Prentarinn - 01.01.1987, Page 9

Prentarinn - 01.01.1987, Page 9
Rannsóknaráætlun Rannsókn á dánarmeinum bókagerðarmanna Nýlega var haldinn kynningar- fundur meö stjórnum Félags bóka- gerðarmanna og Félags ísl. prent- iðnaöarins um rannsókn á dánar- meinum bókagerðarmanna, sem nú stendur yfir. Rannsóknin fer fram á vegum Vinnueftirlits ríkisins. Vilhjálmur Rafnsson yfirlæknir stjórnar henni og stóð hann fyrir kynningunni, en auk hans mætti á fundinn Hólmfríður Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem hefur unnið að þessu verkefni. - Vilhjálmur flutti inngangser- indi um tilgang rannsóknarinnar, en rannsóknaráætlun hans er birt í heild hér á eftir. Síðan voru bornar fram fyrir- spurnir og ýms mál rædd í sam- bandi við heilsuvernd bókagerðar- manna. - Fað kom m. a. fram í máli þeirra sem vinna við offsetprentun, að eftir að nýja tæknin tók við í prentuninni (þ. e. þegar dagblöðin fóru yfir í „offset" 1972), að þá þarf oftar að þvo valsana og hreinsa vélarnar, stundum allt að 4 - 6 sinnum á dag, í stað kannske 1 sinni í viku áður. Þetta stafar m. a. af hraðvirkari vélum og það þarf oftar að skipta um liti þess vegna. Það kom líka skýrt fram í svörum offsetprentaranna, þegar Vilhjálm- ur spurði hvort þeir yrðu varir við mengunaráhrif að loknum vinnu- degi, að það fannst þeim ekki orka tvímælis. Það er því full ástæða til þess að vera vel á varðbergi í þessum málum. Allt forvarnarstarf í heilbrigðis- málum er af hinu góða. Þetta undir- strikaði Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðismálaráðherra í blaðavið- tali fyrr á þessu ári, þá nýkomin heim af þingi UNESCO. Enginn vafi leikur á því, að það er þjóðhags- lega hagkvæmast í heilbrigðismál- um, að koma í veg fyrir sjúkdóma. Rannsókn sem þessi er liður í slíku starfi. Sv. Jóh. Rannsókn þessi er gerð við At- vinnusjúkdómadeild Vinnueftirlits ríkisins og hófst sumarið 1986. Markmið hennar er að kanna dánartíðni meðal bókagerðar- manna; bókbindara, prentara, off- setprentara og prentmyndasmiða. Ætlunin er að bera dánartíðnina í þessum hópum saman við það, sem búast má við að finna meðal íslenskra karla. Úrtak bókargerðarmanna er fengið úr bókinni Bókagerðar- menn, Reykjavík 1976. Teknir eru inn í rannsóknarhópinn allir, sem lokið hafa sveinsprófi eða fengið sveinsréttindi og fæddir eru árið 1900 eða síðar. í þessari heimild koma fyrir allir íslenskir bókagerð- armenn bæði látnir og lifandi, sem uppfylla ofangreind skilyrði. Fylgst er með afdrifum allra þessara manna í Nafnnúmeraskrá og Horf- innaskrá Hagstofu íslands. Fjöldi þeirra, sem dáið hefur úr þessum hópi, er borinn saman við þann fjölda, sem vænta má að deyi meðal íslenskra karla á sama aldri og á sömu árum. Þannig er með faraldsfræðilegum aðferðum fengin viðmiðun við íslenska karla. Til þess að bera saman ofan- greindar skrár hefur fengist leyfi Tölvunefndar. Við gerð rann- sóknarinnar hafa skrár lífeyrissjóða bókagerðarmanna verið notaðar við leit að nafnnúmerum þeirra. Ennfremur höfum við notið aðstoð- ar Svans Jóhannessonar við öflun upplýsinga um starfsferil og nám einstakra manna þar sem frumheimildin hefur verið óljós. í henni kemur fram starfsferill bóka- gerðarmannanna, sem gefur möguleika á sérstakri athugun á tengslum dánartíðni og lengd starfstíma. Bókagerðarmenn verða fyrir mengun ýmissa efna auk húðsnert- ingar við mörg efni, sem þeir nota við störf sín. Nægir þar að nefna prentsvertu, liti, lífræn leysiefni, lím blý, gúmmí, sýru og lút. Sumir þessir mengunarþættir geta valdið banvænum sjúkdómum við lang- varandi eða endurtekna mengun jafnvel þótt hún sé hverju sinni í litlum mæli. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að þeir, sem verða fyrir mengun lífrænna leysiefna, eru í hættu að fá krabbamein og þeir, sem orðið hafa fyrir blýmengun, fá oftar hjarta- og æðasjúkdóma en aðrir, svo nokkuð sé nefnt. Niðurstöður úr dánarmeinarann- sókn eins og hér er lýst segja ekki í smáatriðum frá hvernig atvinnu- mengun hefur hugsanlega áhrif á heilsufar bókagerðarmanna, en getur gefið vísbendingu um hvar helst sé þörf úrbóta. Rannsókn, sem þessa tekur um það bil 8 - 10 mánuði að fram- kvæma og Ijúka. Ætla má að í hana sé lögð um það bil jafnlangur vinnutími læknis og hjúkrunarfræð- ings, auk vinnu ritara í um tvo mán- uði. Niðurstöður úr þessari rann- sókn munu væntanlega liggja fyrir í febrúar á næsta ári. Reykjavík 04.11.1986. Vilhjálmur Rafnsson, yfirlæknir. Vinnuvernd r PRENTARINN 1.7. '87 9

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.