á þrískiptum
vöktum og sú vaktin sem kemur að
nóttunni þrífur vélina. Sumir spyrja
hvort prentarar séu ánægðir með að
vinna við „skúringar“ og svarið er já.
Þannig hafa vinnu þeir sem annars
væru atvinnulausir eða í allt annars
konar vinnu utan fagsins, þeir eru
meðal sinna líka og verkþættirnir hald-
ast innan faggreinarinnar.
Aðrar greinar prentiðnaðarins hafa
ekki heldur sloppið við markaðasþró-
un tækjanna. Má þar nefna setninguna
en í stað þess að haldast inni í prent-
smiðjunum má segja að unnið sé við
setningu nánast hvar sem er og af
hverjum sem er. En auðvitað er ennþá
sett mikið í prentsmiðjunum en sú
breyting hefur orðið að þar er tekið
við flestum stærri verkum á diskum
utan frá sem síðan eru fullunnin í
smiðjunni og eru bæði kostir og gallar
sem fylgja því. Kostirnir eru þeir að
hægt er að taka við fleiri verkum og
ætti að vera hægt að dreifa þeim betur
á árið. Texti ætti að vera villulaus og
Er þetta þess virði?
6
PRENTARINN 1.7. '87