Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 5
,Það ep engan veginn
iJJlJpjíiiJJíj UjíJíUP
að fara með
prentunina
leitað leiða til að leiðrétta þetta
misrœmi íþvi' skyni að halda
prentverkinu á Islandi?
„Já, en ég held að það sé mest í
bókbandinu sem þarf að huga að
þessari sérhæfingu sem ég minnt-
ist á áðan. Þótt hér séu mjög
öflugar bókbandssamstæður er
svo dýrt fyrir menn að stilla þær
fyrir lítil upplög. Barnabækumar
okkar renna auðveldlega inn í
ferlið í prentsmiðjunum úti og við
það verð getur bókband á íslandi
ekki keppt.“
Tœkniþróunin hefur verið
gríðarleg íprentverkinu undan-
farin ár, en kannski minnst í
bókbandinu. Heldurðu að
bókbindarar séu í skjóli þess með
óbreytt verðlag og fylgist ekki
með tíðarandanum í verð-
lagningu?
„Það er rétt að bókbandið hefur
haldist mjög svipað fyrir utan
meiri sjálfvirkni í vélum. Hér eru
aftur á móti allar bækur saumaðar,
sem er dýrasta aðferðin og það er
held ég mikið til ástæða þess hve
verð á bókbandi er hátt. Ég held
að útgefendur myndu fagna fleiri
valkostum í frágangi."
Er bókaverð of hátt á íslandi
að þínu mati?
„Við getum sagt að bókaverð
skiptist í tvennt. Þegar um vand-
aðar litprentaðar bækur og hand-
bækur er að ræða mega þær kosta
skildinginn, en á sama hátt er fólk
ekki alltaf tilbúið að kaupa skáld-
sögur á fjögur þúsund krónur sem
það leggur kannski frá sér eftir
lestur og lítur ekki í méir.“
Hvað með bókaskattinn
skœða? Telurðu að niðurfelling
hans mundi skila sér í meiri .
prentun hérlendis?
„Já, sjálfsagt, en í sama mund
kæmu kaupendur með þær kröfur
að bókaverð lækkaði. Þess vegna
verða hlutföllin alltaf svipuð. Ég
held að eina leiðin til aukinnar
prentunar hér heima sé skýrari
verkaskipting á milli prent-
fyrirtækja."
Hafið þið hjá Máli og menn-
ingu barist fyrir því að fá bóka-
skattinn niðurfelldan?
„Já, það höfum við gert með
öðrum útgefendum, en árangurinn
er takmarkaður.“
Er framtíðin björt fyrir bóka-
útgáfu á íslandi?
„Við skulum athuga að bóka-
markaðurinn á Islandi er mjög
sérstæður. Við gefum út fleiri
bækur en nokkur önnur þjóð og
við kaupum líka fleiri bækur en
aðrar þjóðir. Þessi sérstaða er í
raun og veru ástæða þess að sjálf-
stæð bókaútgáfa þrífst á íslandi.
Væru hlutföllin eins og í öðrum
löndum væri fátæklegri bókaút-
gáfa á Islandi og menn taka þess-
ari sérstöðu oft sem sjálfsögðum
hlut, sem getur reynst hættulegt.
Framtíð bókaútgáfu hérlendis
veltur mikið á að halda þessum
hlutföllum réttum megin við
strikið og í þeim slag þurfa allir
hagsmunahópar að leggjast á eitt.“
Mun Mál og menning herja á
tímaritamarkaðinn ?
„Nei, við viljum halda okkur
við það sem við kunnum. Við vit-
um hvernig gefa á út bækur, en
kunnum ekkert á glanstímarit.“
Hvað viltu, sem formaður
Félags bókaútgefenda, segja að
lokum við þœr bókaútgáfur sem
prenta sífellt meira erlendis?
„Ég vil bara ítreka að óskastaða
allra útgefenda væri sú að sem
flestar bækur sem Islendingar
gæfu út væru prentaðar á íslandi
og vonandi skapast einhvem tíma
skilyrði til þess. En meðan verð-
munur er jafn stórkostlegur á
sumum bókum og dæmin sanna,
er erfitt að amast við því þó eitt-
hvað sé prentað erlendis."
PRENTARINN ■ 5
Ljósm.: Eggert Jóhannesson.