Prentarinn - 01.01.1999, Page 21

Prentarinn - 01.01.1999, Page 21
A golfvellinum eftir vinnu. eða er kannski engin heimþrá? „Við erum nú ekki illa haldin af heimþrá. En auðvitað saknar maður vina og vandamanna. Ég verð þó að viðurkenna að í febrúarmánuði kemur alltaf yfír mig ógurleg löngun í súrmat. Þetta var ansi erfitt til að byrja með, en eftir að móðir mín kom hingað í heimsókn hefur hún ætíð séð til þess að ég fái reglulegan skammt af vestfirskum hákarli og harðfíski og það er mikil sárabót. Við eigum það til á tyllidögum að gefa fólki að smakka á þessu lostæti en ég verð að játa að hvorki Maórar né Kívíamir hafa fengið matarást á okkur af þessum sökum. Heita vatnið heima er líka eitt af því sem við söknum sárt. Hér er öll kynding með rafmagni, viði eða gasi. Við erum með viðarkyndingu til húshitunar og il veisla sem endar yfirleitt með varðeldi. Þá förum við ásamt vin- unum mikið út í náttúruna, stund- um langar helgar og allt upp í tveggja vikna frí. Já, það er alltaf nóg að gera í félagslífinu hér. Villibráðarhátíð, vínhátíð, lautar- ferðir, grillveislur, þemapartí, veðreiðar o.s.frv. Ég verð að viðurkenna að við höfum hrein- lega hvergi fallið betur inn í sam- félag og má segja að við höfum fundið okkar „klan“ hér.“ Hvers hefur fjölskyldan sakn- að mestfrá gamla góða Fróni því verður maður að birgja sig vel Upp af eldiviði á haustin." Er góður starfsandi í Colortronic og líflegt félagslíf? „Starfsandinn er ágætur, en það er vitanlega erfitt þegar fyrirtæki eins og Colortronic er skorið niður á fáum árum eins og gert hefur verið. Þegar ég byrjaði hérna vom starfsmennimir 52 f báðum fyrirtækjunum en nú, þremur og hálfu ári síðar, em ekki nema 32 eftir. Einu sinni í mánuði er grillað í hádeginu og eitt og annað gert til hátíðabrigða. Þar má nefna hella- ferðir, golf, veðreiðar, gúmbáta- slark og svo náttúrlega þetta klassíska partístand. A Þorláks- messu er ávallt boðið upp á kampavínsmorgunverð milli klukkan 6 og 9. Síðan er starfs- mannabar opinn eftir vinnu á föstudögum þar sem allt er selt á kostnaðarverði. Og þar sem fyrir- tækið er staðsett í miðbænum vill oft bregða við að menn rölti í bæinn eftir vinnu á föstudögum." Saknarðu einltvers árprent- bransanum lieima á Islandi? „Það er náttúrlega ekki spuming að ég sakna mest vina og kunningja til margra ára.“ Eftir að skylduaðild að státtan- félögum var felld niður hér þá hafa fálögin nrðið veikari og samnmgsstaða þeirra er ekki eins sterk. íslendingur í faginu hér er gamla brotvélin frá G.Ben/Eddu/Odda, en hana rak á fjörur hér ekki alls fyrir löngu. Það em ekki margir íslendingar hér í Christchurch. Hér búa um 300 þúsund manns og af þeim em ekki nema átta Islendingar fyrir utan okkur. Á Nýja-Sjálandi búa þó alls um fjöratíu íslenskar fjölskyldur, flestar í Auckland þar sem einnig er starfandi Islendingafélag.“ Vantar íslenska fagmenn í ný-sjálenska prentiðnaðinn og ef svo er hvert ber að snúa sér? ■ „Þessari spumingu get ég ekki svarað játandi, en segi þó að vilji er allt sem þarf. Það er mikið pappírsstúss að komast í gegnum þetta og ægilega tímafrekt. En ef fólk er á fyrri hluta starfsævi sinnar og hefur menntun og heilsu til sé ég fátt til fyrirstöðu. Fyrsta skrefið er að setja sig í samband við New Zealand House í London og fá þaðan sendar upplýsingar. Þeir em með punktakerfi á innflytjendamálum þannig að fólk getur sjálft reiknað út hvort dæmið gengur beint í samband við fyrirtækin og helst að mæta á staðinn." Hefur grasið reynst grœnna á Nýja-Sjálandi? „Þetta með grasið er dálítið viðkvæmt þessa stundina. Það em miklir þurrkar á þessum árstíma, enda er hitinn um 20-30 gráður á Celsíus í þrjá mánuði og grasið verður brúnt yfir hásumarið. Annars er lífstíllinn yndislegur hér, maður skellir sér jafnvel á ströndina eftir vinnu eða í golf. Laxveiðar em dýrt sport á Islandi, hér kaupir maður sér veiðileyfi í eitt ár fyrir 1.800 krónur og það gildir í öll vötn og ár á landinu. Golfvellir eru 42 í kringum Christchurch og mjög ódýrt að spila. Ef ég vil fara í regnskógana Óvenjulegur annar íjóluin. fít Eru fleiri Islendingar á ykkar slóðum eða hjá Colortronic og ef svo er lialda þeir Iwpinn? „Emma vinnur hjá Colortronic tvo daga vikunnar og annar upp. Það eru í gildi milliríkja- samningar á milli Islands og Nýja-Sjálands þannig að flest gjöld eru felld niður. Eina leiðin til að fá vinnu er svo að setja sig er það ekki nema þriggja tíma keyrsla og á vetuma er klukku- tíma akstur á frábær skiöasvæði. Fimm mínútna gangur er á strönd- ina, klukkutíma akstur á veiði- svæði þar sem ég veiði villisvín og 20 mínútna akstur að góðri veiðiá þar sem hægt er að fá sér sundsprett eða renna fyrir fisk. Krakkamir eru í skólabúning- um og skólinn er frá klukkan 9-15 mest allt árið. Við emm búin að koma okkur vel fyrir héma, við keyptum okkur 4 herbergja við- haldsfrítt múrsteinshús og erum með pálmatré, sítrónur, kirsuber, plómur, jarðarber og tómata í garðinum. Við settum heitan pott í garðinn og njótum hans óspart. Og hér koma nokkrar tölur: Tekjuskattur er 25%, engin vísi- tölutrygging, 12,5% virðisauka- skattur, vextir af húsnæðislánum PRENTARINN ■ 2 1

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.