Prentarinn - 01.09.2002, Side 26
11.10. Mibdalstorfa
(Mibdalur, Ketilvellir og
Mibdalskot)
Miðdalstorfa skiptist nú í jörð-
ina Miðdal ásamt Miðdalskoti og
Ketilvöllum. Sameiginlegt landa-
merkjabréf er gert fyrir Miðdal
ásamt hjáleigunum Ketilvöllum
og Miðdalskoti 1889 án þess þó
að innbyrðis merkjum sé þar lýst.
Kröfugerð íslenska ríkisins ger-
ir ráð fyrir að þjóðlendulínan
liggi yfir land sem samkvæmt
landamerkjabréfi fyrir Miðdal
ásamt hjáleigunum Ketilvöllum
og Miðdalskoti frá 9. maí 1889
telst innan landamerkja Miðdals-
torfunnar. Þá lýsir íslenska ríkið
kröfum um beinan eignarrétt að
Ketilvöllum og Miðdalskoti fyrir
sunnan þjóðlendukröfulínu sína.
Jafnframt er af hálfu ríkisins gerð
krafa til viðurkenningar á rétti
Miðdalskots og Ketilvalla til af-
réttarnota af landi því sem er inn-
an merkja Miðdalstorfu sam-
kvæmt landamerkjabréfi en norð-
an kröfulínu ríkisins. Kröfum ís-
lenska ríkisins er nánar lýst í
kafla 3.1.1. og 3.1.2. Kröfum Fé-
lags bókagerðarmanna, þinglýsts
eiganda jarðarinnar Miðdals, er
lýst í kafla 3.9.
Af hálfu íslenska ríkisins er á
það bent að mörk Miðdalstorfu að
Laugardalsafrétti séu ósamþykkt.
Þá er því haldið fram að af frá-
sögn Landnámu, nýtingarmögu-
leikum, staðháttum, víðáttu og
gróðurfari megi ráða að land
norðan kröfulínu íslenska ríkisins
hafi ekki verið numið í öndverðu
og sé því ekki undirorpið beinum
eignarrétti. Við gerð landamerkja-
bréfa hafi merki jarða, sem land
eigi að afrétti, verið dregin ein-
hliða langt inn í óbyggðir og
þannig hafi ónumin landsvæði
verið innlimuð í yfirráðasvæði
jarðanna. Á það er bent að Ketil-
vellir og Miðdalskot séu eign
kirkjujarðasjóðs og þar með ís-
lenska ríkisins. Sameiginlegt
landamerkjabréf hafi verið gert
fyrir Miðdal ásamt hjáleigunum
Ketilvöllum og Miðdalskoti, en
formleg landskipti hafi ekki farið
fram milli jarðanna.
Af hálfu þinglýsts eiganda
Miðdals er því haldið fram að allt
land jarðarinnar innan þinglýstra
landamerkja og landamerkjalýs-
ingar frá 1939 sé undirorpið bein-
um eignarrétti hans. Þá er því
haldið fram með vísan til tilgangs
landamerkjalaganna, eftirlits-
skyldu sýslumanna með fram-
kvæmd þeirra, þinglýsingar
landamerkjabréfanna og þess, að
enginn ágreiningur hafi verið um
efni þeirra, að landamerkjabréfin
séu fullkomnar heimildir um
landamerki jarða og eignarrétt
þinglýstra eigenda þeirra. Sá sem
dragi í efa gildi fyrirliggjandi
þinglýstra eignarheimilda beri
sönnunarbyrðina fyrir staðhæfing-
um sínum. Einnig er vísað til
venjuréttar, hefðar og landnáms.
Elsta heimild um Miðdal er í
Vilkinsmáldaga frá 1397 og sam-
kvæmt honum var kirkja í Miðdal
sem átti „heimaland allt með
gögnum og gæðum“. I máldaga
Gísla biskups Jónssonar frá síðari
hluta 16. aldar er ítrekað að kirkj-
an eigi heimaland með gögnum
og gæðum og jörðina Ketilvelli að
auki. Þessi yfirlýsing er síðan
skráð orðrétt í vísitasíubók Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar 1644.
Miðdals er einnig getið í jarða-
bókum frá 1695, 1708, 1847 og
1861.1 þessum heimildum er
ekkert fjallað um landamerki
Miðdals.
Fyrstu lýsingu á landamerkjum
Miðdalstorfu er að finna í landa-
merkjabréfi „fyrir kirkjujörðinni
Miðdal ásamt hjáleigunum Ketil-
völlurn og Miðdalskoti" dags. 9.
maí 1889. Þar lýsir umboðsmaður
jarðatorfunnar landamerkjum
hennar svo:
Milli Hjálmsstaða og Miðdals
eru þessi mörk: Ósfarið við Laug-
arvatnsvatn upp mosann í vestan
verðum Hrístanga, þaðan ráða
götur þær sem liggja austur Rotu-
bakkann sjónhending í svokallað
Engjavað á Skillandsá; frá Engja-
vaði ræður áin að Bitruós, ffá
Bitruós sjónhending um austan-
verða Kringlumýri og vörður í
hæðunum upp af henni í hnúkinn
á Mjóudalabrún vestri; þaðan
sjónhending í hnúkinn á austan-
verðri Hrossadalsbrún; þaðan
gagnvart afrjetti, sjónhending í
vestustu nýpuna á Rauðafelli;
þaðan gagnvart Efstadal, sjón-
hending í Vatnsheiðarvatn; úr
Vatnsheiðarvatni gagnvart Laug-
ardalshólum sjónhending í Gljúf-
urgil á fjallsbrúninni og liggur sú
stefna um Pretshæð [svo]; úr
Gljúfurgilinu á fjallsbrúninni er
bein sjónhending um vörður þær,
sem hlaðnar eru á Markagarði,
Smáholtum og við Markalæk í
Farklofana; þaðan ræður Hólaá og
Laugarvatnsvatn að fyrstnefndu
Ósfari.
