Prentarinn - 01.10.2003, Page 7

Prentarinn - 01.10.2003, Page 7
vélar uppi í hæðum sem stilltar væru á tvöþúsund eintök sem þeyttust upp á bretti sem rúllað væri inn í flutningabíla og ekið í Kringluna og Smáralind. Ef til vill sæti einn einkennisklæddur vörður og fylgdist með því að vél- amar suðuðu í takt og að allt gengi snurðulaust fyrir sig. Fyrir nokkrum árum, þegar þessi tilfmning var orðin yfimtáta og óbærilega raunvemleg og mín fjórða bók á leið í prentsmiðju, á- kvað ég að leggja land undir fót, ferðast yftr í nágrannasveitarfélag- ið Kópavog, finna prentsmiðju og sjá með berum augum hvemig galdurinn væri galaður. Eg vildi sjá hvemig þessi orð rötuðu úr kerlingarhaus í úthverfí á mjúkan og hvítan pappír inni í hlýrri og notalegri kápu. Viti menn, þar vom konur og karlar að brjóta um, leiðrétta, skrá og skipuleggja. Ég sá hvemig galdurinn gerðist og sá þetta fólk sem ég treysti fyrir lokasinfóníunni í verkinu. Ég fann lyktina af pappímum og prentvélunum, prentsmiðjulykt sem er í raun engu lík og kallar ennþá fram spennu og eftirvænt- ingu þrátt fyrir allar þær bylting- arkenndu tækninýjungar sem setja svip sinn á prentverk tuttugustu aldar. Þama er þó merkilegt hand- verk, hugsaði ég með mér, manns- hönd og hugur að koma skilaboð- um á blað og senda þau áfram út í óvissuna. Loks hafa orðin tekið sér sæti, em hætt að fljóta rafrænt um tölvuskjái, en em sest niður og orðin róleg á hvítum síðum. Þau hafa hreiðrað um sig og em nú fyrst orðin óbreytanleg, varanleg og eilíf. Heimilislaus orð Bókagaldurinn er þrátt fyrir allt enn í prentsmiðjunni. En um leið kvakar tölvukórinn: Bíðið bara. Dag einn lifum við í pappírslausri veröld. Einn góðan eða slæman veðurdag verður pappír álíka úrelt- ur og áritað kálfskinn, strokkar, rokkar og klifberar. Þá verða regn- skógamir vart annað en mnnar og rjóður í auðninni. Þá liggja menn í rúmi með góða bók á skjá - horfa á orðin renna hjá, kannski á vegg, jafnvel á koddaveri. Þá lesum við blöðin á tölvuskjánum - gemm það kannski nú þegar. Þá fáum við ekki lengur póstkort, heldur vef- kort, höfum ekki dagatal á vegg, heldur kalender í átlúkki og fáum reikningana ekki inn um lúguna heldur í reikningamöppu tölvunn- ar. Bækur framtíðar gætu verið lít- ið nisti um hálsinn þar sem inn mætti hlaða heilu safnritunum, bókaflokkunum og framhaldssög- unum. Þær gætu verið örsmátt tæki sem stungið væri á bak við eyra svo hlaða mætti bókarefni inn á minni bókaormsins. Þá þarf fólk kannski ekki lengur að hittast að kvöldlagi um aðventu til þess að hlýða á bóklestur höfimda, en kallar þess í stað höfunda fram á skjáinn og fær upplestur að vild. Og þá verður maður ekki lengur manns gaman, heldur hver maður sinn besti vinur. Prentarar verða úreltir og út- dauðir eins og landafundamenn og tómthúsmenn. Rithöfundar sitja eftir ráðvilltir og ringlaðir með orðaflaum á floti um rafrænar trissur, orð augnabliksins sem fmna sér hvergi varanlegan sess og flæða stjómlaus og heimilis- laus um villta fruntskóga netheima. Undir bókasól Iss og piss. Við emm ekki bókaþjóð, segir almannarómur. Það er gömul klisja. Enginn legg- ur lykkju á leið sína til að skoða handritin. Egill Skallagrímsson er ölgerð og Jón Indíafari selur timb- urverk í Kringlunni. Kofí Tómas- ar frænda er bar á Laugavegi og Hlíðarendi er grillsjoppa. Sjálf- stætt fólk er sjónvarpsþáttur og slagurinn um ævisögu nóbels- skáldsins er meira spennandi en lífshlaupið sjálff. Bókaþjóðin gón- ir á ameríska piparsveinaleiki í sjónvaipi og ofurþreytt kríli næra sálina á popptíví eftir erfiðan dag. Æi, nei, ég trúi því ekki, tautum við bókmenn í hljóði. Við hljótum að vera bókaþjóð. Við eigum þrátt fyrir allt jólaflóðið. Það á enginn annar. Það er alheimsfyrirbæri, veraldarinnar undur eins og Sto- nehenge og píramídarnir. Við bók- staflega sláumst um bækur við kæliborðin í Bónus, drekkum í okkur dóma og njótum þess að horfa á aftökur og krýningar á- búðarfullra gagnrýnenda í beinni. Bókin er jólin og jólin eru bókin. Engin jól em án bóka. Hvar vær- um við stödd á jóladag á náttföt- um með konfekt en enga bók? Ekki segja að við séum ekki bóka- þjóð. Þá missum við alla öryggiskennd, stöndum andlits- laus og vitum ekki hver við emm. Og við bókmenn fengum staðfest- ingu á gmn okkar nú á haustdög- um þegar haldin var bókmennta- hátíð með erlendum höfundum. Hvetjir mættu? Ekki bara gamla bókaklíkan, hinir sérvitm menn- ingarvitar. Jú þeir mættu líka, en inn á milli og saman við og jafn- vel í meiri hluta voru sauðsvartir, þeir félagar Pétur og Páll, sem þrátt fyrir allt vom með bók á borði, í tösku, rassvasa eða hanskahólfi. Þar vora mættir bókaormar í breiðum sem enn njóta þess að þefa af síðum og lepja upp orðin sem sitja blýfost og prentuð á hvítum blöðum. Bókasólin skín þrátt fýrir allt á bókaþjóðina og hún stendur undir naíhi öllum til gleði og hamingju. Gamlir gönguskór Prentarar og höfundar em sam- verkamenn. Höfúndurinn hefur orðið og prentarinn geymir varan- legan samastað þess. Hann byggir húsið þar sem orðið festir rætur. Þama þarf að treysta bönd. Það mætti til dæmis gera með vikuleg- um kvöldgöngum, sameiginlegum árshátíðum, þorrablótum og jóla- boðum. Einnig væri tilvalið að koma á árlegum skoðunarferðum um prentsmiðjur með leiðsögu- manni þar sem höfundum gæfíst kostur á að sjá smíðaverkstæðið. Þá mætti líka bjóða höfundum að vinna daglangt í prentsmiðju, þeim að kostnaðarlausu. Orðið og blaðið em hvort öðm háð eins og sokkapar, gömul hjón og árar í bát. Eins og gönguskór sem eiga langa leið fýrir höndum eiga höf- undar og prentarar samleið og deila sínum bókmannsraunum. PRENTARINN ■ 7

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.