Prentarinn - 01.09.2002, Page 16
Verkalýðshreyfingin
verður að hafa kraft
og við munum slá
niður allar tllraunir
til að veikja
hreyfinguna
og gera vinnuskilyrðin verri. Það
er ekki hægt að óska þess að
þessi umræöa leggist niður heldur
verðum við að starfa áfram og
rökstyðja mikilvægi samstöðu-
starfsins og við munum halda
áfram þessu samstöðustarfi svo
lengi sem félagsmenn veita okkur
brautargengi til þess.
Lýhræðib og verkalýbs-
hreyfingin
Umræðan um lýðræðið innan
verkalýðshreyfingarinnar er
stöðugt uppi á öllum Norðurlönd-
unum. Oft snýst þessi umræða um
það hversu mikil völd einstak-
lingar eigi að geta haft. Sérð þú
einhver vandamál samfara því að
vera formaður í sænska saniband-
inu, formaður í NGU, auk þess að
hafa rnörg önnur verkefni á þinni
könnu?
- Nei það er ekki flókið, en það
getur tekið á kraftana.
Malte leggur áherslu á að lýð-
ræðisumræðan megi ekki fara
fram ein og sér heldur verði hún
að taka tillit til markmiða verka-
lýðshreyfingarinnar.
- Verkalýðshreyfingin er ekki
eins og hvert annað áhugamanna-
félag. Hún er enginn leikvöllur
eða umhverfissamtök, þar sem
allir eiga að vera með og gapa.
Verkalýðshreyfingin er engin
einnar spurningar hreyfing, held-
ur samtök til verndar félagsmönn-
um. Hún á að sjá til þess að hlut-
ur félaganna sé ekki fyrir borð
borinn og verði betri í atvinnulíf-
inu, hækka laun, vernda gegn
heilsuleysi og sjá til þess að rödd
félagsmanna heyrist á vinnumark-
aðnum. Þetta eru mikilvæg atriði.
Vinnan er jú næstum allt lífið. Ef
frá er talinn svefninn kemur í ljós
að maður eyðir svo miklum tíma
á vinnustaðnum að það er þar
sem maður fær sína sérstöðu og
þýðingu.
- Þess vegna getur verkalýðs-
hreyfingin ekki starfað eins og
saumaklúbbur. Eg er vanur að
lýsa verkalýðshreyfingunni sem
baráttuhreyfingu - hreyfingu sem
getur slegist þegar þess þarf. Þá
getur maður ekki, til að auka lýð-
ræðið, byggt hana upp þannig að
hún missi þennan hæfileika. Auð-
vitað gildir grundvallaratriðið
einn félagi - eitt atkvæði, en þeg-
ar komið er í baráttuna (striðið)
þýðir ekki að hafa hundrað tillög-
ur um það hver eigi að gera hvað.
Vonin er að sjálfsögðu sú að losna
við átök og oftast fer starfið fram
í friði en við verðum að geta
hrætt samningsaðilann. Annars
náum við engum samningum.
Áhrifin eru að sögn Malte jafn-
vægisganga milli styrks og þess
að hafa áhrif.
- Verkalýðshreyfingin verður
að hafa kraft og við munum slá
niður allar tilraunir til að veikja
hreyfinguna. En það þýðir ekki
að maður geti ekki haft aðrar
skoðanir innan hreyfingarinnar
eða að ekki eigi að reka hreyfing-
una á lýðræðislegan hátt. Að
sjálfsögðu skal hún vera lýðræð-
isleg en mín skoðun er sú að flest
fólk fái meiri völd ef það gefur
hreyfingunni frjálsari hendur. Á
þann hátt fáum við meiri völd til
samans. Ef ekki, eru völdin hjá
einstaklingnum og hvemig er þá
með þau farið? Að vilja ekki
sætta sig við lýðræðislega teknar
ákvarðanir felur í sér að maður
hefur engin völd. Þetta snýst sem
sagt um að finna jafnvægið og
allir sem starfa sem formenn
verða að kljást við þessa spurn-
ingu. Hvort manni tekst vel eða
illa upp verða aðrir að dæma um.
Malte segir að lýðræðisleg
samtök eins og verkalýðshreyf-
ingin verði að hafa skilvirka for-
ustu.
- Þú getur ekki stjórnað 30.000
viljum án þess að sumum líki
ekki við fomstu þína. Það segir
sig sjálft. Góð forusta snýst því
um það að starfa á þann hátt að
maður sé virtur líka af þeim sem
eru manni ekki sammála. Félags-
menn eiga líka að geta fundið fyr-
ir öryggi með því að þurfa ekki
að vaða í villu um hver sé skoðun
forustunnar. Það er alltaf verra að
gera ekkert en að gera eitthvað.
