Prentarinn - 01.09.1995, Qupperneq 15

Prentarinn - 01.09.1995, Qupperneq 15
Vinur minn úr prentsmiðjunni kom með mér. Kannski er rétt að taka fram að ég var nánast krúnurakaður þá og í leðurjakka einsog bestu pönkarar áttu. Ég veit ekki hvort það var þess vegna, en prentsmiðjustjórinn sá á mér aumur. Tvær bækur. Hann leit yfir reikninga og hristi höfuð- ið. Síðan sagði hann að það væri vissulega lofs- vert að yrkja ljóð, en tvær bækur og prentun, það kostaði nú sitt. Ég hlustaði á hann og kinkaði kolli. Það yrði auðvitað að borga, sagði hann, en að hann myndi bjóða mér þetta á mjög góðum kjörum, víxli eða láni með góðum greiðsluskilmálum. En hvað þá ef ég borga á borðið? sagði ég. Prentsmiðjustjóranum brá. Hann hafði aldrei heyrt að ljóðskáld borguðu á borðið og hélt ég væri að grínast. Svo hann hallaði sér aftur, glotti og nefndi tölu sem var verulega hagstæð. Ég var fljótur að taka hann á orðinu, fann seðlabúnt á bak við einhvem af rennilásunum á leðurjakkanum; og svo var málið afgreitt. Mín samskipti við bókagerðarmenn voru rétt að byija en þau fóm óneitanlega vel af stað. Ég get þó ekki skilið við útgáfuna á þessum bókum án þess að segja eina létta sögu úr sölu- mennskunni. Ég bað þá hjá Herrahúsinu að styrkja útgáfuna af því að þeir framleiddu kór- ónaföt og af því að önnur bókin hét Er nokkur í kórónafótum hér inni? Ég sagðist auglýsa fötin þeirra. Þeir hjá Herrahúsinu tóku erindi mínu vel en vildu ekki styrkja útgáfuna. A hinn bóginn buðu þeir mér kórónaföt og sögðu að slíkur fatnaður væri meira við alþýðuskap en leður- jakkinn. Ég var hins vegar of stór upp á mig til að þiggja þetta kostaboð og sé mikið eftir því nú. Það er síðan kaldhæðnislegt að þessi þunna ljóðabók skuli standa sem einhvers konar minnisvarði um nánast útdauða fatafram- leiðslu, en það sýnir ef til vill að ekki eru allar iðngreinar jafn lífseigar og ljóðið. Því njóta bókagerðarmenn og skáld hver annars. PRENTARINN 3/95 15

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.