Prentarinn - 01.09.1995, Side 22

Prentarinn - 01.09.1995, Side 22
Undirboð Ingi Rúnar Edvarðsson Mikið hefur verið rætt um undir- boð á prentgripum undangengin misseri. Prentsmiðjustjóri í einni prentsmiðju segir að það sé gegndarlaust hvað aðrar prent- smiðjur bjóði lágt í útboði, nán- ast gefi vinnu og tæki. Þegar for- ráðamenn annarra prentsmiðja eru inntir eftir þessu segja þeir sömu söguna um hinar prentsmiðjurnar - það tíðkist hreinlega glórulaus undirboð við útboð. Það kann að koma einhverjum spánskt fyrir sjónir að þetta fyrirbrigði er gamalt í hettunni. Undirboð hafa tíðkastallt frá því að prentsmiðjum tók að fjölga hérá landi um síðustu aldamót. Þá tók jafnramt að gæta samkeppni meðal þeirra. Prentarar deila Þrettán prentarar mættu til Prentarafélagsfund- ar í Iðnaðarmannahúsinu sunnudagsmorgun- inn 1. apríl aldamótaárið 1900. Er nokkuð var liðið á íundinn reis Gunnlaugur 0. Bjarnason úr sæti og greindi frá því að Bjöm Jónsson í Isafoldarprentsmiðju hefði sagt sér upp störf- um. Eðlilega fannst honum þetta ill tíðindi, enda atvinna stopul. Astæðu uppsagnarinnar kvað hann að Bjöm hefði getað fengið mann Gunnlaugur Ó. Bjarnason. Oavíd Bstlund. fyrir minna kaup „enda yrði hann að hafa sem ódýrasta menn til þess að standast þá niður- færslu á prentverði, sem nú væri farin að tíðkast hér, og jafnvel að vísa burt fleiri sveinum." Gunnlaugur fór því næst nokkrum orðum um undirboð á verkum og taldi það hafa illar afleiðingar fyrir prentara ef mikil brögð yrðu að. Einnig taldi hann þá menn þeim sannarlega óþarfa, er slíkt gerðu. Davíð Östlund, sænskur prentari og aðvent- isti er fluttist hingað til lands haustið 1897 og keypti Aldarprentsmiðju 1. mars 1899 og rak til 1901, sagðist ætla að þessum orðum væri beint að sér. Kvaðst hann prenta fyrir dálítið lægra verð en Félagsprentsmiðja og Isafoldarprent- smiðja, en þrátt fyrir það sagðist hann ekki gera sig ánægðan með þau ummæli að hann hefði verið prenturum óþafur maður. Skoraði hann á Gunnlaug að taka orð sín aftur, að öðr- um kosti gengi hann úr Prentarafélaginu. Gunnlaugur sagðist standa við orð sín og ekkert aftur taka. Gekk þá Östlund af fundi. Hinn 6. apríl var enn fundur haldinn um málið. Guðmundur Magnússon (Jón Trausti), er þá var formaður Prentarafélagsins, sagði að sér hefði borist bréf frá Davíð Östlund og hljóð- aði það svo: Til „Hins íslenzka prentarafélags" í Rvík. Hér með leyfi ég mér að biðja um að verða strikaður út af meðlimaskrá félagsins. Astæður mínar til þessa lét ég í ljós á fundi 22 PRENTARINN 3/95

x

Prentarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.