16 ■ PRENTARINN
Skipulagsbreytingar
Sem formaður GF varst þú afar
virkur í hinu svokallaða SEGEL-
verkefni, sem hafði að leiðarljósi
að sameina prentiðnaðarmenn,
rafiðnaðarmenn og fólk innan
verkalýðssambandsins SEKO* í
eitt samband. Þetta starf hætti þó
það virtist vel á veg komið. Er
verkefnið úr sögunni?
- Það eiga sér aftur stað við-
ræður, síðast þann 26. ágúst, en
hvers þessar umræður leiða til
veit ég ekki. Víst er þó að þær
munu fara hægar að þessu sinni.
Þar að auki er breyttur hugsunar-
háttur af hálfú SEKO forsenda
þessa að nokkuð gerist. Verkefnið
hafði að markmiði að stofha nýtt
samband, yfirgefa m.a. þá upp-
byggingu sem SEKO hefur í dag,
en SEKO vildi halda sinni upp-
byggingu.
Endurspeglar sameiningarum-
ræðan hina almennu þróun í
starfsgreinunum á Norðurlönd-
um?
- Þróunin gerir að maður verð-
ur að líta til þess hvert er grund-
vallarform sambandsins. Við
komum til með að meðhöndla
hugsanlega sameiningu á sama
hátt og maður meðhöndlar þessi
mál á íslandi, Danmörku eða hvar
sem er. Maður lítur á uppbygg-
inguna, spyr sig hvað sé aðalatrið-
ið, iðnaður eða þjónustugrein?
Þegar um er að ræða Danmörk og
Svíþjóð getur maður sagt að
prentformagerðin (prepress) hafi
orðið hvers manns eign. Sú vinna
er framkvæmd hvar sem er og oft
fyrir utan prentiðnaðarfyrirtækin.
Á þann hátt hverfúr hin hefð-
bundna iðngreinauppbygging.
Hvað er þá eftir í félögunum?
Komi í ljós að félögin séu að
verða hreinræktaðri iðnaðarfélög
ætti maður ef til vill að leita sam-
starfs í þá átt í staðinn. Þessa
spurningu munum við ræða í okk-
ar sambandi. Stærsti hópurinn í
okkar samtökum er innan um-
búðaiðnaðarins. Þetta hefur í för
með sér iðnaðarhefðir í okkar
samtökum og þessi hópur hefur
aldrei verið jafn stór og nú. Andlit
sambandsins hefúr því breyst og
iðnaðar- (iðju)hefðin verður meir
áberandi og til þess verður að
taka tillit. Það hafa Danirnir gert.
Getur þessi skilgreining þýtt
breytingar á skipulagi prentiðnað-
arins, landfræðilega, yfir landa-
mæri?
- Hugsunin er ekki ný. Við
höfum t.d. rætt um norrænan
heildarsamning til að vinna gegn
samningum sem rýra skilyrðin, en
þar sem slíkir samningar eru ekki
á ferðinni hefur þörfin ekki held-
ur verið til staðar.
- Út af fýrir sig gæti það orðið
raunhæft að stofúa eitt norrænt
samband ef vinnuaflið verður
nægjanlega hreyfanlegt á milli
landanna. En þá stöðu höfúm við
ekki í dag. Ef þörfin fyrir sam-
skipulagningu kemur upp á viss-
um svæðum, þar sem hreyfingin
er mikil á milli landa, eins og við
Öresund, munum við að sjálf-
sögðu skoða það mál. Verkalýðs-
hreyfingin verður alltaf að starfa
með hagsmuni félagsmanna að
leiðarljósi.
Það er ekki hægt að kveðja for-
mann NGU án þess að fá að vita
hvort hann hafi einhvern sérstak-
an boðskap handa íslenskum
prentiðnaðarmönnum?
- Gangið í Alþýðusambandið,
berið fram skoðanir ykkar og
krefjist réttar ykkar.
Texti og myndir:
Magnús Einar Sigurðsson
*SEKO - Facket for Service och Komm-
unikation, þ.e. samtök fólks í mörgum ólík-
um starfsgreinum. Meginstofninn eru þeir
sem áður tilheyrðu starfsmannafélagi ríkis-
stofnana eins og t.d. fólk hjá pósti og síma.
Ef fólk vill kynna sér þetta nánar, sjá þá
grein í Prentaranum 2. tbl. 2001.
**Utopia var rannsóknarverkefni á veg-
um NGU uppúr 1980 í samstarfi við félags-
fræðinga um þróun prentformagerðarinnar.
Hugmyndin var sú að vera betur í stakk bú-
inn að mæta þeim tæknibreytingum sem
framtíðin fæli í skauti sér. Um þetta verk-
efni er fjallað í nokkrum tbl. Prentarans
1983.