Prentarinn - 01.01.1987, Page 18

Prentarinn - 01.01.1987, Page 18
í stuttu Bókasafnsfréttir Ýmsar bækur hafa borist bókasafn- inu að undanförnu og skal það helsta nefnt hér: Hafsteinn Guðmundsson færði safninu eftirtaldar bækur í október s. I.: - Einar Jónsson myndhöggvari 1982 - Akureyri 1895-1930. Ljós- myndir 1982 - Átímum friðarog ófriðar 1924- 1945. 1983 - Höfuðborg og höfuðból 1985 - Saga höfuðborgar í myndum og máli 1986 Allt eru þetta vegleg verk og hin vönduðustu. Hafsteinn segir í bréfi, sem fylgir gjöfinni: „Útlit þessara verka er mitt yst og innst. . . . Ég vona að bókasafni stéttarinnar nýt- ist þessi bókverk á einhvern hátt". Hafi Hafsteinn heill og þökk fyrir veglega bókagjöf. Magnús Þorbjörnsson hefur fært Bókasafni F. B. M. - Niðjatal Magnúsar Ormssonar og Gróu Jónsdóttur frá Gróubæ á Eyjarbakka, en Magnús Þor- björnsson sá um útgáfu þess. Áður hafði Magnús gefið safninu - Niðjatal Sigurðar Þorbjörns- sonar og Ingigerðar Björnsdótt- ur frá Króki í Ölfusi. - Depill, blað Starfsmannafélags Hóla, myndir af starfsfólki Hóla og bikar. Hafi Magnús þökk fyrir tryggðina við Bókasafn F. B. M. og skilning- inn á geymd sögulegra verðmæta, sem snerta stéttina. í ágúst sl. barst bókasafni F. B. M. bókagjöf frá Stórstúku ís- lands: 11 bækur, 9 eintök af hverri bók. Mun þeim sérstaklega ætlað að eiga samastað í orlofshúsum félagsins. Bækurnar eru bæði frumsamdarog þýddar. í bókagjöf- inni eru 5 bækur ætlaðar börnum og unglingum. Þökk sé Stórstúku íslands fyrir bókagjöfina. Frá Eymundi Magnússyni bárust safninu að gjöf um 30 bækur á ýmsu tungumálum. Munu þær flestar vera frá námsárum Eymund- ar, en hann nam prentmyndagerð í Moskvu á fjórða áratugnum, en lauk sveinsprófi hér heima. Fagbækur sem keyptar hafa verið: - Bogens Funktion og Æstetik 2. útg. - Boktryckarkonst och bok- historia genom fem sekler. - Aktuell grafisk ordbok - Grafiska ord í dataáldern. - Elektroniskt Manus. - Riktlinjer för val av kemikalie- skyddshandskar. Bækur sem keyptar hafa verið: - Safn til sögu Reykjavíkur. - Jarðabók Árna Magnússonar. Ekki má gleyma íslensku tímaritun- um 1986, sem öll hafa borist safn- inu. Þau hafa mikla skemmtan og fróðleik að geyma fyrir þá, sem hafa tíma til að líta í bók. Bókaforlag Odds Björnssonar sendi félaginu að venju góða bóka- gjöf fyrir jólin. Var það Vestur-is- lenskar æviskrár V auk þriggja ann- ara bóka. Bókaarfur Þórðar Pálssonar prentara Áður en Þórður lést hafði hann lagt svo fyrir að bókasafn hans gengi heilt og óskipt til Bókasafns F. B. M. Safnið er allmikið að vöxt- um, 14 allstórir kassar og komið í vörslu bókasafns F. B. M. Enn hef- ur ekki unnist tími til að kanna safn- ið og skrásetja það. En við fyrstu sýn er hér um margt verðmætra bóka í góðu ástandi. Síðar mun í bókasafnsfréttum sagt nánar frá gjöf Þórðar, sem er einstök og rausnarleg, þótt aldrei verði hún goldin á annan hátt en þann, að stéttarfélagar hans not- færi sér gjöfina og minnist um leið manns, sem vildi færa samtökum sínum þökk og virðingu. Bókasafnsnefndin. shsibnberg Qch bokhistó >nagenoméi 18 PRENTARINN 1.7. '87

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.