Prentarinn - 01.10.2003, Page 15

Prentarinn - 01.10.2003, Page 15
Baldvin Viðarsson mundar beinið. Nú á haustmánuðum hófst fyrsta lota í réttindanámi fyrir ófaglœrða bókbandsstarfsmenn á vegum Prenttceknistofnunar. Önnur lotan verður í lok janúar ogfram ifebrúar en þriðja og síðasta lotan verður í apríl 2004. Náminu lýkur í maí með sveinsprófi. 17 aðilar skráðu sig í þetta nám. Þeir hafa allir unnið 10 ár eða lengur í faginu. Námið er sett upp í þrjárfunm vikna lotur. Nemendur stunda nám frá kl. 17-21 alla virka daga, nema fóstudaga, ifimm vikur. Það eru því alls 100 kennslustundir á hverri önn. Samtals verður námið því 300 kennslustundir. Það skiptist þannig: Helga Sigurðardóttir æfir handgyllingu. 1. lota, haust 2003, 1. - 30. september, 100 kennslustundir Brotvélanámskeið Þorsteinn Pálmarsson og Axel Steindórsson Handbókband Stefán Jón Sigurðsson 2. lota, vetur 2004, 20. janúar- 20. febrúar, 100 kennslustundir Vírhefting Axel Steindórsson Handbókband Stefán Jón Sigurðsson Iðn-, pappírs- og öryggisfræði Jóhann Freyr Asgeirsson 3. lota, vor 2004, 20. apríl - 20. maí, 100 kennslustundir Saumavélar, bindagerð og gylling Stefán Jón Sigurðsson Skurður og frágangur Axel Steindórsson Fræsing og ísetning Axel Steindórsson Allir kennarar hafa mikla reynslu af kennslu. Þess má geta að nemendur sem eru í þessu námi hafa sýnt mikinn áhuga, eru oftar en ekki mættir áður en tíminn byrjar og eru lengur á kvöldin. Það að vera í skóla fjóra daga vikunnar frá fimm til níu á kvöldin eftir vinnu í fimm vikur er mikið álag. Þessir nemendur eiga því hrós skilið fyrir þann áhuga sem þeir hafa sýnt. Námið er bæði í gangi í Reykjavík og á Akureyri. Samstarfsaðilar eru Iðnskólinn i Reykjavík og Starfsmenntaráð ríkisins. Ingi Rafn Ólafsson framkvœmdastjóri Prenttœknistofnunar Sœmundur Arnason formaður stjórnar Prenttœknistofnunar Fylgst meó af athygli í brotvélakennslu. Talið frá vinstri: Perla Guðmundsdóttir, Elísabet Árnadóttir, Soffia Guðbjört Ólafsdóttir og Nína Guðmundsdóttir. PRENTARINN ■ 15

x

Prentarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.