Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 8

Prentarinn - 01.01.1999, Blaðsíða 8
í athugasemdum með þessari grein frumvarpsins segir að þetta ákvæði sé í samræmi við stefnu Evrópusambandsins í jafnréttis- málum og vísað í ályktun ráð- herranefndarinnar frá 1990 um vernd mannvirðingar kvenna og karla á vinnustað. Þar er aðildar- ríkjum og stofnunum Evrópusam- bandsins gert að sjá til þess að vinnuveitendur beri ábyrgð á að kynferðisleg áreitni líðist ekki á vinnustað. Sambærilegt ákvæði er einnig að finna í 26. gr. félagssátt- mála Evrópu um rétt til mann- legrar reisnar í starfi. Þar kemur fram að stuðla skuli að bættri meðvitund og upplýsingum um kynferðislega áreitni á vinnustað. Auk þess skuli gera allar við- eigandi ráðstafanir til að vernda launafólk fyrir slrkri háttsemi. I þessu sambandi er almennt lögð mikil áhersla á ábyrgð atvinnu- rekenda og skólastjómenda. Mikilvægt er að brugðist sé við af þekkingu og að tryggt sé að starfsfólk sé nægilega upplýst til að takast á við vandann á réttan og málefnalegan hátt. Til dæmis um sérstakar ráðstafanir sem þessir aðilar geta gert til að koma í veg fyrir að starfsfólk, nemar og skjólstæðingar í trúnaðarsambandi verði fyrir kynferðislegri áreitni er meðal annars að lýst sé yfir að allir starfsmenn eigi rétt á því að komið sé fram við þá af virðingu. Jafnframt að gefið sé skýrt til kynna að kynferðislegri áreitni sé með öllu hafnað og hún verði ekki liðin og að starfsmenn sem verði fyrir slikri framkomu hafi rétt til að kæra viðkomandi háttsemi. Nauðsynlegt er að stjórnendur taki ákveðið á málum í samvinnu við starfsmenn sína og hagsmuna- samtök þeirra. • Leitaðu til stéttarfélagsins. • Leitaðu til kærunefndar jafnréttismála. Ef það ber ekki árangur þá skaltu grípa til eftirfarandi úr- ræða: • Skráðu nákvæmlega hjá þér og lýstu því sem gerist hverju sinni. • Fylgstu með hvort það verða einhverjar breytingar á verkefnum þfnum. • Ræddu af hreinskilni við trúnaðarmann og starfsmanna- stjóra. Kynf erDlsleg árettnl ávlnnustaO í hvaða mynd sem er veUur andlegiti vanliíðan • Kvartaðu við .^firmann, annað- hvort beint eða með aðstoð trúnaðarmanns. • Ekki leyna ástandinu. • Ekki kenna þér • Kannaðu hvort einhver vinnu- I félaga þinna hefur orðiðjfyrir sams konar áreitni og ef sa'- ræddu þá við hann um málið. • Fáðu stuðning vinnufélaga. • Haltu því fram að áreitni er vandamál sem varðar alla á vinnustaðnum. • Reyndu ekki að standa ein/einn í stríði við samstarfsmann eða yfirmann þinn. Ef ekki tekst að leysa málið á vinnustaðnum þá skaltu gera eftirfandi: I frumvarpi til nýrra jafnrétt- islaga er lagt til að atvinnurek- endum sé óheimilt að segja starfs- manni upp störfum sökum þess að hann hafi krafist leiðréttingar á grundvelli laganna. Atvinnu- rekandi skal jafnframt gæta þess að starfsmaður verði ekki beittur óréttlæti í starfi, svo sem með tilliti til starfsöryggis, starfskjara eða mats á árangri, á grundvelli þess að hafa kært kynferðislega áreitni eða kynjamismunun. Hvernig á atvinnurekandi að bregðast við kynferðislegri áreitni? Eins og getið er að framan hvílir sú skylda á atvinnu- rekendum að þeir skapi starfs- mönnum sínum öruggt vinnuum- hverfi. I leiðbeiningarbæklingi skrifstofu jafnréttismála eru atvinnurekendum gefin eftir- farandi ráð: • Móta starfsmannastefnu sem felur í sér að kynferðisleg áreitni verði ekki liðin. • Upplýsa starfsfólk um hvað átt sé við með kynferðislegri áreitni. • Kynna starfsfólki hver viðbrögð atvinnu- rekanda verði komi sHkt mál upp. • Upplýsa starfsfólk um hvert það geti snúið sér verði það fyrir áreitni. • Taka samstundis og ákveðið á málinu þegar það kemur upp. • Láta gerandann taka alla ábyrgð á hegðun sinni. • Ef flytja þarf starfsmenn til í starfi, flyttu þá gerandann til, ekki þolandann. Vafalaust hefur kynferðisleg áreitni viðgengist á vinnustöðum alla tíð. Umræðan um hana hefur þó ekki komist í hámæli fyrr en á síðustu áratugum og lagaákvæði sem taka sérstaklega á vandamál- inu eru nú fyrst að sjá dagsins ljós á Islandi. Með aukinni umræðu, bættri þekkingu og skýrri afstöðu þolenda kynferðislegrar áreitni er hægt að draga úr vandanum og jafnvel uppræta hann með öllu. Hvernig á að bregðast við kynferðislegri áreitni? Þar sem kynferðisleg áreitni getur birst í ýmsum myndum geta úrræðin vegna hennar verið mismunandi. Grófustu brot á vinnustað eru refsiverð og hægt að kæra þau til lögreglu. Hér er oft um mjög við- kvæm og persónu- leg mál að ræða sem erfitt er að taka upp eftir sömu leiðum og önnur starfs- samningsbrot. Hér má benda á skyldur trúnaðarmanna, stéttar- félaga og Vinnueftirlits ríkisins en einnig er hægt að leita til kæru- nefndar jafnréttismála. Hvað gerirðu ef þií verður fyrir kynferðislegri áreitni? I leiðbeiningarbæklingi sem skrifstofa jafnréttismála hefur gefið út eru nokkrar leiðbeiningar um það hvemig bregðast eigi við kynferðislegri áreitni: • Fyrst skaltu gera viðkomandi grein fyrir því að þú munir ekki þola þessa hegðun. 8 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.