Landamerkjabréf þetta er þing-
lesið 23. maí 1889 og innfært í
landamerkjabók sýslumanns.
Að Miðdalstorfu liggja Hjálms-
staðir, Efstidalur, Laugardalshólar
og Laugardalsafréttur. Er þá ekki
tekið tillit til breytinga sem orðið
hafa á aðliggjandi jörðum eftir
gerð landamerkjabréfsins. Landa-
merkjabréf Miðdals ásamt hjá-
leigunum Ketilvöllum og Mið-
dalskoti er áritað af ábúendum og
eigendum Efstadals, Laugardals-
hóla og Hjálmsstaða, svo og
Snorrastaða og Laugarvatns sem
eiga sameiginlegan hornpunkt
með Miðdalstorfu. Landamerkja-
bréf Miðdalstorfu hefur því hlotið
staðfestingu fyrirsvarsmanna allra
aðliggjandi jarða.
Lýsingu á landamerkjum Mið-
dalstorfu er þannig ekki að finna í
eldri heimildum en landamerkja-
bréfi frá 1889. Þá er bréfið haldið
þeim ágalla að það hefur ekki
hlotið formlega staðfestingu fyrir-
svarsmanna Laugardalsafréttar.
Við mat á þýðingu landamerkja-
lýsingar Miðdalstorfu að
óbyggðamörkum er því nauðsyn-
legt að kanna hvort efiii hennar
fær samrýmst öðrum gögnum um
mörk afréttarins.
Fram kemur í kafla 11.12 að
lýsingar á landamerkjum Laugar-
dalsafréttar sé að finna í heimild-
um frá 1920, 1979, 1983, 1984 og
1996. Þar er ekki fjallað sérstak-
lega um mörk afréttarins og jarða
í Laugardal. Landamerkjalýsing
var ekki gerð fyrir hinn upphaf-
lega Grímsnesafrétt í kjölfar
landamerkjalaganna 1882 nema
að því er varðar skiptalínu afrétt-
arins 1920, en hún liggur ekki að
landi Miðdalstorfu.
Vestan við Miðdalstorfu liggja
jarðirnar Snorrastaðir, Hjálms-
staðir og Laugarvatn, en að aust-
an liggur jörðin Efstidalur, en all-
ar eiga þessar jarðir mörk að af-
rétti. I kafla 11.7. er komist að
þeirri niðurstöðu að landamerkja-
bréfum Laugarvatns, Snorrastaða,
Hjálmsstaða og Miðdalstorfu beri
saman um að hornmark þeirra að
affétti sé hnúkur á austanverðri
Hrossadalsbrún. Þá ber landa-
merkjabréfum Miðdalstorfu og
Efstadals, dags. 21. maí 1887 og
þingl. „sumarið 1887“, saman um
að mörk jarðanna gagnvart afrétti
miðist við vestustu nýpuna á
Rauðafelli. Samkvæmt landa-
merkjabréfi Miðdalstorfu er síðan
dregin bein lína á milli þessara
punkta.
Lagt hefur verið fram í málinu
byggingarbréf, dags. 26. maí
1928. í því er landamerkjum Mið-
dals gagnvart Hjálmsstöðum, Ket-
ilvöllum og Miðdalskoti lýst
þannig:
1. Milli Miðdals og Hjálm-
staða: Úr markagerði á Vatns-
bakkanum í markaþúfu á Rotu-
bakkanum, þaðan ráða götur á
Rotubakkanum austur í Skill-
andsá, ræður svo Skillandsá upp-
effir meðan lönd liggja saman.
2. Milli Kjetilvalla og Miðdals:
Úr markaþúfu niður á Skill-
andsárbakka, sjónhending á Hól
að hundaþúfu á Búðarholtshala-
jaðri eystri enda á Vörðufjalli,
ræður svo Skillandsá uppeftir svo
lengi sem lönd liggja saman.
3. Milli Miðdalskots og Mið-
dals: ræður Hökulækur austur eft-
ir þar til Tóugil tekur við, og ræð-
ur það svo mörkum upp í fjahs-
brúnina sjónhending um Vatns-
heiði í vestra Rauðafellshorn það-
an afrjettarlínu sjónhending vest-
ur í Skriðutinda, og þaðan niður
eftir um Mjóudalsgil þar til Skill-
andsárupptök tekur við.
Byggingarbréfið er undirritað
af Gunnari Gunnarssyni og
Magnúsi Böðvarssyni. Magnús
var á þeim tíma sem byggingar-
bréfið var gert ábúandi á Miðdal
26 ■ PRENTARINN