Prentarinn - 01.10.2003, Page 14

Prentarinn - 01.10.2003, Page 14
Prentsmiðjan Oddi héit uppá 60 ára afmæli sitt þann 9. október s.l. en fyrirtækið var stofnað 1943. í upphafi voru starfsmenn aðeins 3 en eru í dag um 230 þannig að mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum 60 árum sem liðin eru. í tilefni dagsins gerðu Oddaverjar sér glaðan dag og boðið var uppá myndarlegt kökuhlaðborð auk þess sem K.K. og Magnús Eiríksson kíktu í heimsókn og tóku nokkur létt lög. Prentarinn óskar öllum Oddaverjum að sjálfsögðu innilega til hamingju á þessum merku tímamótum og velfarnaðar í framtiðinni. Ný vél í Prentmet Prentmet tók nýverið í gagnið nýja og glæsilega prentvél af gerð- inni ROLAND 706 LTTLV. Vélin er 8 lita og öll hin glæsilegasta og er m.a. með þreföldu lakkkerfi, UV kerfi, vatnslakki og hefðbundnu olíulakki auk U V þurrklampa og IR lampa og blásturs fyrir heitt og kalt loft. Nýja Roland 706 prentvélin var formlega tekin í notkun þ. 15. ágúst. Cangsetningunni var stýrt af Valgerði Sverrisdóttur iðnaðarráðherra sem ræsti vélina með glæsibrag og gaf henni nafn í leiðinni. Vélin var nefnd Bifröst, enda nafnið tengt þeim stað þar sem hugmyndin að stofnun fyrirtækisins kviknaði en stofnendur og eigendur Prentmets voru við nám í Viðskiptaháskólanum að Bifröst i Borgarfirði þegar hugmyndin að öðruvísi prentfyrirtæki vaknaði. Prentarinn óskar Prentmet að sjálfsögðu til hamingju með þessa glæsilegu vél og óskar fyrirtækinu veifarnaðar í framtíðinni. ! i l rr J i*j I 14 ■PRENTARINN

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.