Prentarinn - 01.01.1987, Page 12

Prentarinn - 01.01.1987, Page 12
„Nær allur texti settur í blý“ Dönsku prentararnir Niels Petri Pedersen og Jens Sörensen hafa heimsótt Nicaragua og hafafrá mörgu að segja. í meðfylgjandi grein fjalla þeir um ástandið í landinu og stöðu bókagerðar- manna. Þeir félagarnir hafa boðið öllum blöðum bókargerðarmanna á Norðurlöndum að birta þessa grein og hafa flest þeirra eins og Prentarinn gert það, enda fróðlegt fyrir okkur að vita hver staðan er hjá félögum okkar í öðrum löndum. Formaður bókagerðarmanna, Caramello, sést hér handsetja Internation- alinn í frítíma sínum, en bókagerðarmenn sáu um þennan þátt fyrir hátíðarhöldin 1. maí. Frábærar móttökur Stuttu eftir komu okkar til höfuðborgarinnar í Nic- aragua, Managua, höfðum við samband við félag bóka- gerðarmanna. Jose Morales suarez, kallaður „Caram- ello“, formaður félagsins, bauð okkur velkomna með glasi af rommi á hverfis- kránni. Á vikulegum stjórn- arfundi fyrir hádegi næsta laugardag var gengið frá dagskrá fyrir okkur þá daga sem við ætluðum að dvelja í Managua. Ætlunin var að við heimsæktum nokkur fyrirtæki með ritaranum Luis Lopez. Jafnframt var haldinn félagsfundur þar sem við vorum upplýstir um Nicaragua og við sögðum frá lífinu í Danmörku. Seinna fengum við tæki- færi til að „vinna“ í nokkrum fyrirtækjum og veitti það okkur sýn inn í hversdagslífið hjá verka- fólki. Þar fyrir utan heim- sóttum við 20 mismunandi prentsmiðjur í landinu og tókum þátt í vikulegum stjórnarfundum og félags- fundum. Pá vorum við með í að prenta áróður fyrir 1. maí og tækifæri gáfust til samveru í frítímanum. Hvarvetna mættum við ótrúlegri gestrisni hjá þeim bókagerðarmönnum sem við hittum. Almennar aðstæður í Nicaragua er blandað hagkerfi. Eftir byltinguna 1979, þegar Sandinistar fengu völdin eftir blóðugt einræði Somoza, voru öll fyrirtæki sem starfað höfðu í hans nafni þjóðnýtt, en önn- ur fyrirtæki í einkarekstri héldu áfram að vera það. Hvað prentiðnaðinn snert- ir eru um 17 fyrirtæki í opin- berri eign og er starfs- mannafjöldi í þeim 625. í einkarekstri eru fyrirtækin 101 og hafa um 2000 manns í þjónustu sinni. í höfuðborginni Managua eru 84 bókagerðarfyrirtæki en á öðrum stöðum í land- inu 34 og þar af helmingur- inn í Leon og Granada. Fyrir utan að fyrirtækin eru flest í Managua eru þau þar jafnframt hin stærstu. Skipting á milli starfsgreina Prentarar eru u. þ. b. 1000, handsetjarar 250, vélsetjarar og bókbindarar 700, offsetljósmyndarar og skeytingamenn 100 og að- stoðarfólk um 450 eða sam- anlagt u. þ. b. 2600 bóka- gerðarmenn. Tækniþróunin Tækniuppbygging er afar mismunandi frá fyrirtæki til fyrirtækis. Hvað prentunina snertir rekst maður á ailt frá afgömlum hæðaprentvélum uppí 2ja lita offsetprentvél- ar af Heidelberg- og Roland- gerð auk nýrra blaðaprent- véla. Meirihluti prentvéla er þó hæðaprentvélar þó fjöldi ofsetprentvéla sé tölu- verður. Það sem kom á óvart er að þær eru flestar þýskar af Heidelberg gerð. Hvað setninguna snertir er hún að miklum meiri- hluta til í blýi. Tölvusetning- artæki sjást varla og eru nánast einungis á þrem dag- blöðum. Nær allur texti er 12 PRENTARINN 1.7. '87

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.