Prentarinn - 01.09.2002, Síða 10
Binni, Gummi, Ómar, Óli,
Baddi og Guðni hjá Roland
900 vélinni.
Lagt í hann
Ferðin hófst að morgni fimmtu-
dagsins 4. apríl í í Leifsstöð og
var allur hópurinn nokkuð spennt-
ur og mikil gleði í mannskapnum.
Flugið til Frankfurt tók um 3 klst.
og vorum við lent um hádegisbil.
Við tókum lestir til Mainz og
gengum síðan þrautagöngu síð-
asta spölinn að hótelinu okkar og
voru nokkrir í hópnum farnir að
efast um að við kæmumst á leið-
arenda. Hótelið heitir Hotel Stadt
Coblenz og var hentuglega stað-
sett í miðborg Mainz og var það
mjög fínt í alla staði. Eftir smá
miðdegislúr fór hópurinn út að
borða en þegar við gengum út af
hótelinu blasti við okkur farand-
tívolí sem var staðsett á árbakkan-
um. I því var þetta frábæra parís-
arhjól og var útsýnið úr því yfir
miðborg Mainz alveg æðislegt.
Cutenbergsafnib
A föstudeginum var förinni
heitið í hið stórmerkilega Guten-
bergsafn sem var heppilega stað-
sett í næsta húsi við hótelið okkar.
Inni á þessu safni eru geymdir
mestu dýrgripir prentsögunnar.
Það fyrsta sem við skoðuðum
voru handskrifaðar þýskar forn-
bækur og aðrir gersemar sem
tengjast bókagerð fyrr á öldum.
Þarna voru líka bækur sem prent-
aðar voru með lausaletursaðferð
Gutenbergs, einnig tæki og tól
sem voru notuð við gerð bóka
fyrr á öldum. A fyrstu hæð safns-
ins var uppsett eftirlíking af verk-
stæði Gutenbergs með öllum
þeim tækjum sem talið er að hafi
verið notuð á prentstofúm fyrri
alda. í þessari deild eru haldnar
sýningar nokkrum sinnum á dag
þar sem gestum gefst tækifæri á
að spreyta sig á því að prenta eins
og Gutenberg og fengu tveir úr
okkar hópi að reyna það.
1 næsta sal við hliðina var sýn-
ing á nútímalegri prentvélum og
voru þar meðal annars tvær Lino-
type vélar frá í kringum 1900 og
nokkrar eldri gerðir af Heidelberg
prentvélum. Það merkilegasta á
þessu safni voru að sjálfsögðu
eintök af biblíum Gutenbergs sem
eru geymd í rammgerðum klefa í
miðju safninu, handverkið á þess-
um biblíum er mjög vandað og
ótrúlegt að þessir dýrgripir hafi
varðveist svona vel í svona langan
tíma. A safninu er líka pappírs-
safn og einnig safn þar sem fjall-
að er um þátt Kínverja í prentsög-
unni því eins og margir vita er
talið að lausaletrið hafi borist til
Evrópu með evrópskum kaup-
mönnum sem stunduðu viðskipti í
Asíu. í litlum hliðarsal á safninu
var uppi sýning þar sem sýnd
voru verk eftir leturhönnuðinn
Adrian Frutiger sem enn er á lífi
og er einn þekktasti leturhönnuð-
ur samtímans og hannaði meðal
annars Frutiger-letrið og Univers
svo að fátt sé nefnt. Á þessari
sýningu voru sýndar skissur af
letri, leturskriftar-æfingar, vegg-
spjöld þar sem Frutiger leikur sér
með form leturs og calligraphy-
verk þar sem listrænir hæfileikar
kappans koma berlega í ljós.
Heimsóknin í þetta safn var í alla
staði bæði fræðandi og skemmti-
leg og auðvelt var að setja sig í
spor frumkvöðla prentmenningar
Höfuðstöðvar Heidelberg.
í vöggu prentsins, borginni
Mainz.
Heidelberg
Á laugardeginum var haldið til
Heidelberg-borgar og tók sú ferð
um 3 klst með lest. Við komum
okkur fyrir á hótelinu okkar sem
ber það skemmtilega nafn Hotel
Erna og er staðsett í elsta hverfi
Heidelberg, Kirchheim, en þar
hefúr verið byggð síðan um árið
800. Laugardagskvöldinu eyddum
við í það að skoða mannlífið í
miðborg Heidelberg og var það
mjög skemmtilegt kvöld.
Á sunnudeginum héldum við
svo í hinn víðfræga Heidelberg-
kastala sem gnæfir yfir elsta hluta
borgarinnar. Kastalinn var byggð-
ur á 15. öld og var síðan endur-
byggður nokkrum sinnum á kom-
andi öldum eftir árásir óvinaherja.
Það var síðan árið 1800 sem
Charles de Greinberg greifi og
eigandi kastalans á þeim tíma tók
þá ákvörðun að ffiða hann og
varðveita hann í sem upprunaleg-
ustu mynd. Þetta eru stórkostlegar
byggingar og augljóst að þarna
hafa mikil stórmenni verið að
verki þegar kastalinn var að
byggjast upp og ekki laust við að
maður hafi átt von á að sjá flokk
af riddurum í fúllum herklæðum
koma æðandi inn um kastalahlið-
ið en í stað þess sáum við bara
hópa af japönskum ferðamönnum
vopnuðum óteljandi myndavélum
og týndumst við Islendingarnir nú
næstum í hafi af þeim og erum nú
sjálfsagt I mörgum myndaalbúm-
um í Japan. Eitt af aðalsmerkjum
kastalans er risastór bjórtunna
sem er í kjallara hans. Þessi tunna
tekur 220.017 lítra af bjór og er
8,5 m breið og 7 m há. I þessari
tunnu var bruggaður bjór fyrir
íbúa kastalans og hafa þeir mátt
hafa sig alla við að þamba allan
þennan bjór. Eftir daginn í kastal-
anum var haldið niður í gamla
hluta borgarinnar og snæddum
við á þýskri hamborgarabúllu þar
sem hamborgaramir líktust nú
helst kjötfarsbollum og eigandi
staðarins vildi endilega staðsetja
Island í Eystrasaltinu og tók það
ekki í mál að viðurkenna annað
þegar við reyndum að útskýra að
við byggjum á eyju í Atlantshafi.
Þetta var mjög skemmtilegur dag-
ur og sofnuðu ferðalangarnir sælir
og glaðir eftir þennan dag.
Mánudagurinn var frjáls dagur
hjá okkur og tvístraðist hópurinn
talsvert þennan dag. Sumir fóru í
verslunarleiðangur, aðrir spókuðu
sig í sólinni og vorinu í miðborg
Heidleberg en allt var komið í
blóma á þessum tíma og umhverf-
ið við ána Rín ægifagurt.
Við tókum þriðjudaginn
snemma, bílstjóri frá Heidelberg-
verksmiðjunum sótti okkur á hót-
elið og var förinni heitið í höfuð-
stöðvar Heidelberg í miðborginni.
Þegar þangað var komið tók á
móti okkur hann Carsten Deutch,
sem er kynningarstjóri í höfúð-
stöðvunum. Hann byrjaði á smá
kynningu um fyrirtækið, sögu
10 ■ PRENTARINN