Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 7

Prentarinn - 01.01.1999, Qupperneq 7
Ljósm.: Eggert Jóhannesson. c. lið 65. gr. að heilsuvemd starfs- manna merki í lögunum þjónustu sem komið er á fót til þess að stuðla að andlegri og líkamlegri vellíðan starfsmanna. Samkvæmt 68. gr. laganna er það meðal ann- ars verkefni læknis Vinnueftirlits ríkisins að vinna að þeim málum er snerta heilbrigði og heilsuvemd starfsmanna eftir nánari ákvörðun stjómar Vinnueftirlits ríkisins. Jafnréttislög Jafnréttislög leggja atvinnu- rekendum ýmiss konar skyldur á herðar. I 6. gr. laganna segir að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði og gildir það meðal annars um vinnuaðstæður og vinnuskilyrði. Ef einhver telur rétt á sér brotinn samkvæmt ákvæðinu og vísar máli sínu til kærunefndar jafn- réttismála skal atvinnurekandi sýna kæmnefnd fram á að aðrar ástæður en kynferði hafí legið til gmndvallar ákvörðun hans. Kæru- nefnd jafnréttismála hefur túlkað þetta ákvæði þannig að atvinnu- rekanda beri að sjá til þess að kynferðisleg áreitni viðgangist ekki á vinnustað. Nýtt frumvarp til jafnréttislaga Nú er verið að endurskoða jafn- réttislögin. I frumvarpi að nýjum jafnréttislögum er sérstakt ákvæði um kynferðislega áreitni. Þar segir að atvinnurekendur og skóla- stjómendur skuli gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar í trúnaðarsambandi verði fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað eða í skólum. Síðan kemur skilgreiningin á því hvað er kynferðisleg áreitni og í lok ákvæðisins segir að ef yfirmaður eða skólastjómandi er kærður vegna meintrar kynferðislegrar áreitni verði hann vanhæfur til að ákvarða um vinnuskilyrði kæranda á meðan rannsókn málsins stendur yfir og skal næsti yfirmaður taka ákvarðanir er varða kæranda. BimiHimii, eöa lífið! Kynferðisleg árcitni er alvarlegt athæll. Afleiðingar þess eru slæmar fyrir þolandann og hér á eftir fer frásögn konu sem lenti í kynferðislegri áreitni og taldi eina kostinn fyrir sig að hætta starfi eftir þrjá mánuði í fyrirtækinu. Hvernig kom þessi úreitni frain? „Eigandinn í fyrirtækinu sýndi mjög ócðlilegt háttcrni í samskiptum við mig og virtist ekki geta skilið að það var alls ekki að nn'nu skapi. T.d. citt sinn þegar ég var að Ijósrita að kvöldi til og við vorum ein í prentsmiðjunni kom hann aftan að mér og tók um mittið á mér og setti hausinn á sér á iixlina á mér og spurði slcpjulcgn: Ertu ekki svöng? Skömmu áður tók ég eftir að hann dró fyrir gluggana.“ Hver voni þín viðbrögð við þcssari áreitni? „Þetta cr lítið fyrirtæki og afar náin samvinna allra í milli, sem gerir það að verkum að niaður reynir af fremsta megni að halda friðinn. Eftir þetta atvik þar sem ég hrökklaðist undan og missti þá matarlyst sem mögulcga var fyrir hendi, vonaðist ég til að hann liefði séð svart á livítu að ég hafði ekki áhuga á sam- skiptum við liann af þessum toga. Eigi að síður komu fleiri atvik í kjölfarið. I tíma og ótíma var hann að snerta mig hér og þar og koma með óviðeigandi athugasemdir.“ Finnst þér liann Itafa reynt að nýta sér stöðu sína gegn þér? „Hann vissi vel að fjárhagslega stóð ég afar illa sem einstæð móðir að reyna að koma mér þaki yfir luifuðið. Einnig vissi hann að ég hafði ekki úrval af störfum að leita í innan prent- iðnaðurins. Allt þetta gerði það að vcrkum að liann virtist telja að staða mín væri siík að ég liefði ekki efni á að ncita honum um kynferðislegt samband.“ Hvaða úrrœði hafðirþú eftirþað sem á undan var gengið? „Eg taldi mig ekki hafa miirg úrræði, það að fara í hart við hann og opinbcra málið taldi ég ekki þjóna hagsmunum mínum og framhald á vinnu í fyrirtækinu var mér óbærilcgt, þess vegna tilkynnti ég honum einn daginn að ég væri hætt og kæmi ekki aftur til vinnu. Hann gerði enga athugasemd við þau málalok.“ Hvað viltu segja við konur sem eru í svipaðri aðstöðu og þú lentir í? „Eg veit ekki hvað skal segja, ég vil láta koma fram að mér flnnst vinsamleg samskipti manna á milli ekki vera ncitt til að óskapast yflr. Eg hel'ekkert á móti því að fólk taki hvert utan uni annað og sýni hlýju, cn það er stór munur á því livort það er velkomið eða óvelkomið. Alh: óvelkomið er áreitni og hana á ekki að líða.“ PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.