Prentarinn - 01.09.2002, Qupperneq 23
Mynd 6 A. Ljósu hlutar myndarinnar eru vel greinileg- Mynd 6 B. Jöfn aágreining í dökkum og Ijósum tón-
ir en aðgreining er minni i dökku hlutum hennar. um.
Mynd 6 C. Aðgreining smóatriða i skuggum og efri
miðtónum er betri en i hóljósum.
sem hafa lægra þéttleikagildi en
0,3. Þau svæði verða þar með al-
veg hvít eða „brenna út“ eins og
það er kallað og smáatriði í há-
ljósum hverfa. Ef minnstu prent-
anlegu punktarnir eru settir á þétt-
leikagildi sem er of lágt, t.a.m.
0,1, þá haldast að vísu inni öll
smáatriði í háljósum en rasta-
myndin virðist dekkri en fyrir-
myndin og hún fær á sig gráma.
Þetta gerist vegna þess að tiltölu-
lega stórir punktar prentast á
svæðum sem ættu að vera ljós og
innihalda aðeins örlitla punkta.
Skuggar
Stilling skuggapunktsins er
næstmikilvægust. Með réttri still-
ingu á skuggum nást bestu hugs-
anlegu skil í prentmyndinni en
um leið haldast öll smáatriði sem
er að finna í skuggum fyrirmynd-
arinnar.
Myndir 8A-8C sýna prent-
myndir með mismunandi skugga-
punktastillingar.
Þegar rétt þéttleikagildi í
skuggum er valið eiga stærstu
prentanlegu punktarnir í rasta-
myndinni að lenda á þeim svæð-
um sem eru dekkst í tónmyndinni
en þó með einhverjum greinan-
legum smáatriðum. Ef of lágt
þéttleikagildi er valið verða öll
svæði með hærra þéttleikagildi en
það sem valið var „lokuð“,
þ.e.a.s. þau prentast sem þekjandi
rastaflötur vegna þess að þar
lenda rastapunktar sem eru stærri
en svo að hægt sé að prenta þá
við þau skilyrði og á þá prentvél
sem um er að ræða. Þetta hefur í
for með sér að smáatriði í skugg-
um hverfa en einnig að rasta-
myndin verður of dökk þar sem
of stórir prentpunktar prentast þar
sem tónar fyrirmyndarinnar eru
mun ljósari.
Ef of hátt þéttleikagildi er valið
fyrir skuggapunktana verður
myndin of grá og skortir skil,
enda þótt öll smáatriði haldist í
skuggum, þar sem stærstu prent-
punktarnir prentast aldrei.
Mibtónarnir
Með stillingu miðtónapunktsins
má fínstilla tóndreifingu rasta-
myndarinnar, ná hámarks skilum í
mikilvægustu tónum mynda og
vinna gegn punktastækkun í
prentun. Flestar fyrirmyndir hafa
fullt tónsvið (normal key).
Þetta þýðir að mikilvægar upp-
lýsingar í myndinni er að finna í
háljósum, skuggum og miðtónum.
Háljósin eru hvít, skuggarnir
svartir og tóndreifing á milli þess-
ara endapunkta er jöfn. I sumum
myndum er þó megnið af upplýs-
ingunum einskorðað við ákveðinn
hluta tónsviðsins.
Yfir- og undirlýstar myndir eru
dæmi um fyrirmyndir með stutt
tónsvið en stundum eru ljósmynd-
ir af ásettu ráði gerðar þannig að
tónsvið þeirra sé stutt.
Astæðurnar eru oftast þær að
ljósmyndarinn er að reyna að ná
fram ákveðinni stemmningu í
myndinni með því að haga lýs-
ingu fyrirmyndarinnar og stilling-
um vélarinnar á þann hátt að að-
eins hluti tónskalans sé nýttur.
Dökktónamynd (low key) hefur
mest af mikilvægum upplýsingum
í skuggum og miðtónum en háljós
eru af skornum skamti. Ljóstóna-
mynd (high key) hefur mest af
upplýsingum í háljósum og mið-
tónum en skuggar eru nærri engir.
Miðtóna má stilla þannig að þess-
ir flokkar mynda njóti sín hver
um sig sem best og tóndreifing
prentmyndarinnar verði sem lík-
ust því sem er í fyrirmyndinni.
Ef myndir eru undirlýstar eða
yfirlýstar er vanalega reynt að
lagfæra tónkúrfu þeirra þannig að
þær fái eðlilega áferð.
Hér aftar má sjá hvernig hægt
er að haga stillingum tónkúrfunn-
ar til að draga fram einkenni þess-
ara flokka mynda.
Heimildir:
Richard M. Adams II. - „Understanding
halftone characteristics for tone reprod-
uction“, GATF World Nov/Dec 1998.
Gary G. Field. - „Color and its reproduct-
ion, 2. edition“, GATF Press 1999.
—
Mynd 7. Tónkúrfurnar ó myndinni sýna 3 mismunandi miðlónastillingar.
Með þvi að breyta halla lónkúrfunnar milli hóljósa og miðtóna breytast skil í hóljósum
prentmyndarinnar. (Því brattari sem kúrfan er ó þessu svæði því meiri eru skilin.) Með nó-
kvæmri stillingu miðtónapunktsins mó fínstilla tóndreifingu prentmyndarinnar, leggja
óherslu ó mikilvæg svæði myndarinnar og/eða vinna gegn punktastækkun i prentun.
Kúrfa A. Stutt svið milli hóljósa og miðtóna. Halli kúrfunnar er mestur i hóljósum og þvi
eru skil myndarinnar mest þar.
Kúrfa B. Jöfn tóndreifing ó öllu tónsviðinu og skil myndarinnar eru jöfn ó tónsviðinu.
Kúrfa C. Langt svið milli hóljósa og miðtóna. Halli kúrfunnar er mestur ó skuggasvæði
hennar og því eru skilin mest í skuggum myndorinnor.
PRENTARINN ■ 23
Sjú næstu síðu