Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 20

Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 20
Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Vinnutíminn, eins og nú stendur, er frá 8-16:30 í þrjár vikur, 6-14 í eina viku á morgunvakt og 14-22 í eina viku á kvöldvakt. A kvöld- vaktinni er unnið þriðjudagsnótt- ina því við vinnum hér fasteigna- blað vikulega sem er 180 síður í lit. Fríðindi eru ekki mikil en þó fæ ég frían síma, þ.e. innanlands. Einnig fer ég nokkrar ferðir á ári til útibúsins í Dunedin til að upp- færa tæki, hugbúnað og kenna.“ Hvernig hefur fjölskyldunni tekist að aðlaga sig nýrri heims- álfu og hvernig taka eyjaskeggjar á móti Islendingum? „Fjölskyldan hefur aðlagast vel og við erum öll alsæl héma úti. Krakkamir em orðnir 13 og 15 ára og njóta vel útiveru og strand- lífs. Hera, 15 ára dóttir okkar, stundar hér gítamám og er farin að koma mikið fram opinberlega þar sem hún flytur sín eigin lög og texta. Hera á eftir tvö ár í mið- skóla („high school“) og er einnig í leiklistamámi. Bjöm, sonur okk- ar, er á fyrsta ári í miðskóla þar sem íþróttum er blandað skemmti- lega inn í námsefnið. Bjöm elskar ströndina og fær ekkert betra en ostrur grillaðar á ströndinni. Þetta samfélag hér er svo ungt að flestir Einn mesti ævintýra- maður sem íslenski prentbransinn hefur alið af sér er Hjörtur Kristinsson, prent- smiður. Hirti svipar til Indiana Jones. Undir barðastórum hattinum, sem hann hefur jafnan á höfði, glittir í fjörleg augun og órætt brosið sem srnitar lífsgleði. Hjörtur hefur verið óhræddur við að takast á við nýjar aðstæður og sl. fjögur ár hefur hann ásamt sinni heittelskuðu Emmu og börnunum tveimur búið á Nýja-Sjálandi og stundað þar iðn sína. Prentarinn sló á þráðinn til Hjartar og fékk hann til að segja frá högum sínum. Hvernig stóð annars á því að þið fjölskyldan fóruð alla leið til Nýja-Sjálands og var ekkert mál að fá vinnu hinutn megin á hnettinum? „Það er nú óhætt að segja að það voru margar ástæður og til- viljanir sem réðu því að við erum hér niðurkomin. Alveg frá því að ég var unglingur átti ég mér þann draum að setjast að á eyju í Kyrrahafinu. Síðar á lífsleiðinni kynntist ég Dagnýju Emmu, konunni minni, sem átti sér alveg sömu drauma. Arið 1991, þegar upp kom sú staða að ég vildi taka mér tíma- bundið frí frá prentsmiðjurekstri, fannst okkur hjónunum tilvalið að láta reyna á hvort þessir draumar gætu ræst. Eg sló því á þráðinn til kunningja míns á Nýja-Sjálandi og bað hann að athuga með tíma- bundna vinnu við skeytingu. Þetta var í upphafi PostScript-byltingar- innar og því nóga vinnu að fá við fagið. Af þeim fimm fyrirtækjum sem buðu mér starf valdi ég Color- tronic, sem er stærsta fyrirtækið í forvinnslu hér á Suðureyjunni. Eg vann þar í tíu mánuði eða þar til að við urðum frá að hverfa til Islands vegna skyndilegs fráfalls föður míns. Eftir heimkomuna þjáðumst við svo af ákafri heim- þrá til Nýja-Sjálands og í septem- ber 1995 pökkuðum við öllu okkar hafurtaski í gám og sendum á undan okkur hingað út. Eg fékk vinnu hjá sama fyrirtækinu og er þar enn þann dag í dag.“ Hefur íslenski prentiðnaður- inn eitthvað fram yfirþann ný-sjálenska? „Það sem íslenski prentiðnaður- 20 ■ PRENTARINN inn hefur fram yfir þann ný- sjálenska er smæðin og öll tengsl innan fagsins, s.s. upplýsinga- miðlun o.þ.h. Nálægðin við stóru sýningasvæðin í Evrópu er líka stórt atriði. Ný-sjálenski prentiðn- aðurinn nýtur stærðarinnar (þótt allir kvarti um smæðina; lOxísland) og líka þess að hér eru færri en stærri aðilar í spilinu." Eru launiti betri á Nýja-Sjá- landi og hvernig er orlofsmálum háttað? „Launin eru eftir því sem ég síðast vissi svipuð og á Islandi, en afkoman og lífstíllinn hér eru mun betri. Hér fá menn greitt eftir getu og ábyrgð. Almennir frídagar eru færri en á Islandi, þriggja vikna orlof er algengast en þó eru und- antekningar, t.d. á ég inni fjórar vikur í orlofi. Öll aukavinna er greidd sem 1,5 dagvinnutímar. eiga foreldra, afa eða ömmu frá Norður-Evrópu. Þar af leiðandi er enginn sem kemur frá þeim slóð- um útlendingur nema í fáein ár. Okkur hefur alls staðar verið vel tekið og fólk hér er einstaklega hjálplegt. Við höfum eignast stóran og samhentan vinahóp sem hittist reglulega, t.d. alltaf á annan í jólum þegar allir mæta með afgangana af jólamatnum á ströndina svo úr verður heljarmik- Ostrutínsla.

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.