Prentarinn - 01.10.2003, Síða 5

Prentarinn - 01.10.2003, Síða 5
Eymundur Magnússon, stofnandi. Rústir úr seinna stríði. Litróf í 60 ár Litróf er stofnað af Eymundi Magnússyni og Ingimundi Eyjólfssyni þ. 21. apríl 1943. Fyrirtækið var fyrst til húsa í Einholti, uppi á lofti í Ofnasmiðjunni. Árið 1944 varð þar bruni og fluttist fyrirtækið þá að Grettisgötu 51 og var þar til 1958, er það fluttist inn að Hverfisgötu við Hlemm, í húsið þar sem Náttúrugripasafnið er til húsa. Upp úr 1960 seldi Eymundur flestallar vélarnar og keypti nýjar sem settar voru upp inn á Veghúsastíg og var fyrirtækið starfrækt þar til 1970 að það var flutt í eigið húsnæði í Einholti 2. í ársbyrjun 1983 tók Konráð Jónsson rekstur félagsins á leigu og keypti síðar. Fyrstu árin eftir að Konráð tók við hafði fyrirtækið viðkomu á þremur stöðum í Brautarholti en er nú starfrækt í Vatnagörðum 14. Á þeim tíma sem Konráð hefur rekið fyrirtækið hefur það þróast úr prentmyndagerð í fullkomna prentsmiðju og er nú búið nýjum tækjum af fullkomnustu gerð. Prentarar Litrófs á góðri stundu í Berlin. Það var ekki bara keyptur bjór.... Skoðanabræður. Stuðningsmaður múrsins. Hópurinn saman kominn við Brandenburgarhliðið. í dag starfa tólf skemmtilegar manneskjur í Litrófi og ríkir hér góður andi, þrátt fyrir að mikið sé að gera og mikið álag stundum. Við reynum að gera ýmislegt til dægrastyttingar, höldum t.d. bjórkvöld misreglulega, höfum haldið þorrablót og farið út að borða nokkuð reglulega. í tilefni af 60 ára afmæli Litrófs fórum við öll ásamt mökum til Berlínar í þriggja daga ferð síðastliðið vor. Einnig kom stofnandi Litrófs Eymundur Magnússon með okkur, en hann er ekki nema 90 ára gamall frá því í maí. Þessi ferð heppnaðist frábærlega vel, mikil skemmtan og gleði en allir skiluðu sér heilir heim. Myndirnar á þessari síðu eru frá Berlínarferðinni. General Gunnar í góðum gír. Sumir urðu að sitja úti... Erlingur Þórsson

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.