Prentarinn - 01.10.1999, Page 13

Prentarinn - 01.10.1999, Page 13
Aðalkjarasamningur er alltaf grunnur sem ekki er hægt að semja sig frá. Nei, það er ekkert byrjað enn- þá. Þeir fyrstu sem eru að byrja eru Verkamannasambandið. Nú hafa komið fram þœr raddir sem segja að verði ekki verulegar launahœkk- anir þá stefni þrentið lirað- byri í að verða láglauna- starf. Þessar raddir spyrja eintiig: Hvaða iðnaðarmann fœrðu í dag sem þú getur borgað 1200 krónur á tím- ann í aukavinnu? Ég get nú ekki fallist á að prentið sé láglaunastétt. Svo við höldum nú aðeitis áfram með þetta. Mig lang- ar að spyrja þig aðeins út í taxtana. Eg er hér með nýja launakönnun og samkvœmt henni eru meðallaun hjá iðnsveinum 147.325 krónur en taxtinn segir 97.555. Hver eru rökin fyrir því að ekki má fœra taxtann að því kaupi sem er í gangi á markaðinum? Þetta hefur nú verið gert og það er búið að færa taxtann nokkrum sinnum nær raunlaunum og að hluta til hefur það tekist. En ótt- inn við að færa taxtann nær raun- launum hefur snúist um að þeir sem hafa haft hærri laun hafa átt afskaplega erfltt með að sætta sig við að þeir lægra launuðu nálguð- ust þá. Tæknilega er í sjálfu sér ekkert erfitt að framkvæma það, en ef 97 þúsund króna launin yrðu færð upp í 147 þúsund þá hefði ég nú gaman af því að heyra í þeim sem eru með 147 þúsund króna launin. Þar held ég nú að hnífurinn standi f kúnni. Það má heldur ekki gleyma því að samningar eru alltaf um lág- markslaun og jafnframt að starfs- menn eru misjafnir, t.d. hvað hæfileika og afköst snertir. Eftir síðustu samninga var mikið talað um vinnustaða- samninga og m.a. Morgun- blaðið vildi gera slíka samn- inga. Hefur þetta mál þráast eitthvað? Sáralítið, því miður. Vinnustað- arsamningur verður að vera skil- inn af báðum aðilum sem hag- kvæmi fyrir báða. Hann er ekki hugsaður bara til að hækka laun, en mér hefur fundist vanta á þennan skilning. Hvernig sérðu fyrir þér að þetta yrði framkvœmt? Yrði samið við starfsmannafélög- itt eftir að þau vœru búin að kottia sér upp einhverskonar kjaranefnd? Nei, vinnustaðarsamningur þarf ekki endilega að felast í því að það sé samið við alla í fyrirtæk- inu eða að starfsmannafélagið verði að verkalýðsfélagi. Það er ekki vinnustaðarsamningur í mín- um skilningi, heldur er það þar sem hægt er að koma því við að ákveðnir hópar í fyrirtækinu geti náð fram hagræðingu og að ávinningnum sé síðan skipt. Þegar Vinnuveitendasambandið kynnti þessa hugmynd um vinnustaða- samninga, þá var það að danskri fyrirmynd og það danska módel hefur þróast þannig að víða er samið við hvern starfsmann. Segjum nú svo að vinnu- staðasamningar verði fram- tíðin. Hvernig verður þá ttteð félagsleg réttindi, svo setn veikindadaga, orlof, verk- fallsrétt o.s.frv.? Verður að semja utn allt slíkt upp á nýtt, og þá kanttski hver og einn ef danska fyrirmyndin yrði notuð til viðmiðunar? Nei. Aðalkjarasamningur er alltaf grunnur sem ekki er hægt að semja sig frá. Viltu segja eitthvað að lok- um? Nei, ekki það ég man. Um leiö og ég þakka Erni fyrir greinargób svör er rétt ab geta þess ab samn- ingar eru lausir í mars n.k. og vonandi ganga þeir fljótt og vel fyrir sig. PRENTAR I N N ■ 13

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.