Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 10

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 10
Bjarni Jónsson, deildarstjóri prentundirbúnings. Júlíus Guðmundsson í klisjugerðinni. Bjarni Jónsson Það eru ekki margir lesendur Prentarans sem hafa velt því fyrir sér hvemig prentvinnsla á sér stað í flexóprentun. Sá hluti prentiðn- aðarins á Islandi hefur verið tölu- vert afskiptur hvað varðar kynn- ingu og fræðslu. Samt sem áður fullyrði ég að tækniþróun í flexó- prentun standi offsetinu miklu framar. Síðastliðin 10 ár hefur verið um stöðuga tæknibyltingu að ræða og þá sérstaklega í prentundirbúningi. Best búni vinnustaður á íslandi Þróunin hefur verið úr því að vera slarkfær prentun prentflata, texta og strika í 3-4 litum yfir í það að vera geysifalleg prentun í 8 lita prentvélum með litmyndum prentuðum í 120 línu neti. Plastprent hf. hefur borið gæfu til að fóta sig rétt 1 ákvörðunartöku í þessum efnum. 1997 var sett upp 8 lita prentvél en fyrir var 6 lita mjög frambærileg vél ásamt nokkrum stakkvélum ætluðum fyrir almenna prentun. Markvisst hefur verið unnið í því að auka gæði í litmyndaprent- un og er svo komið að vaxtar- broddur Plastprents er einmitt á því sviði. Stjóm fyrirtækisins ákvað að fjárfesta í tækni og menntun til þess að bæta hágæða- prentun. Eftir prentvélakaupin var röðin komin að prentundirbún- ingi. Samtals hefur verið fjárfest fyrir u.þ.b. 20 milljónir króna í tölvum, tækjum og bættum að- búnaði starfsfólks á árinu 1998. I ársbyrjun 1998 var aðstaðan í Filmu- og myndamótadeildinni (sem er nafn prentundirbúnings- deildarinnar) bætt til muna. Plássið var stækkað úr 50 m2 í 300 m2, allt var málað, ný gólfefni lögð og sett upp viðeigandi loft- klæðning. Pláss á hvern starfs- mann var aukið til muna. I febrúar kom í hús nýtt filmuútkeyrslutæki frá Heidelberg ásamt nýrri Glunz & Jensen framköllunarvél sem er beintengd (on-line) útkeyrsiu- vélinni. I maí var síðan samið um kaup á tölvukerfi frá BARCO sem sett var upp í ágúst meðan tveir prent- smiðir voru á 3ja vikna námskeiði í Belgíu til þess að læra á hug- búnað sem og vélbúnað. Um er að ræða mikla fjárfestingu sem nýtast mun vel í framtíðinni. Til þess að reka smiðshöggið á uppbyggingu deildarinnar voru í ársbyijun 1999 settar upp tvær G3 Macintosh tölvur frá Aco. Þær eru báðar 333 Mhz og með 128 Mb vinnsluminni svo að um öflugan tölvukost er að ræða. Af þessari upptalningu má sjá að fullyrðing mfn um aðbúnað og tækni í prentundirbúningsdeild Plastprents, að þar sé kominn best búni vinnustaður sinnar tegundar á íslandi, á við rök að styðjast. BARCO kerfið Sú nýjung sem hæst ber er náttúr- lega tölvukerfið frá BARCO. Það samanstendur af Silicon Graphics vélbúnaði með tvöföldum R10000 örgjörva og er klukkutíðnin 175 Mhz. Vinnsluminnið er uppá heil 256 Mb. Tölvan er búin 21 tommu skjá og sérstöku hraðalkorti til myndvinnslu. Þá er Wacom aðgerðaborð fyrir penna. Helsta notkunarsvið er fyrst og fremst litmyndavinnsla og vinna með þung gögn. BARCO er einn þekktasti framleiðandi hugbún- aðar fyrir umbúðaiðnaðinn og einkanlega í flexóprentun. Myndvinnsluforritið, sem svipar til Photoshop, er einkar þægilegt við gerð maska og vegna mikils tölvukrafts er ekki mikil bið eftir aðgerðum á skjá. Tölvu- gögn frá viðskiptavinum Plast- prents koma yfirleitt á Freehand /Illustrator eða Photoshop sniði. Búið er til PostScript skjal sem fært er yfir í BARCO. Tölvan breytir síðan yfir í BARCO snið til áframhaldandi vinnslu. Auðvitað spyrja menn sig hvort þörf sé á slfkri tölvu sem er dýr og mjög öflug. Um það má náttúrlega alltaf deila. Hins vegar er þróunin í flexóprentun sú sama og í offseti, þ.e. að gögnin verða sífellt þyngri og viðameiri og styrkur þessa tölvukerfis liggur í því að það á auðveldara með að vinna með þung skjöl og myndvinnsluforritið tekur Photoshop fram. 10« PRENTARINN LjósmEggert Jóhannesson.

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.