Prentarinn - 01.03.1996, Side 7
FÉLAGSMÁL
Konur
og mannréttindi
s
T íslensku alfræðiorðabókinni er
~ hugtakið mannréttindi skilgreint
á eftirfarandi hátt:
Mannréttindi: Tiltekin grund-
vallarréttindi sem hverjum
manni ber, óháð kynþœtti, trú,
kyni, þjóðerni og skoðunum...
A Islandi eru stjórnarskrár-
bundin m. einkum borgaraleg
°S ^tjórnmálaleg frelsisrétt-
indi...
A 20. öld hafa ýmis ríki sett
l' stjórnarskrár ákvœði um
félagsleg mannréttindi sem
hveða á um skyldur ríkis-
valdsins við þegnana á sviði
almennrar velferðar, öryggis
°S jafnréttis, s.s. rétturtil
vinnu, menntunar og
inhlbrigðisþjónustu.
Samkvæmt þessari skilgreiningu eru
mannréttindi ekki bundin kyni og
®«i Þv* að vera óþarfi að skrifa
■’erstaklega um mannréttindi
yenna, en raunveruleikinn, fyrr og
nt*, er þvf miður annar.
Arið 1843 var geftn út konungstil-
sklPun sem sagði m.a. að allir karlar
yrðu lögráða 25 ára, ekki konur,
nema þær yrðu ekkjur. Konur réðu
6.k' makavali sínu sjálfar og ef þær
t'ftust réð karlinn yfir eignum þeirra
einn.
Arið 1850 voru sett fyrstu lög um
jafnan rgtt kvenna 0g karla tjj arfs
l'r sem áður höfðu konur ekkert
nm arfinn að segja væru þær giftar.
r>ð 1861 voru sett lög sem veittu
°fe>ftum konum lögræði 25 ára eins
°8 körlum, en giftar konur sátu enn í
suPunni.
, . fyrri hluta 19. aldar voru konur
Uí eins taldar matvinnungar. Fyrir
utan það að fá aðeins 'h-'h af
aunum karla, fengu vinnukonur
u eins hálfan matarskammt á við
a °8 minna af fatnaði. Má segja að
Annukonur hafi verið hin „hin
°8la stétt“, sem átti sér fáa
malsvara.
Arið 1946 var í fyrsta sinn samið
m Jðfn laun karla og kvenna.
Var það hjá Nót, félagi netagerðar-
manna, og fékkst þá mesta kaup-
hækkun konum til handa sem um
getur, eða 62,5% en til karla 24%.
Þetta tókst eftir 6 vikna verkfall.
Enn í dag eiga konur langt í land
með að ná fram launajafnrétti, en án
efnahagslegs sjálfstæðis er ekki
hægt að tala um full mannréttindi.
Félagslegar aðstæður kvenna
virðast vera breytilegar eftir tímabil-
um - réttindi þeirra eru mismikil á
mismunandi tímum. Þróunin virðist
ekki vera í eina átt. A velmegunar-
tímum nýtur lýðræði og jafnrétti sín
betur í þjóðfélaginu. En þegar
harðnar á dalnum er réttur þeirra
sem minna mega sín, þar með
kvenna, þrengdur. Ahrifa þeirra í
þjóðfélaginu gætir minna. Um leið
aukast áhrif karla.
Enn eru konur hálfdrættingar á
við karla í Iaunum, þrátt fyrir jafn-
réttislög 1976 og ný jafnréttislög
1986 sem eiga að tryggja jafna
stöðu og jafnan rétt kvenna og
karla.
Undanfarið hefur þrengt að
vinnumarkaðinum, ríkissjóður rek-
inn með halla til margra ára. Nú skal
spara. En hvar er skorið niður?
f heilbrigðis-, mennta- og félagsmál-
um. Á hverjum bitnar þetta mest?
Konum, sjúkum og öldruðum.
Konur eru fyrst sendar heim þegar
þrengir að á vinnumarkaðinum.
En eins og áður hefur komið fram er
efnahagslegt sjálfstæði kvenna
grundvöllur jafnréttis, hvað sem
öllum lagasetningum líður.
Sönn saga
í reglum um öldungadeildir er
ákvæði um að nemendur geti nýtt
sér atvinnuþátttöku eða húsmóður-
starf til eininga í óbundnu vali, skv.
þar til settum reglum. Kona um
fertugt, fjögurra barna móðir,
heimavinnandi sl. sjö ár, var að ræða
væntanleg námslok sín við skóla-
meistara og vildi hún nýta sér þessa
heimild. Það var sjálfsagt mál, hún
skyldi bara korna með bréf,
undirritað af eiginmanni sínum,
þessu til staðfestingar. Konan kaus
frekar að bæta við sig nokkrum
áföngum og seinka þar með
námslokum sínum.
Greinilegt er að þrátt fyrir allar
lagasetningar á mannréttindabarátta
kvenna langt í land. •
Kvennaklúbburinn
innan FBM hefur loksins
hlotið nafn og kallast nú
KVENNARÁD FBM.
Fundirnir verða fyrsta
miðvikudag hvers mánaðar í vetur,
sá fyrsti þann 6. nóv. n.k.
INGIB JÖRG
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
OG GUÐRÚN
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
PRENTARINN ■ 7