Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 17

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 17
1 I 1 Hvaða áherslur telur þú mikilvægastar í næstu kjarasamningum? i | > i ■ ■ | > ri t ( i . i i i | i i i i | i 130 140 1 50 liBHBBWMailWlwm, fl k MMW ll00 i I,t0 .1,20 | 1 rt-*'r" .1 | | ‘I j I I I I I I I I I Hvað finnst þér um þá valmöguleika sem félagið býður upþá í orlofsmálum? Hvernig finnst þér þær upplýsingar skila sér sem félagið sendir frá sér? ar á vegum Prenttæknistofnunar. Langflestir voru ánægðir með það hvernig sú menntun hefur nýst í störfum. Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra kvaðst myndu vera félagar í FBM þótt það gerðist ekki sjálfkrafa en þeir réðu því sjálfir. Þrír fjórðu aðspurðra kváðust ekki hafa orðið varir við launaskrið. Fram kemur kynjamunur í svörum, þ.e. um 35% karla á móti 10% kvenna kváðust hafa orðið vör við launaskrið. Nokkuð bar á óánægju með þá launaleynd sem ríkir víða. Afgerandi meiri- hluti félagsmanna taldi að bera ætti mikilvæg málefni undir félagsmenn. I þessari könnun kemur fram að félagsleg virkni og tilfinning fyrir samstöðu virðist fara minnkandi. Viðmælendum finnst að kjara- málunum sé ekki sinnt nógu vel og kallað er eftir því að forystan sé sýnilegri meðal félags- manna á vinnustöðum. Félagsmenn virðast ennþá leggja mikla áherslu á aðild sína að félaginu og nauðsyn þess að þeir séu með í ráðum um mikilvæg málefni. Hér á eftir fara nokkur ummœli sem fram komu í viðhorfskönnuninni. Launa- hækkanir, 57% Annað, 7% Færa yfirborganir í taxta, 10% Sérstakar hækkanir til fagfólks, 6% Hverfinnst þér vera helsti styrkur Félags bókagerðarmanna ? • Félag sem stendur á gömlum grunni og lætur sig skipta hvem og einn félagsmann. Þjónustan er persónuleg, en ekki nein færibandavinna. • Félagarnir em styrkurinn og hversu virkir menn em. • Fjölmennt og sterkt félag. Hvernig líkar þér viö Prentarann, málgagn félagsins? Hvernig nýtist þér sú endurmenntun sem Prenttæknistofnun hefur uppá að bjóða? 49% • Eins komið fyrir FBM og öðrum félögum. Unga fólkið þorir ekki að gera neitt sem skiptir máli, ekki samstaða um neitt, skortir félagsvitund og sækir ekki fundi. Gildir almennt. • Stjómin ekki nógu hörð í sambandi við kjarasamningana. • Launaleynd í fyrirtækjum tel ég vera mesta veikleika félagsins, þó hún sé ekki félaginu að kenna. Hver er reynsla þín afþjónustu FBM? • Góð, ef maður hefur þurft á einhverju að halda í sambandi við veikindi og annað. • Eg hef fengið þá bestu þjónustu sem hægt er að hugsa sér þar. Hverjar finnst þér vera veikar hliðar félagsins? • Að það skuli ekki vera fagfélag. • Að það stendur utan við ASÍ. Þegar kemur til samninga er okkur ýtt út fyrir og svo fáum við bara molana. Eg sé ekki að staðan sé betri nú fyrir utan. • Aðstoðarfólkið er svo ægilega lágt launað. Við erum með 73.000 kr. eftir 30 ár, en hækkaði um 3.000 núna eftir áramót. Þetta er alveg hlægilegt. Eg er ekki vön að kvarta yfir neinu. Eg er nú að segja að þetta sé vegna þess að við fömm ekki á fundi. En ætli maður myndi ekki bara þegja þó maður færi á fundi? Þetta aðstoðarfólk er bara niðurbælt fólk, sem lítur aldrei upp. Það er bara að vinna. Myndir þú vera félagi í FBM ef það gerðist ekki sjálfkrafa og þú fengir sjálfur að ráða? Hvernig líkarþér viðmót starfsmanna? • Mjög gott og viðræðugóðir starfsmenn. Mjög gott, mjög hlýlegt og persónulegt. • Það er orðið gott núna. • Það fer eftir hvemig skapi þeir eru í, annars held ég að þeir séu bara sæmilegir. Leitarðu til trúnaðar- manns með úrlausn þinna mála? • Nei, ekki þurft á því að halda og svo er alltaf hægt að tala við félagið. • Nei, trúnaðarmaðurinn á vinnustaðnum hefur ekki þá ímynd sem hann þyrfti til að vera trún- aðarmaður. • Nei, þar sem ég vinn þá er hann ekki notaður. PRENTARINN ■ 17

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.