Prentarinn - 01.09.1995, Side 14

Prentarinn - 01.09.1995, Side 14
Að skrifa, prenta og selja Einar Már Guðmundsson rithöfundur Halldór Laxness sagði einhvern tíma að miðað við að fá bók útgefna væri lítið mái að skrifa hana. Árið 1980 taldi ég mig hafa lokið við að semja þrjár Ijóða- bækur. Pá bjó ég í Kaupmannahöfn og vann sem hreingerningamaður hjá sjóhernum. Ég átti að vísu framavon hjá hreingerninga- fyrirtækinu en sönggyðja Ijóða og sagna togaði í mig. Ég sendi Ijóðahandritin heim til útgáfufyrirtækis og bjóst við skjótum viðbrögðum. Menn hlytu að gleypa við Ijóðum eftir ungan mann úr Breiðholtinu. En tíminn leið og síminn beið og loks þegar viðbrögð bárust frá Fróni var um neitun að ræða. Ég ákvað að gefa tvær af bókunum út sjálfur. Önnur hét Er nokkur í kórómfótum hér inni? en hin Sendisveinninn er eintmrn. Á þessum árum voru sjálfsútgáfur oft óvandaðar og illa frá- gengnar, en vinur minn, þá prentari í Odda, Sauðst til að ráða bót á því meininu. Bækumar mínar áttu að koma út í septem- ber. Ég sagði starfi mínu hjá sjóhernum lausu. Ef bókagerðin riði fjárhagnum að fullu gat ég þó mjög líklega fengið starf mitt aftur. Þegar ég kom heim arkaði ég niður í prent- smiðjuna Ödda sem þá var við Bræðraborgar- stíginn. Ég gekk þama um sali og fann loks bækurnar. Þær vom á bretti. Mér hraus hugur þegar ég sá bunkann. Ég veitti því athygli að þeim sem afgreiddu bækurnar þótti ég hálf undarlegur. Tvær bæk- ur! Af hverju var þeim ekki slegið í eina? Og þú ætlar að selja þetta sjálfur! Þú ert ansi bjart- sýnn. Ég sá aðeins mínusa í kringum mig og hugsaði hlýlega til skúringarfötunnar hjá sjó- hemum. En svo var bara að hrökkva eða stökkva. Sönggyðjan barðist við sjóherinn, ljóðið við gólftuskuna. Ég byrjaði að selja bækurnar á götum, kaffihúsum og vinnustöðum. Ég byrjaði á bifvélaverkstæðunum á morgnana og endaði á börunum á kvöldin. Hvað sem því olli gekk salan vel. Það var einsog guð töfraði fram fyrir mig fundi og mannfagnaði af öllum stærðum og gerðum. Það voru pönktónleikar, jasstónleikar, rokk gegn her, pólitískir baráttufundir, Gervasom- málið og fleira. Reykjavík var suðupottur. Prentsvertan lak um götumar. Ég man að eitt sinn eftir drjúgan söludag var ég staddur á bar; og nú er rétt að taka það fram að þetta var áður en núllin hurfu. Verðbólgan var hundraðogeitthvað prósent. Ég var búinn að selja eitthvað yfir tvöhundruð bækur og var með milljón í vasanum; milljón sem varð að tíuþúsund krónum þrem mánuðum seinna. Þegar ég lagði seðlahrúguna á barborðið til að panta mér viský sögðu barþjónamir: „Er þetta svona góður bransi að yrkja ljóð? Strákar, við ættum kannski að reyna." Svo köstuðu þeir fram stöku. Það er ekki á bókmenntaþjóðina logið. Svo var komið að því að ganga á fund prent- smiðjustjórans og sjá hvernig málin stóðu. 14 mmtmtm 3/95

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.