Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 22

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 22
Launín eru eftir því sem ég síðast vissi svipuð og á ísiandi, en afkoman og lífstíllinn hér eru mun betri. Hérfámenn greitt eftir í Colortronic. 7% og lækkandi. Matvara er um 50% ódýrari en á Islandi, bensín er á 33 krónur lítrinn, bjórkassi er frá 900 krónum og kampavín frá 200 krónum. Sjúkratryggingar fyrir alla fjölskylduna kosta 2.800 kr. á mánuði og bifreiða- tryggingar 9.000 krónur á ári. Ég verð líka að taka það fram að ég hef komið við í 27 löndum, en hvergi langað til að setjast að, ala upp börnin mín og verða að lokum gamall, fyrr en ég kom hingað til Nýja-Sjálands.“ Finnst þér vinnuskipulagið úti þroskaðra en hér heima og eru Ný-Sjálendingar framarlega hvað varðar tœknimál? „Þetta er nú erfið spuming því síðast þegar ég vissi var vinnu- skipulag á Islandi mjög misþroska hlutlausan endurskoðanda til að fara í gegnum bækur fyrirtækis- ins, til þess að skoða ástæður fyrir uppsögnunum. Eftir að skyldu- aðild að stéttarfélögum var felld niður hér þá hafa félögin orðið veikari og samningsstaða þeirra er ekki eins sterk. Og eftir að hafa spurst aðeins fyrir þá virðist það vera samdóma álit félagsmanna að eftir að þessi lög tóku gildi þá hafi laun almennt lækkað, aðbúnaður versnað og verið og ekki sama hvert litið var. Það er eflaust sama sagan héma úti þótt ég haldi að svona almennt sé ástandið heldur skárra hér. En á þessum tímum örra tæknibreyt- inga aukast kröfur varðandi gæði og afgreiðslutíma og niðurstaðan virðist vera minni vinna fyrir færra starfsfólk og þrotlaus fjár- festing í tækjabúnaði. Ný-Sjálendingar fylgjast vel með því sem er að gerast enda allt upplýsinga- og hugbúnaðar- streymi auðvelt í gegnum Netið. Við hjá Colortronic emm aðallega í forvinnslu, stafrænni prentun og borða/skiltaprentun þannig að ég veit að sú hlið er í góðu lagi. Ég hef aftur á móti ekki skoðað margar prentsmiðjur hér en ríkjandi vélar em Heidelberg og Komori og nú eru tvær prent- smiðjur að setja í gang plötusetn- ingarkerfi fyrir litlar vélar.“ Ertu í stéttarfélagi fagmanna úti og hvernig líst þér á stéttar- félagsmálin ytra? „Ég var í stéttarfélaginu hérna 1991 en eftir að við komum aftur þá hef ég nú ekki gengið í félagið. Það eru u.þ.b. 40% starfsmanna í félaginu og það sem ég hef séð félagið gera hér er aðallega að semja og þá er verið að tala um lágmarkslaun, starfslokasamninga og árlegar launahækkanir. Þó kom upp sú staða við síðustu uppsagnir hjá fyrirtækinu að félagið fékk gengið á rétt starfsfólks á ýmsa vegu, m.a. varðandi vaktavinnu, lágmarkshvíld, aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Astandið er mismunandi eftir fyrirtækjum en þó sennilega verst í prentsmiðjum og frágangs- fyrirtækjum. Ég vil því hvetja félagsmenn til að styðja við bakið á félaginu á allan hátt. Því að þegar rétt er á málum haldið er allra hagur að standa saman.“ Eitthvað að lokum, Hjörtur? „Já, ég bið kærlega að heilsa öllum vinum og vandamönnum úr faginu og þótt víðar væri leitað." Á undanfömum mánuðum hafa auglýsingar dunið á fólkinu í landinu frá aðilum sem leyfi hafa til að taka á móti svokölluðum lífeyrissparnaði sem er viðbótar- spamaður er lýtur ákveðnum regl- um varðandi útborgun, skattalega meðferð o.fl. f eftirfarandi grein verður reynt að varpa ljósi á ýms- ar staðreyndir sem auðvelda ættu einstaklingum að taka ákvörðun í málum er lúta að lífeyrisspamaði. 1. janúar 1999 Frá og með 1. janúar 1999 gafst einstaklingum kostur á að draga 2% frá skattstofni, til viðbótar þeim 4% sem áður vom frádráttar- bær vegna greiðslna í lífeyrissjóð og mynda þannig viðbótarspamað í séreign, þar sem um er að ræða sérspamað hvers og eins eða auka tryggingaréttindi sín í formi hærri ellilífeyris, örorkulífeyris eða hærri fjölskyldulífeyris. Hægt hefur ver- ið að skilja auglýsingar margra þeirra aðila sem taka á móti við- bótarspamaði sem svo að fólk þurfi að ákveða sig fyrir ákveðinn tíma ef það vill nýta sér þetta. Hið sanna er að hægt er að heija spamað hvenær sem er og fjár- hagslegar forsendur leyfa. Því eru þeir sem enn hafa ekki ákveðið sig hvort eða hvert þeir ætla að fara með viðbótarframlagið ekki búnir að fyrirgera neinu í þeim efnum. Framlag ríkisins er hvatning til viðbótarsparnaðar I kjölfar ákvörðunar yfirvalda um að hækka skattfrestun iðgjalda einstaklinga úr 4% í 6% ákvað Alþingi að breyta lögum um trygg- ingagjald í þá veru að gera launa- greiðendum skylt að lækka trygg- ingagjald og greiða í formi mót- framlags vegna launþega ef hinn sami hefur gert samning um viðbótarlífeyrisspamað við viður- kenndan vörsluaðila. Ef launþegi nýtir viðbótar skattfrestun að hámarki eða 2%, þá er launagreið- anda skylt að lækka tryggingagjald um 10% af þeirri ijárhæð eða 0,2% og greiða í formi mótframlags. Því ber launagreiðanda að skila 2,2% 22 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.